„Það er verið að setja Austurland í frost“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2025 13:01 Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, er ómyrkur í máli um nýja samgönguáætlun. Hann segir Austurland sett í frost. Vísir Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost. Eins og fjallað hefur verið um hefur mikillar óánægju gætt hjá Austfirðingum vegna breyttrar forgangsröðunar í nýrri jarðgangaáætlun, þar sem Fjarðarheiðagöngin eru sett á ís og Fjarðagöng sett í forgang. „Fyrir mér er bara verið að þyrla upp einhverju moldviðri. Láta líta út fyrir að um breytta forgangsröðun sé að ræða þegar raunin er að það er verið að flytja fjármuni af svæðinu inn á önnur svæði þvert á gefin loforð,“ segir Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Það var búið að fara mjög vel yfir það og í öllum okkar mótmælum varðandi veiðigjöldin var hamrað á því að fjármunir myndu skila sér til baka með auknum hætti með innviðauppbyggingu. Þau fara aftur í gangnaleiðina og þar segja þau að Fjarðagöng eigi að fara í staðinn.“ Horft fram hjá stærstu hættunni á Hringveginum Fjarðagöngin séu númer tvö eða þrjú á lista og ekkert muni gerast næstu tíu árin hvað þau varðar. Íbúar í Fjarðabyggð hafði beðið eftir að farið verði í úrbætur á Suðurfjarðavegi. „Suðurfjarðavegur er metinn hættulegasti vegkafli á Þjóðvegi 1. Á landinu. Hann er tilbúinn til útboðs. Þarna eru einbreiðar brýr sem þola ekki þungaflutninga. Við þurfum að fara með stór vinnutæki yfir á vaði með tilheyrandi umhverfisspjöllum,“ segir Ragnar. „Við erum búin að vera að reka á eftir þessum vegi, þetta er einn af þeim vegum sem eru á forgangslista. Það snýst um öryggi. Þannig að ef það er verið að breyta forgangsröðun út frá öryggissjónarmiðum þá er algjörlega horft fram hjá stærsta öryggisatriðinu á okkar svæði.“ Snúist líka um verðmætasköpun Úrbætur á Suðurfjarðarvegi snúist einnig um verðmætasköpun. „Þetta er þjóðvegur eitt til og frá stærstu fiskihöfnum landsins. Og hann er hættur að þola þungaflutninga,“ segir Ragnar. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, hefur verið mjög gagnrýnin og sagt áætlunina kjördæmapot. Þrjú af fjórum jarðgöngum á áætlun eru í kjördæmi innviðaráðherra. Ragnar segist ekki geta gengið svo langt, enda séu Fljótagöngin mitt á milli Norðaustur- og Norðvesturkjördæmis, en vissulega sé verið að færa fjármuni frá Austurlandi. „Ég tek undir með Jónínu og fleirum sem hafa sagt að það er verið að setja Austurland í frost.“ Samgöngur Fjarðabyggð Múlaþing Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Byggðamál Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um hefur mikillar óánægju gætt hjá Austfirðingum vegna breyttrar forgangsröðunar í nýrri jarðgangaáætlun, þar sem Fjarðarheiðagöngin eru sett á ís og Fjarðagöng sett í forgang. „Fyrir mér er bara verið að þyrla upp einhverju moldviðri. Láta líta út fyrir að um breytta forgangsröðun sé að ræða þegar raunin er að það er verið að flytja fjármuni af svæðinu inn á önnur svæði þvert á gefin loforð,“ segir Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Það var búið að fara mjög vel yfir það og í öllum okkar mótmælum varðandi veiðigjöldin var hamrað á því að fjármunir myndu skila sér til baka með auknum hætti með innviðauppbyggingu. Þau fara aftur í gangnaleiðina og þar segja þau að Fjarðagöng eigi að fara í staðinn.“ Horft fram hjá stærstu hættunni á Hringveginum Fjarðagöngin séu númer tvö eða þrjú á lista og ekkert muni gerast næstu tíu árin hvað þau varðar. Íbúar í Fjarðabyggð hafði beðið eftir að farið verði í úrbætur á Suðurfjarðavegi. „Suðurfjarðavegur er metinn hættulegasti vegkafli á Þjóðvegi 1. Á landinu. Hann er tilbúinn til útboðs. Þarna eru einbreiðar brýr sem þola ekki þungaflutninga. Við þurfum að fara með stór vinnutæki yfir á vaði með tilheyrandi umhverfisspjöllum,“ segir Ragnar. „Við erum búin að vera að reka á eftir þessum vegi, þetta er einn af þeim vegum sem eru á forgangslista. Það snýst um öryggi. Þannig að ef það er verið að breyta forgangsröðun út frá öryggissjónarmiðum þá er algjörlega horft fram hjá stærsta öryggisatriðinu á okkar svæði.“ Snúist líka um verðmætasköpun Úrbætur á Suðurfjarðarvegi snúist einnig um verðmætasköpun. „Þetta er þjóðvegur eitt til og frá stærstu fiskihöfnum landsins. Og hann er hættur að þola þungaflutninga,“ segir Ragnar. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, hefur verið mjög gagnrýnin og sagt áætlunina kjördæmapot. Þrjú af fjórum jarðgöngum á áætlun eru í kjördæmi innviðaráðherra. Ragnar segist ekki geta gengið svo langt, enda séu Fljótagöngin mitt á milli Norðaustur- og Norðvesturkjördæmis, en vissulega sé verið að færa fjármuni frá Austurlandi. „Ég tek undir með Jónínu og fleirum sem hafa sagt að það er verið að setja Austurland í frost.“
Samgöngur Fjarðabyggð Múlaþing Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Byggðamál Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05
Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30
Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20