Þingmaður VG lýsir vonbrigðum með viðbrögð ASÍ: „Er launafólk ekki fólk?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð ASÍ og sumra úr stjórnarandstöðunni við þeim aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum valdi sér vonbrigðum. Hann segir að aðgerðirnar snúist að sjálfsögðu fyrst og fremst um fólk og ekki þurfi annað en að lesa sig í gegnum allar aðgerðir ríkisstjórnirnar til þess að sjá það. ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðgerðanna og sagði þar að fyrirtæki myndu geta sótt sér fé í vasa almennings eftir óljósum leikreglum. Væri þetta óháð því hvort fyrirtækin virtu kjarasamninga eða viðhéldu störfum. Sagði í yfirlýsingunni að það væri lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins að verja tekjur fólks og að aðgerðirnar ættu að snúast um fólk en ekki fjármagn. Langstærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fari beint inn á reikninga launafólks Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Kolbeinn að vegna þessara viðbragða sé rétt að fara yfir staðreyndir varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann nefnir fyrst að langstærstur hluti útgjalda úr ríkissjóði hafi farið beint inn á reikninga launafólks og spyr hvort að launafólk sé ekki fólk. „Fyrirtæki sem var gert að loka starfsemi sinni fá allt að 800 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann, en 2,4 m.kr. að hámarki. Er starfsfólk þeirra 14 þúsund fyrirtækja ekki fólk? 600 milljónum er veitt í frístundastyrki til barna. Eru börn ekki fólk? 200 milljónir fara í stuðning til Barnahúss, Hjálparsíma Rauða krossins og félagasamtaka sem sinna ráðgjöf. Eru skjólstæðingar þeirra ekki fólk? Einyrkjar sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli geta fengið lán upp á 6 milljónir króna með 100% ríkisábyrgð. Eru einyrkjar ekki fólk? 1,5 milljarður króna fer í að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og lagfæra byggingar. Er fatlað fólk ekki fólk? 500 milljónir króna vara í matvælasjóð. Er matur ekki fyrir fólk? Listamannalaun verða aukin um 250 milljónir króna og þeim fjölgað sem fá þau. Eru listamenn ekki fólk? Einn milljarður fer í launaauka til heilbrigðisstarfsfólk sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni gegn veirunni. Er heilbrigðisstarfsfólk ekki fólk? 2,2 milljarðar króna fara í sérstakt átak til að fjölga störfum fyrir námsmenn, allt að 3000 störf, og 800 milljónir í sumarnám. Eru námsmenn ekki fólk? 500 milljónir fara í að bæta þjónustu við fólk með geðræn vandamál. Er það ekki fólk? Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir um 350 milljónir króna. Er starfsfólk þeirra ekki fólk? Þessi viðbrögð valda miklum vonbrigðum. Auðvitað snúast viðbrögð ríkisstjórnar undir foyrstu Katrínar Jakobsdóttur fyrst og fremst um fólk. Það þarf ekki annað en að lesa sig í gegnum allar þær aðgerðir sem stjórnin hefur gripið til, til að sjá að þannig er það,“ segir í færslu Kolbeins sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð ASÍ og sumra úr stjórnarandstöðunni við þeim aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum valdi sér vonbrigðum. Hann segir að aðgerðirnar snúist að sjálfsögðu fyrst og fremst um fólk og ekki þurfi annað en að lesa sig í gegnum allar aðgerðir ríkisstjórnirnar til þess að sjá það. ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðgerðanna og sagði þar að fyrirtæki myndu geta sótt sér fé í vasa almennings eftir óljósum leikreglum. Væri þetta óháð því hvort fyrirtækin virtu kjarasamninga eða viðhéldu störfum. Sagði í yfirlýsingunni að það væri lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins að verja tekjur fólks og að aðgerðirnar ættu að snúast um fólk en ekki fjármagn. Langstærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fari beint inn á reikninga launafólks Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Kolbeinn að vegna þessara viðbragða sé rétt að fara yfir staðreyndir varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann nefnir fyrst að langstærstur hluti útgjalda úr ríkissjóði hafi farið beint inn á reikninga launafólks og spyr hvort að launafólk sé ekki fólk. „Fyrirtæki sem var gert að loka starfsemi sinni fá allt að 800 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann, en 2,4 m.kr. að hámarki. Er starfsfólk þeirra 14 þúsund fyrirtækja ekki fólk? 600 milljónum er veitt í frístundastyrki til barna. Eru börn ekki fólk? 200 milljónir fara í stuðning til Barnahúss, Hjálparsíma Rauða krossins og félagasamtaka sem sinna ráðgjöf. Eru skjólstæðingar þeirra ekki fólk? Einyrkjar sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli geta fengið lán upp á 6 milljónir króna með 100% ríkisábyrgð. Eru einyrkjar ekki fólk? 1,5 milljarður króna fer í að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og lagfæra byggingar. Er fatlað fólk ekki fólk? 500 milljónir króna vara í matvælasjóð. Er matur ekki fyrir fólk? Listamannalaun verða aukin um 250 milljónir króna og þeim fjölgað sem fá þau. Eru listamenn ekki fólk? Einn milljarður fer í launaauka til heilbrigðisstarfsfólk sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni gegn veirunni. Er heilbrigðisstarfsfólk ekki fólk? 2,2 milljarðar króna fara í sérstakt átak til að fjölga störfum fyrir námsmenn, allt að 3000 störf, og 800 milljónir í sumarnám. Eru námsmenn ekki fólk? 500 milljónir fara í að bæta þjónustu við fólk með geðræn vandamál. Er það ekki fólk? Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir um 350 milljónir króna. Er starfsfólk þeirra ekki fólk? Þessi viðbrögð valda miklum vonbrigðum. Auðvitað snúast viðbrögð ríkisstjórnar undir foyrstu Katrínar Jakobsdóttur fyrst og fremst um fólk. Það þarf ekki annað en að lesa sig í gegnum allar þær aðgerðir sem stjórnin hefur gripið til, til að sjá að þannig er það,“ segir í færslu Kolbeins sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira