Landsmenn ættu að búa sig undir lengra samkomubann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 14:20 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biður landsmenn að búa sig undir það að samkomubannið sem nú er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins muni vara lengur en gefið hefur verið út. Að óbreyttu gildir það til 12. apríl en það gæti varað lengur. Mun það skýrast á næstu dögum hvort svo verður. Þá sagði sóttvarnalæknir að búast mætti við því að faraldrinum ljúki sennilegast í maí. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Samkomubannið tók gildi á mánudaginn í síðustu viku og miðaðist þá við að samkomur með 100 manns eða fleirum væru óheimilar. Á mánudaginn í þessari viku var bannið síðan hert og er það nú almennt svo að samkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar. Þakkaði Þórólfur þjóðinni fyrir það hvernig hún hefði brugðist við samkomubanninu og sagði ómetanlegt að finna samhug og samstöðuna í samfélaginu. Í dag eru fjórar vikur síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Sagði Þórólfur að búast mætti við því að faraldrinum myndi sennilegast ljúka hér á landi einhvern tímann í maí. Fólk þyrfti því að hafa þolinmæði, umburðarlyndi og jákvæðni á næstu vikum. Þórólfur sagði faraldurinn enn í vexti en vöxturinn væri þó ekki hraður. Þá ætti enn eftir að ná hápunktinum. Jafnframt kom fram í máli Þórólfs að verið væri að stefna í bestu spána þegar kemur að fjölda greindra smita en þegar kemur að alvarlegum tilfellum og innlögnum á gjörgæslu væri verið að feta verstu spána. Sagði Þórólfur að næsta gerð af spálíkani Háskóla Íslands myndi taka mið af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biður landsmenn að búa sig undir það að samkomubannið sem nú er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins muni vara lengur en gefið hefur verið út. Að óbreyttu gildir það til 12. apríl en það gæti varað lengur. Mun það skýrast á næstu dögum hvort svo verður. Þá sagði sóttvarnalæknir að búast mætti við því að faraldrinum ljúki sennilegast í maí. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Samkomubannið tók gildi á mánudaginn í síðustu viku og miðaðist þá við að samkomur með 100 manns eða fleirum væru óheimilar. Á mánudaginn í þessari viku var bannið síðan hert og er það nú almennt svo að samkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar. Þakkaði Þórólfur þjóðinni fyrir það hvernig hún hefði brugðist við samkomubanninu og sagði ómetanlegt að finna samhug og samstöðuna í samfélaginu. Í dag eru fjórar vikur síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Sagði Þórólfur að búast mætti við því að faraldrinum myndi sennilegast ljúka hér á landi einhvern tímann í maí. Fólk þyrfti því að hafa þolinmæði, umburðarlyndi og jákvæðni á næstu vikum. Þórólfur sagði faraldurinn enn í vexti en vöxturinn væri þó ekki hraður. Þá ætti enn eftir að ná hápunktinum. Jafnframt kom fram í máli Þórólfs að verið væri að stefna í bestu spána þegar kemur að fjölda greindra smita en þegar kemur að alvarlegum tilfellum og innlögnum á gjörgæslu væri verið að feta verstu spána. Sagði Þórólfur að næsta gerð af spálíkani Háskóla Íslands myndi taka mið af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira