Rauði krossinn er til staðar Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 1. apríl 2020 08:00 Á erfiðum tímum er mikilvægt að styðja sig við ættingja, vini og vinnufélaga, en þetta á aðeins við um þá sem eiga slíkt tengslanet. Fjöldi fólks býr ekki svo vel, á ekki fjölskyldu og situr eitt, hrætt og einmana – jafnvel á stofnun, í fangelsi eða í ótryggu húsnæði og jafnvel á á götunni. Fólk sem alla jafna treystir á félagslegan stuðning við daglega rútínu, t.d. félagsstarf fyrir eldri borgara eða dvöl í Vin, geðathvarfi Rauða krossins. Þetta geta verið börn eða fullorðnir, fatlað fólk, fátækt fólk, veikt fólk, fólk allsstaðar að, úr sveit eða borg og fólk utan úr heimi sem hingað hefur komið í leit að betra lífi. Þetta fólk á það sameiginlegt að vera meðal skjólstæðinga Rauða krossins og í þessum hópi eru fleiri en margan grunar. Nótt sem nýtan dag Á síðustu vikum hefur samtölum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 fjölgað gríðarlega. Sjálfboðaliðar sitja við símann eða netspjallið á 1717.is nótt og dag og svara fólki sem óttast um hlutskipti sitt. Á venjulegu ári svarar Rauði krossinn um 15.000 samtölum í 1717, en í síðustu viku voru erindin 3.500. Það sem af eru ári eru eru samtölin orðin 8.500. Sjálfboðaliðar sem fengið hafa stranga þjálfun sjá um að svara erindum fólks sem oft sér ekki fram úr þeim vanda sem það býr við. Þeir eru ómetanleg auðlind fyrir Rauða krossinn og í reynd fyrir þjóðina alla. Það er mjög gleðilegt að fylgjast með þeirri samkennd sem myndast hefur í samfélaginu að undanförnu. Fólk er boðið og búið að leggja náunganum lið, grannar hjálpast að, vinnufélagar leita hver til annars, gamlir vinir styðja hver við annan og fjölskyldur þjappa sér saman. Um leið og þetta gerist þá vitum við líka - því miður - að því lengur sem samkomubann varir, því lengri sem einangrun varir, því fleiri sem missa vinnuna, því óeðlilegra sem ástandið verður, því erfiðari verður staða þeirra sem minnstar hafa varnirnar. Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla til að huga að því fólki sem þarf á hjálp að halda. Náungakærleikurinn mikilvægur Við státum okkur stundum af því að vera rík þjóð og nú sést að innviðir okkar eru býsna sterkir og kerfin okkar virkar vel. Ríkidæmi skiptir þó engu ef einungis sumir fá kerfanna notið. Vonandi tekst okkur í sameiningu að vinna okkur fljótt og vel í gegnum þessa neyð með samtakamætti og skynsamlegri nálgun. Á sama tíma verður ekki hjá því komist að hugsa til þeirra samfélaga sem voru hvað veikust fyrir áður en veiran skaut upp kollinum. Fátækustu þjóðir heims, margar þeirra í Afríku, eiga því miður á hættu að samfélög þeirra veikist mjög, heilbrigðiskerfin ráði ekki við veiruna og að fjöldi fólks muni láta lífið. Þá er hætt við að fátækt aukist, átök haldi áfram og enn fleiri en áður neyðist til að flýja heimkynni sín. Það verður því ekki of oft á það minnt að náungakærleikurinn þarf að ná lengra en í næsta hús. Okkur ber ekki aðeins siðferðisleg skylda til að aðstoða þá sem búa við neyð, innanlands sem utan, heldur leggja okkar lóð á vogarskálar þeirra sem vinna að öruggari og betri heimi.. Það er því mikilvægt, jafnvel þó kreppi tímabundið að, að stjórnvöld horfi til framtíðar og skeri ekki niður framlög til mannúðar- og þróunaraðstoðar nú þegar þeirra er mest þörf.. Rauði krossinn þinn Rauði krossinn hugar sérstaklega að berskjölduðustu hópum í hverju samfélagi og undanfarna daga höfum við beint sjónum almennings að hlutskipti þeirra hér á Íslandi, m.a. með greinum á Vísi.is. Til þess að Rauði krossinn á Íslandi geti stutt við þessa hópa þarf hann líka á stuðningi að halda. Ég leyfi mér að fullyrða að engin er betur undir það búin að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, koma nauðstöddum til bjargar, styrkja innviði og aðstoða stjórnvöld á því sviði en alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Þess vegna biðla ég til ykkar, lesendur góðir, að gerast Mannvinir Rauða krossins. Með framlögum sínum koma Mannvinirnir tugþúsundum nauðstaddra til hjálpar og aðstoðar með ábyrgum hætti á ári hverju. Á sama hátt og vel þjálfaðir sjálfboðaliðar bera starfið uppi hér heima gera sjálfboðaliðar það sama um allan heim, fólk sem þekkir best til aðstæðna á sínu svæði og tryggir að rétt aðstoð sé veitt réttu fólki á réttum stað og á réttum tíma. Í þessu liggur sérstaða Rauða krossins. Með ykkar hjálp byggjum við betra og öruggara samfélag fyrir alla. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kristín S. Hjálmtýsdóttir Berskjaldaðir hópar: Ritröð Rauða krossins Tengdar fréttir Geðheilsan skiptir líka máli Rauði krossinn hefur nokkrar áhyggjur af þeim sem glíma við andlega erfiðleika á tímum sem þessum. 31. mars 2020 08:00 Geðheilsan skiptir líka máli Rauði krossinn hefur nokkrar áhyggjur af þeim sem glíma við andlega erfiðleika á tímum sem þessum. 31. mars 2020 08:00 Hver eru áhrif Covid-19 á konur? Áhrif Covid-19 faraldurins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. 30. mars 2020 14:00 Einmanaleiki: Hinn faldi faraldur Manneskjan er að eðlisfari félagsvera og má segja að það sé hluti af grunnþörfum mannsins að fá félagsskap. Við höfum flest upplifað einmanaleika einhvern tímann á lífsleiðinni. 30. mars 2020 08:00 Einangrunin eykst dag frá degi og einmanaleikinn svíður Fjölmargir einstaklingar sitja í fangelsi á Íslandi og á óvissutímum líkt og nú er hætt við að þeir gleymist. Í miklum óstöðuleika upplifir þessi hópur óöryggi og aukna streitu, líkt og flestir aðrir. 27. mars 2020 09:00 Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00 Mikilvægi tengsla og trausts Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. 26. mars 2020 09:00 Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Á erfiðum tímum er mikilvægt að styðja sig við ættingja, vini og vinnufélaga, en þetta á aðeins við um þá sem eiga slíkt tengslanet. Fjöldi fólks býr ekki svo vel, á ekki fjölskyldu og situr eitt, hrætt og einmana – jafnvel á stofnun, í fangelsi eða í ótryggu húsnæði og jafnvel á á götunni. Fólk sem alla jafna treystir á félagslegan stuðning við daglega rútínu, t.d. félagsstarf fyrir eldri borgara eða dvöl í Vin, geðathvarfi Rauða krossins. Þetta geta verið börn eða fullorðnir, fatlað fólk, fátækt fólk, veikt fólk, fólk allsstaðar að, úr sveit eða borg og fólk utan úr heimi sem hingað hefur komið í leit að betra lífi. Þetta fólk á það sameiginlegt að vera meðal skjólstæðinga Rauða krossins og í þessum hópi eru fleiri en margan grunar. Nótt sem nýtan dag Á síðustu vikum hefur samtölum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 fjölgað gríðarlega. Sjálfboðaliðar sitja við símann eða netspjallið á 1717.is nótt og dag og svara fólki sem óttast um hlutskipti sitt. Á venjulegu ári svarar Rauði krossinn um 15.000 samtölum í 1717, en í síðustu viku voru erindin 3.500. Það sem af eru ári eru eru samtölin orðin 8.500. Sjálfboðaliðar sem fengið hafa stranga þjálfun sjá um að svara erindum fólks sem oft sér ekki fram úr þeim vanda sem það býr við. Þeir eru ómetanleg auðlind fyrir Rauða krossinn og í reynd fyrir þjóðina alla. Það er mjög gleðilegt að fylgjast með þeirri samkennd sem myndast hefur í samfélaginu að undanförnu. Fólk er boðið og búið að leggja náunganum lið, grannar hjálpast að, vinnufélagar leita hver til annars, gamlir vinir styðja hver við annan og fjölskyldur þjappa sér saman. Um leið og þetta gerist þá vitum við líka - því miður - að því lengur sem samkomubann varir, því lengri sem einangrun varir, því fleiri sem missa vinnuna, því óeðlilegra sem ástandið verður, því erfiðari verður staða þeirra sem minnstar hafa varnirnar. Rauði krossinn á Íslandi hvetur alla til að huga að því fólki sem þarf á hjálp að halda. Náungakærleikurinn mikilvægur Við státum okkur stundum af því að vera rík þjóð og nú sést að innviðir okkar eru býsna sterkir og kerfin okkar virkar vel. Ríkidæmi skiptir þó engu ef einungis sumir fá kerfanna notið. Vonandi tekst okkur í sameiningu að vinna okkur fljótt og vel í gegnum þessa neyð með samtakamætti og skynsamlegri nálgun. Á sama tíma verður ekki hjá því komist að hugsa til þeirra samfélaga sem voru hvað veikust fyrir áður en veiran skaut upp kollinum. Fátækustu þjóðir heims, margar þeirra í Afríku, eiga því miður á hættu að samfélög þeirra veikist mjög, heilbrigðiskerfin ráði ekki við veiruna og að fjöldi fólks muni láta lífið. Þá er hætt við að fátækt aukist, átök haldi áfram og enn fleiri en áður neyðist til að flýja heimkynni sín. Það verður því ekki of oft á það minnt að náungakærleikurinn þarf að ná lengra en í næsta hús. Okkur ber ekki aðeins siðferðisleg skylda til að aðstoða þá sem búa við neyð, innanlands sem utan, heldur leggja okkar lóð á vogarskálar þeirra sem vinna að öruggari og betri heimi.. Það er því mikilvægt, jafnvel þó kreppi tímabundið að, að stjórnvöld horfi til framtíðar og skeri ekki niður framlög til mannúðar- og þróunaraðstoðar nú þegar þeirra er mest þörf.. Rauði krossinn þinn Rauði krossinn hugar sérstaklega að berskjölduðustu hópum í hverju samfélagi og undanfarna daga höfum við beint sjónum almennings að hlutskipti þeirra hér á Íslandi, m.a. með greinum á Vísi.is. Til þess að Rauði krossinn á Íslandi geti stutt við þessa hópa þarf hann líka á stuðningi að halda. Ég leyfi mér að fullyrða að engin er betur undir það búin að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, koma nauðstöddum til bjargar, styrkja innviði og aðstoða stjórnvöld á því sviði en alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Þess vegna biðla ég til ykkar, lesendur góðir, að gerast Mannvinir Rauða krossins. Með framlögum sínum koma Mannvinirnir tugþúsundum nauðstaddra til hjálpar og aðstoðar með ábyrgum hætti á ári hverju. Á sama hátt og vel þjálfaðir sjálfboðaliðar bera starfið uppi hér heima gera sjálfboðaliðar það sama um allan heim, fólk sem þekkir best til aðstæðna á sínu svæði og tryggir að rétt aðstoð sé veitt réttu fólki á réttum stað og á réttum tíma. Í þessu liggur sérstaða Rauða krossins. Með ykkar hjálp byggjum við betra og öruggara samfélag fyrir alla. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Geðheilsan skiptir líka máli Rauði krossinn hefur nokkrar áhyggjur af þeim sem glíma við andlega erfiðleika á tímum sem þessum. 31. mars 2020 08:00
Geðheilsan skiptir líka máli Rauði krossinn hefur nokkrar áhyggjur af þeim sem glíma við andlega erfiðleika á tímum sem þessum. 31. mars 2020 08:00
Hver eru áhrif Covid-19 á konur? Áhrif Covid-19 faraldurins á heimsbyggðina eru auðséð. Hins vegar eru sértæk áhrif á konur ekki eins sýnileg. 30. mars 2020 14:00
Einmanaleiki: Hinn faldi faraldur Manneskjan er að eðlisfari félagsvera og má segja að það sé hluti af grunnþörfum mannsins að fá félagsskap. Við höfum flest upplifað einmanaleika einhvern tímann á lífsleiðinni. 30. mars 2020 08:00
Einangrunin eykst dag frá degi og einmanaleikinn svíður Fjölmargir einstaklingar sitja í fangelsi á Íslandi og á óvissutímum líkt og nú er hætt við að þeir gleymist. Í miklum óstöðuleika upplifir þessi hópur óöryggi og aukna streitu, líkt og flestir aðrir. 27. mars 2020 09:00
Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00
Mikilvægi tengsla og trausts Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. 26. mars 2020 09:00
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun