Ekki lengur hægt að hætta í áskrift á netinu hjá Reebok Fitness Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2020 16:26 Á forsíðu vefs Reebok Fitness er talað um að ekki sé nein binding, en sú er ekki upplifun skjólstæðings Neytendasamtakanna sem vildi segja upp áskrift sinni. Það er ekki lengur hægt á netinu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að meðal þeirra mála sem eru í athugun hjá samtökunum séu breyttir notendaskilmálar sem snúi að Reebok fitness líkamsræktarstöðinni. En, þar er viðskiptavinum gert talsvert erfiðara um vik en áður hefur verið með að segja upp áskrift. Ástæðan er sögð sú að nú sé „allt á „hold“ vegna Covid-19“. Hafa kallað eftir skýringum „Við erum að kalla eftir viðbrögðum og svörum frá þeim og munum svo væntanlega tilkynna um þetta til neytendastofu með vísun í að þetta teljist ósanngjarnir viðskiptahættir sem segir um í 36. grein laga um ósanngjarna skilmála,“ segir Breki í samtali við Vísi. Allar línur hafa verið rauðglóðandi hjá samtökunum einkum vegna mála sem snúa að ferðaskrifstofum og svo líkamsræktarstöðvum. Þetta mál sem varðar Reebok var að koma upp nú eftir hádegi í dag og eru erindin sem þegar hafa borist orðin nokkur. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir skýringum frá Reebok Fitness en hann gerir ráð fyrir því að hann muni senda erindi vegna þessara breyttu skilmála líkamsræktarstöðvarinnar til neytendastofu.Vísir „Þar er verið að gera fólki erfitt um vik að segja upp áskriftinni en hingað til hefur fólk getað hætt í áskrift á netinu. Reebok Fitness hefur hafa gefið sig út fyrir að vera ekki með neina bindingu, en nú allt í einu er fólk bundið.“ Telur sig lokaðan inni með sína áskrift Félagsmaður samtakanna reyndi að segja upp áskriftinni, skráði sig inn á síðu og smellti á „uppsögn áskriftar“. Þá kom upp eftirfarandi tilkynning: Allt á „hold“ vegna Covid-19 Það er ekki hægt að segja upp áskrift á netinu eins og staðan er núna. Ef þú hefur fullan hug og þörf á að segja upp þinni áskrift þá verður hægt að koma til okkar í Faxafen 14 og fá aðstoð við það milli 10 og 16 virka daga. Við höfum sett allar áskriftir á “hold”, en það þýðir að áskriftir verða gjaldfærðar þessi mánaðarmót líkt og áður. En hafðu ekki áhyggjur, þessi tími sem við getum ekki boðið uppá fulla þjónustu á meðan óvissuástand ríkir, mun bætast aftan við virkar áskriftir. Hér að neðan er síðan bréf til viðskiptavina sem við hvetjum alla til að lesa fyrir nánari upplýsingar um stöðu mála. Með fyrirfram þökk og von um skilning Starfsfólk Reebok Fitness“ Skjólstæðingur Breka er ekki sáttur við þetta útspil. Bara engan veginn. Hann segist vera lokaður inni en greiði fullt gjald. Hann skilur ekki hvernig þetta megi gagnast fólki með ótímabundna samninga og að það lengist í annan endann við uppsagnarfrest. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að meðal þeirra mála sem eru í athugun hjá samtökunum séu breyttir notendaskilmálar sem snúi að Reebok fitness líkamsræktarstöðinni. En, þar er viðskiptavinum gert talsvert erfiðara um vik en áður hefur verið með að segja upp áskrift. Ástæðan er sögð sú að nú sé „allt á „hold“ vegna Covid-19“. Hafa kallað eftir skýringum „Við erum að kalla eftir viðbrögðum og svörum frá þeim og munum svo væntanlega tilkynna um þetta til neytendastofu með vísun í að þetta teljist ósanngjarnir viðskiptahættir sem segir um í 36. grein laga um ósanngjarna skilmála,“ segir Breki í samtali við Vísi. Allar línur hafa verið rauðglóðandi hjá samtökunum einkum vegna mála sem snúa að ferðaskrifstofum og svo líkamsræktarstöðvum. Þetta mál sem varðar Reebok var að koma upp nú eftir hádegi í dag og eru erindin sem þegar hafa borist orðin nokkur. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir skýringum frá Reebok Fitness en hann gerir ráð fyrir því að hann muni senda erindi vegna þessara breyttu skilmála líkamsræktarstöðvarinnar til neytendastofu.Vísir „Þar er verið að gera fólki erfitt um vik að segja upp áskriftinni en hingað til hefur fólk getað hætt í áskrift á netinu. Reebok Fitness hefur hafa gefið sig út fyrir að vera ekki með neina bindingu, en nú allt í einu er fólk bundið.“ Telur sig lokaðan inni með sína áskrift Félagsmaður samtakanna reyndi að segja upp áskriftinni, skráði sig inn á síðu og smellti á „uppsögn áskriftar“. Þá kom upp eftirfarandi tilkynning: Allt á „hold“ vegna Covid-19 Það er ekki hægt að segja upp áskrift á netinu eins og staðan er núna. Ef þú hefur fullan hug og þörf á að segja upp þinni áskrift þá verður hægt að koma til okkar í Faxafen 14 og fá aðstoð við það milli 10 og 16 virka daga. Við höfum sett allar áskriftir á “hold”, en það þýðir að áskriftir verða gjaldfærðar þessi mánaðarmót líkt og áður. En hafðu ekki áhyggjur, þessi tími sem við getum ekki boðið uppá fulla þjónustu á meðan óvissuástand ríkir, mun bætast aftan við virkar áskriftir. Hér að neðan er síðan bréf til viðskiptavina sem við hvetjum alla til að lesa fyrir nánari upplýsingar um stöðu mála. Með fyrirfram þökk og von um skilning Starfsfólk Reebok Fitness“ Skjólstæðingur Breka er ekki sáttur við þetta útspil. Bara engan veginn. Hann segist vera lokaður inni en greiði fullt gjald. Hann skilur ekki hvernig þetta megi gagnast fólki með ótímabundna samninga og að það lengist í annan endann við uppsagnarfrest.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira