Látum tíu þúsund blóm blómstra Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. apríl 2020 08:30 Það er margt sem maður lærir við það að takast á við heimsfaraldur. Fáa hefði líklega getað órað fyrir því hvað hliðarverkanir sóttvarnaraðgerða geta verið miklar og teygt sig inn á mörg svið tilverunnar. Ef einhver hefði sagt mér í byrjun árs að um páska yrði beinlínis bannað að fara í klippingu hefði ég átt bágt með að trúa því. Slíkar ráðstafanir hafa þó reynst nauðsynlegur þáttur í því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Þannig þurfti fjöldi lítilla fyrirtækja að loka dyrum sínum í apríl með því algjöra tekjutapi sem því fylgir. Mörg fyrirtæki sem þurftu að skella í lás eru lítil fyrirtæki á borð við hárgreiðslu-, nudd og snyrtistofur. Lítil fyrirtæki eru líklegri en þau stóru til að vera í rekstri og eigu kvenna. Þetta eru fyrirtæki sem höfðu ekki val um að halda sínu striki heldur var beinlínis gert að loka í þágu sóttvarna. Þess vegna var bæði mikilvægt og gleðilegt að aðgerðir sérstaklega í þágu þessara fyrirtækja voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirtæki sem skikkuð voru til lokunar og orðið hafa fyrir minnst 75% tekjutapi munu fá sérstakan styrk. Þessi fyrirtæki, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu hafa orðið fyrir miklu búsifjum og er brýnt að styðja þau á erfiðum tímum. Önnur fyrirtæki, sem eru í lægð en hafa þó ekki beinlíns þurft að loka, munu einnig fá stuðning í formi stuðningslána, en áætlað er að átta til tíu þúsund íslensk fyrirtæki uppfylla skilyrði um þau. Um er að ræða hagstæð lán, á meginvöxtum Seðlabankans (1,75%) sem eru nokkrum skilyrðum háð, svo sem að tekjur á 60 daga tímabili árið 2020 hafi verið minnst 40% lægra en á sama tímabili í fyrra. Með þessum og öðrum aðgerðum sem gripið hefur verið til á sviði efnahagsmála, til þess að bregðast við efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins er verið að standa vörð um fólkið í landinu og afkomu þess. Með styrkjum og hagstæðum lánum er verið að standa vörð um gríðarlega fjölda starfa og styðja þannig við að í samfélaginu verði áfram fjölbreytt mannlíf og atvinnustarfsemi. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem maður lærir við það að takast á við heimsfaraldur. Fáa hefði líklega getað órað fyrir því hvað hliðarverkanir sóttvarnaraðgerða geta verið miklar og teygt sig inn á mörg svið tilverunnar. Ef einhver hefði sagt mér í byrjun árs að um páska yrði beinlínis bannað að fara í klippingu hefði ég átt bágt með að trúa því. Slíkar ráðstafanir hafa þó reynst nauðsynlegur þáttur í því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Þannig þurfti fjöldi lítilla fyrirtækja að loka dyrum sínum í apríl með því algjöra tekjutapi sem því fylgir. Mörg fyrirtæki sem þurftu að skella í lás eru lítil fyrirtæki á borð við hárgreiðslu-, nudd og snyrtistofur. Lítil fyrirtæki eru líklegri en þau stóru til að vera í rekstri og eigu kvenna. Þetta eru fyrirtæki sem höfðu ekki val um að halda sínu striki heldur var beinlínis gert að loka í þágu sóttvarna. Þess vegna var bæði mikilvægt og gleðilegt að aðgerðir sérstaklega í þágu þessara fyrirtækja voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirtæki sem skikkuð voru til lokunar og orðið hafa fyrir minnst 75% tekjutapi munu fá sérstakan styrk. Þessi fyrirtæki, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu hafa orðið fyrir miklu búsifjum og er brýnt að styðja þau á erfiðum tímum. Önnur fyrirtæki, sem eru í lægð en hafa þó ekki beinlíns þurft að loka, munu einnig fá stuðning í formi stuðningslána, en áætlað er að átta til tíu þúsund íslensk fyrirtæki uppfylla skilyrði um þau. Um er að ræða hagstæð lán, á meginvöxtum Seðlabankans (1,75%) sem eru nokkrum skilyrðum háð, svo sem að tekjur á 60 daga tímabili árið 2020 hafi verið minnst 40% lægra en á sama tímabili í fyrra. Með þessum og öðrum aðgerðum sem gripið hefur verið til á sviði efnahagsmála, til þess að bregðast við efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins er verið að standa vörð um fólkið í landinu og afkomu þess. Með styrkjum og hagstæðum lánum er verið að standa vörð um gríðarlega fjölda starfa og styðja þannig við að í samfélaginu verði áfram fjölbreytt mannlíf og atvinnustarfsemi. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar