Þingmaður VG lýsir vonbrigðum með viðbrögð ASÍ: „Er launafólk ekki fólk?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð ASÍ og sumra úr stjórnarandstöðunni við þeim aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum valdi sér vonbrigðum. Hann segir að aðgerðirnar snúist að sjálfsögðu fyrst og fremst um fólk og ekki þurfi annað en að lesa sig í gegnum allar aðgerðir ríkisstjórnirnar til þess að sjá það. ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðgerðanna og sagði þar að fyrirtæki myndu geta sótt sér fé í vasa almennings eftir óljósum leikreglum. Væri þetta óháð því hvort fyrirtækin virtu kjarasamninga eða viðhéldu störfum. Sagði í yfirlýsingunni að það væri lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins að verja tekjur fólks og að aðgerðirnar ættu að snúast um fólk en ekki fjármagn. Langstærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fari beint inn á reikninga launafólks Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Kolbeinn að vegna þessara viðbragða sé rétt að fara yfir staðreyndir varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann nefnir fyrst að langstærstur hluti útgjalda úr ríkissjóði hafi farið beint inn á reikninga launafólks og spyr hvort að launafólk sé ekki fólk. „Fyrirtæki sem var gert að loka starfsemi sinni fá allt að 800 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann, en 2,4 m.kr. að hámarki. Er starfsfólk þeirra 14 þúsund fyrirtækja ekki fólk? 600 milljónum er veitt í frístundastyrki til barna. Eru börn ekki fólk? 200 milljónir fara í stuðning til Barnahúss, Hjálparsíma Rauða krossins og félagasamtaka sem sinna ráðgjöf. Eru skjólstæðingar þeirra ekki fólk? Einyrkjar sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli geta fengið lán upp á 6 milljónir króna með 100% ríkisábyrgð. Eru einyrkjar ekki fólk? 1,5 milljarður króna fer í að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og lagfæra byggingar. Er fatlað fólk ekki fólk? 500 milljónir króna vara í matvælasjóð. Er matur ekki fyrir fólk? Listamannalaun verða aukin um 250 milljónir króna og þeim fjölgað sem fá þau. Eru listamenn ekki fólk? Einn milljarður fer í launaauka til heilbrigðisstarfsfólk sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni gegn veirunni. Er heilbrigðisstarfsfólk ekki fólk? 2,2 milljarðar króna fara í sérstakt átak til að fjölga störfum fyrir námsmenn, allt að 3000 störf, og 800 milljónir í sumarnám. Eru námsmenn ekki fólk? 500 milljónir fara í að bæta þjónustu við fólk með geðræn vandamál. Er það ekki fólk? Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir um 350 milljónir króna. Er starfsfólk þeirra ekki fólk? Þessi viðbrögð valda miklum vonbrigðum. Auðvitað snúast viðbrögð ríkisstjórnar undir foyrstu Katrínar Jakobsdóttur fyrst og fremst um fólk. Það þarf ekki annað en að lesa sig í gegnum allar þær aðgerðir sem stjórnin hefur gripið til, til að sjá að þannig er það,“ segir í færslu Kolbeins sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð ASÍ og sumra úr stjórnarandstöðunni við þeim aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum valdi sér vonbrigðum. Hann segir að aðgerðirnar snúist að sjálfsögðu fyrst og fremst um fólk og ekki þurfi annað en að lesa sig í gegnum allar aðgerðir ríkisstjórnirnar til þess að sjá það. ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðgerðanna og sagði þar að fyrirtæki myndu geta sótt sér fé í vasa almennings eftir óljósum leikreglum. Væri þetta óháð því hvort fyrirtækin virtu kjarasamninga eða viðhéldu störfum. Sagði í yfirlýsingunni að það væri lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins að verja tekjur fólks og að aðgerðirnar ættu að snúast um fólk en ekki fjármagn. Langstærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fari beint inn á reikninga launafólks Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Kolbeinn að vegna þessara viðbragða sé rétt að fara yfir staðreyndir varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann nefnir fyrst að langstærstur hluti útgjalda úr ríkissjóði hafi farið beint inn á reikninga launafólks og spyr hvort að launafólk sé ekki fólk. „Fyrirtæki sem var gert að loka starfsemi sinni fá allt að 800 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann, en 2,4 m.kr. að hámarki. Er starfsfólk þeirra 14 þúsund fyrirtækja ekki fólk? 600 milljónum er veitt í frístundastyrki til barna. Eru börn ekki fólk? 200 milljónir fara í stuðning til Barnahúss, Hjálparsíma Rauða krossins og félagasamtaka sem sinna ráðgjöf. Eru skjólstæðingar þeirra ekki fólk? Einyrkjar sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli geta fengið lán upp á 6 milljónir króna með 100% ríkisábyrgð. Eru einyrkjar ekki fólk? 1,5 milljarður króna fer í að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og lagfæra byggingar. Er fatlað fólk ekki fólk? 500 milljónir króna vara í matvælasjóð. Er matur ekki fyrir fólk? Listamannalaun verða aukin um 250 milljónir króna og þeim fjölgað sem fá þau. Eru listamenn ekki fólk? Einn milljarður fer í launaauka til heilbrigðisstarfsfólk sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni gegn veirunni. Er heilbrigðisstarfsfólk ekki fólk? 2,2 milljarðar króna fara í sérstakt átak til að fjölga störfum fyrir námsmenn, allt að 3000 störf, og 800 milljónir í sumarnám. Eru námsmenn ekki fólk? 500 milljónir fara í að bæta þjónustu við fólk með geðræn vandamál. Er það ekki fólk? Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir um 350 milljónir króna. Er starfsfólk þeirra ekki fólk? Þessi viðbrögð valda miklum vonbrigðum. Auðvitað snúast viðbrögð ríkisstjórnar undir foyrstu Katrínar Jakobsdóttur fyrst og fremst um fólk. Það þarf ekki annað en að lesa sig í gegnum allar þær aðgerðir sem stjórnin hefur gripið til, til að sjá að þannig er það,“ segir í færslu Kolbeins sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira