Skiluðu tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi ferðatakmarkanir Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2020 12:02 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra Lögreglan Vinnuhópur ríkislögreglustjóra hefur skilað af sér tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi takmarkanir á ferðalögum hingað til lands vegna kórónuveirunnar. Endanleg útfærsla mun liggja fyrir í vikunni. Vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum til nokkurra ráðuneyta, þar á meðal dómsmála- og heilbrigðisráðuneytanna. Tillögurnar lúta að því hvað væri heimilt að gera og hvað þyrft að gera ef það ætti að auka takmarkanir á landamærunum. „Grunnhugmyndin er sú að vera með þetta í sífelldri endurskoðun. Taka ákvarðanir til skamms til að sjá hvernig málin þróast annars staðar. Fyrsta dagsetningin sem er þar er um miðjan maí. En það er lögð áhersla á það í þessu að þetta séu aðgerðir sem sé auðvelt að breyta aftur. Ef ástandið breytist með þeim hætti að menn telja að það þurfi að gera það, þá verður það lítið mál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Einstaka aðilar hafa komið hingað til lands undanfarið vegna vinnu og þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Íslensk stjórnvöld innleiddu ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Þær takmarkanir ná til einstaklinga sem koma frá löndum sem tilheyra ekki Schengen-samstarfinu. Ein af hugmyndunum sem vinnuhópur ríkislögreglustjóra skoðaði útfærslu á er að setja landamæravörslu á Íslandi gagnvart innri landamærunum. Það þýðir að takmarkanirnar myndu einnig ná til ferðamanna frá Schengen-ríkjum. „Ef við ætluðum að setja upp einhverjar takmarkanir þá eru okkar innri landamæri innan Schengen. Þá er það tilkynningarskylt enda þarf að fara yfir lagatæknileg atriði svo það megi,“ segir Víðir. „Landamæravarslan gengur væntanlega út á það að tryggja að þær ráðstafanir sem eru gerðar, eins og sóttkvíarráðstafanir, að fólk hafi þá gengið frá því að það sé með aðstöðu til að fara í sóttkví sem uppfyllir sem eru um sóttkví á Íslandi í þessar tvær vikur sem krafan er um,“ segir Víðir Reynisson. Sóttvarnalæknir mun einnig leggja fram sína tillögu til ráðherra um hvað hann telur að eigi að gera varðandi ferðatakmarkanir. Svo er það ráðuneytanna að koma með endanlega útfærslu á hvaða takmarkanir verða í gildi varðandi ferðalög hingað til lands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Vinnuhópur ríkislögreglustjóra hefur skilað af sér tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi takmarkanir á ferðalögum hingað til lands vegna kórónuveirunnar. Endanleg útfærsla mun liggja fyrir í vikunni. Vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum til nokkurra ráðuneyta, þar á meðal dómsmála- og heilbrigðisráðuneytanna. Tillögurnar lúta að því hvað væri heimilt að gera og hvað þyrft að gera ef það ætti að auka takmarkanir á landamærunum. „Grunnhugmyndin er sú að vera með þetta í sífelldri endurskoðun. Taka ákvarðanir til skamms til að sjá hvernig málin þróast annars staðar. Fyrsta dagsetningin sem er þar er um miðjan maí. En það er lögð áhersla á það í þessu að þetta séu aðgerðir sem sé auðvelt að breyta aftur. Ef ástandið breytist með þeim hætti að menn telja að það þurfi að gera það, þá verður það lítið mál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Einstaka aðilar hafa komið hingað til lands undanfarið vegna vinnu og þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Íslensk stjórnvöld innleiddu ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Þær takmarkanir ná til einstaklinga sem koma frá löndum sem tilheyra ekki Schengen-samstarfinu. Ein af hugmyndunum sem vinnuhópur ríkislögreglustjóra skoðaði útfærslu á er að setja landamæravörslu á Íslandi gagnvart innri landamærunum. Það þýðir að takmarkanirnar myndu einnig ná til ferðamanna frá Schengen-ríkjum. „Ef við ætluðum að setja upp einhverjar takmarkanir þá eru okkar innri landamæri innan Schengen. Þá er það tilkynningarskylt enda þarf að fara yfir lagatæknileg atriði svo það megi,“ segir Víðir. „Landamæravarslan gengur væntanlega út á það að tryggja að þær ráðstafanir sem eru gerðar, eins og sóttkvíarráðstafanir, að fólk hafi þá gengið frá því að það sé með aðstöðu til að fara í sóttkví sem uppfyllir sem eru um sóttkví á Íslandi í þessar tvær vikur sem krafan er um,“ segir Víðir Reynisson. Sóttvarnalæknir mun einnig leggja fram sína tillögu til ráðherra um hvað hann telur að eigi að gera varðandi ferðatakmarkanir. Svo er það ráðuneytanna að koma með endanlega útfærslu á hvaða takmarkanir verða í gildi varðandi ferðalög hingað til lands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira