Hugsum í lausnum Almar Þ. Möller og Ragnar H. Hall skrifa 23. apríl 2020 21:00 Úrræði stjórnvalda vegna COVID 19 faraldursins hingað til nægja auðsjáanlega ekki fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Með markvissum aðgerðum og á grundvelli reglna sem þegar er að finna í lögum mætti afstýra miklum vanda hjá mjög mörgum þeirra. Álitamálið lýtur að því hvort atvinnurekendur geti losnað undan skyldu til þess að greiða laun ef starfsemi þeirra hefur fallið niður eða verið takmörkuð vegna aðgerða sem gripið hefur verið til vegna faraldursins. Í því sambandi er nærtækt að líta til laga um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla nr. 19/1979. Ákvæði 1. mgr. 3. gr. laganna er svohljóðandi: „Nú fellur niður atvinna hjá atvinnurekanda, svo sem vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, upp- og útskipunarvinna er ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu, fyrirtæki verður fyrir ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skipstapa, og verður atvinnurekanda þá eigi gert að greiða bætur til launþega sinna, þó að vinna þeirra nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði, enda missa launþegar þá eigi uppsagnarrétt sinn meðan slíkt ástand varir.“ Atvinnurekandi getur við þessi skilyrði tekið starfsmann af launaskrá en ráðningarsamningurinn heldur gildi sínu. Skylda atvinnurekandans til að greiða laun fellur niður en á móti fellur niður skylda starfsmannsins til að inna af hendi vinnu sína. Í dómi Hæstaréttar í dómasafni 1985, bls. 30, var komist að þeirri niðurstöðu að fiskvinnslustöð hefði verið heimilt að taka starfsmann af launaskrá þar sem vinnslustöðvun hjá fyrirtækinu var fyrirsjáanleg. Í dóminum var vísað til þess að ekki hefði verið rekstrargrundvöllur hjá fiskvinnslustöðinni „einungis með afla eigin togara“ og stöðin var ekki talin hafa getað útvegað sér afla annars staðar frá „enda hafði verið um svo langvarandi taprekstur að ræða að fyrirtækið var í peningaþrotum og lánafyrirgreiðsla stöðvuð.“ Hæstiréttur vísaði til þess að ákvæði 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979 væri „m.a. ætlað að taka tillit til þess óstöðugleika, sem oft er í íslenskum sjávarútvegi og atvinnurekendur sjálfir fá ekki við ráðið.“ Í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979 eru tiltekin í dæmaskyni þrjú mismunandi tilvik sem heimila atvinnurekanda að taka starfsmann af launaskrá ef atvinna fellur niður. Orðalag ákvæðisins felur jafnframt í sér að atvinnurekanda sé heimilt að greiða laun að hluta þar sem segir að ekki sé skylt að greiða bætur „þó að vinna [starfsmanns] nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði“. Auðvitað verður starfsmanni ekki gert að vinna fulla vinnu gegn einungis hluta af laununum heldur hlutfallast vinnuskyldan í samræmi við launin. Tilvikin, sem eru tekin upp í lagaákvæðið, eru þessi: „Fiskiðjuver“ geta tekið starfsmann af launaskrá „vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi“, Sé „upp- og útskipunarvinna ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu“, Ef fyrirtæki verður fyrir „ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skipstapa“. Upptalningin í ákvæðinu (bruni eða skipstapi) er ekki tæmandi talin heldur aðeins leiðbeinandi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru augljóslega í sömu stöðu og lýst er að framan. Lokað er fyrir fólksflutninga til landsins. Kaldranalegt sem það hljómar eru ferðamenn „hráefni“ ferðaþjónustufyrirtækja. Svo lengi sem flugsamgöngur liggja niðri er ljóst að hráefnið verður ekki fyrir hendi. Flugsamgöngur eru meginforsenda farþegaflutninga á milli landa á sama hátt og skipakomur eru forsenda „upp- og útskipunarvinnu“ hjá skipaafgreiðslu. Loks hefur atvinna fallið niður vegna samkomubannsins og fyrirtæki hafa af þeim sökum orðið fyrir „ófyrirsjáanlegu áfalli“. Í lögskýringargögnum að baki nefndri löggjöf kemur skýrt fram að markmiðið með reglunni hafi verið að koma í veg fyrir ástæðulausar uppsagnir þegar atvinna fellur niður tímabundið vegna ytri aðstæðna sem atvinnurekendur fá ekki við ráðið. Skapist sú staða geta atvinnurekendur fellt niður launagreiðslur. Orðalag ákvæðisins ber með sér að tilvikin sem undir það geta fallið eru ekki tæmandi talin. Unnt er að að fella fyrirtæki í ferðaþjónustu undir þær skilgreiningar sem lög nr. 19/1979 taka til, enda eru lögin ekki bundin við sjávarútveginn. Rétt er að benda á að í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1979 segir að starfsmenn haldi hagstæðari réttindum sem eru veitt með sérstökum lögum, samningum eða samkvæmt venju í einstökum starfsgreinum. Atvinnurekendur sem hyggjast nýta sér þessa heimild yrðu því að skoða ráðningarsamning viðkomandi og kjarasamning sem um hann gildir. Þessi leið mun ekki ein leysa vanda fyrirtækja sem hafa misst allar tekjur og bera fleiri skuldbindingar en einungis launagreiðslur. Þetta væri þó mjög stórt skref í áttina fyrir mörg þeirra og gæti tryggt tilveru þeirra þegar aðstæður komast í eðlilegt horf, eftir atvikum með öðrum úrræðum samhliða, eins og formlegri greiðslustöðvun skv. ákvæðum laga nr. 21/1991, eða samkomulagi við kröfuhafa. Þá er afar mikilvægt að halda ráðningarsambandi við starfsmenn þannig að ekki komi til greiðslu launa í uppsagnarfresti og ráðningarsambandið haldist. Löggjafinn verður að taka sérstaklega á málum þeirra sem verða fyrir launamissi vegna þessa. Lög um atvinnuleysistryggingar í núverandi mynd virðast ekki tryggja rétt til atvinnuleysisbóta til þeirra sem í þessu lentu. Úr því þyrfti að bæta og það stenst illa gagnvart jafnræðissjónarmiðum að það hvaða vinnu menn hafi stundað ráði rétti manna til bóta sem að öðru leyti eru eins settir. Loks er rétt að taka fram að þótt úrræðið ætti að geta nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu felur það ekki í sér að verið sé að færa þeim hagnað. Fyrirtæki sem verður af öllum tekjum, eins og raunin er með mörg ferðaþjónustufyrirtæki, á örugglega fullt í fangi með að halda sér á floti, jafnvel þótt það losni við launakostnað meðan engar eru tekjurnar. Vonandi myndi það nægja einhverjum, sem ella færu í þrot, og verða öllum til heilla þegar sigrast hefur verið á veirunni. Almar Þ. Möller, lögmaður. Ragnar H. Hall, lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Úrræði stjórnvalda vegna COVID 19 faraldursins hingað til nægja auðsjáanlega ekki fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Með markvissum aðgerðum og á grundvelli reglna sem þegar er að finna í lögum mætti afstýra miklum vanda hjá mjög mörgum þeirra. Álitamálið lýtur að því hvort atvinnurekendur geti losnað undan skyldu til þess að greiða laun ef starfsemi þeirra hefur fallið niður eða verið takmörkuð vegna aðgerða sem gripið hefur verið til vegna faraldursins. Í því sambandi er nærtækt að líta til laga um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla nr. 19/1979. Ákvæði 1. mgr. 3. gr. laganna er svohljóðandi: „Nú fellur niður atvinna hjá atvinnurekanda, svo sem vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, upp- og útskipunarvinna er ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu, fyrirtæki verður fyrir ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skipstapa, og verður atvinnurekanda þá eigi gert að greiða bætur til launþega sinna, þó að vinna þeirra nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði, enda missa launþegar þá eigi uppsagnarrétt sinn meðan slíkt ástand varir.“ Atvinnurekandi getur við þessi skilyrði tekið starfsmann af launaskrá en ráðningarsamningurinn heldur gildi sínu. Skylda atvinnurekandans til að greiða laun fellur niður en á móti fellur niður skylda starfsmannsins til að inna af hendi vinnu sína. Í dómi Hæstaréttar í dómasafni 1985, bls. 30, var komist að þeirri niðurstöðu að fiskvinnslustöð hefði verið heimilt að taka starfsmann af launaskrá þar sem vinnslustöðvun hjá fyrirtækinu var fyrirsjáanleg. Í dóminum var vísað til þess að ekki hefði verið rekstrargrundvöllur hjá fiskvinnslustöðinni „einungis með afla eigin togara“ og stöðin var ekki talin hafa getað útvegað sér afla annars staðar frá „enda hafði verið um svo langvarandi taprekstur að ræða að fyrirtækið var í peningaþrotum og lánafyrirgreiðsla stöðvuð.“ Hæstiréttur vísaði til þess að ákvæði 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979 væri „m.a. ætlað að taka tillit til þess óstöðugleika, sem oft er í íslenskum sjávarútvegi og atvinnurekendur sjálfir fá ekki við ráðið.“ Í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979 eru tiltekin í dæmaskyni þrjú mismunandi tilvik sem heimila atvinnurekanda að taka starfsmann af launaskrá ef atvinna fellur niður. Orðalag ákvæðisins felur jafnframt í sér að atvinnurekanda sé heimilt að greiða laun að hluta þar sem segir að ekki sé skylt að greiða bætur „þó að vinna [starfsmanns] nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði“. Auðvitað verður starfsmanni ekki gert að vinna fulla vinnu gegn einungis hluta af laununum heldur hlutfallast vinnuskyldan í samræmi við launin. Tilvikin, sem eru tekin upp í lagaákvæðið, eru þessi: „Fiskiðjuver“ geta tekið starfsmann af launaskrá „vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi“, Sé „upp- og útskipunarvinna ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu“, Ef fyrirtæki verður fyrir „ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skipstapa“. Upptalningin í ákvæðinu (bruni eða skipstapi) er ekki tæmandi talin heldur aðeins leiðbeinandi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru augljóslega í sömu stöðu og lýst er að framan. Lokað er fyrir fólksflutninga til landsins. Kaldranalegt sem það hljómar eru ferðamenn „hráefni“ ferðaþjónustufyrirtækja. Svo lengi sem flugsamgöngur liggja niðri er ljóst að hráefnið verður ekki fyrir hendi. Flugsamgöngur eru meginforsenda farþegaflutninga á milli landa á sama hátt og skipakomur eru forsenda „upp- og útskipunarvinnu“ hjá skipaafgreiðslu. Loks hefur atvinna fallið niður vegna samkomubannsins og fyrirtæki hafa af þeim sökum orðið fyrir „ófyrirsjáanlegu áfalli“. Í lögskýringargögnum að baki nefndri löggjöf kemur skýrt fram að markmiðið með reglunni hafi verið að koma í veg fyrir ástæðulausar uppsagnir þegar atvinna fellur niður tímabundið vegna ytri aðstæðna sem atvinnurekendur fá ekki við ráðið. Skapist sú staða geta atvinnurekendur fellt niður launagreiðslur. Orðalag ákvæðisins ber með sér að tilvikin sem undir það geta fallið eru ekki tæmandi talin. Unnt er að að fella fyrirtæki í ferðaþjónustu undir þær skilgreiningar sem lög nr. 19/1979 taka til, enda eru lögin ekki bundin við sjávarútveginn. Rétt er að benda á að í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1979 segir að starfsmenn haldi hagstæðari réttindum sem eru veitt með sérstökum lögum, samningum eða samkvæmt venju í einstökum starfsgreinum. Atvinnurekendur sem hyggjast nýta sér þessa heimild yrðu því að skoða ráðningarsamning viðkomandi og kjarasamning sem um hann gildir. Þessi leið mun ekki ein leysa vanda fyrirtækja sem hafa misst allar tekjur og bera fleiri skuldbindingar en einungis launagreiðslur. Þetta væri þó mjög stórt skref í áttina fyrir mörg þeirra og gæti tryggt tilveru þeirra þegar aðstæður komast í eðlilegt horf, eftir atvikum með öðrum úrræðum samhliða, eins og formlegri greiðslustöðvun skv. ákvæðum laga nr. 21/1991, eða samkomulagi við kröfuhafa. Þá er afar mikilvægt að halda ráðningarsambandi við starfsmenn þannig að ekki komi til greiðslu launa í uppsagnarfresti og ráðningarsambandið haldist. Löggjafinn verður að taka sérstaklega á málum þeirra sem verða fyrir launamissi vegna þessa. Lög um atvinnuleysistryggingar í núverandi mynd virðast ekki tryggja rétt til atvinnuleysisbóta til þeirra sem í þessu lentu. Úr því þyrfti að bæta og það stenst illa gagnvart jafnræðissjónarmiðum að það hvaða vinnu menn hafi stundað ráði rétti manna til bóta sem að öðru leyti eru eins settir. Loks er rétt að taka fram að þótt úrræðið ætti að geta nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu felur það ekki í sér að verið sé að færa þeim hagnað. Fyrirtæki sem verður af öllum tekjum, eins og raunin er með mörg ferðaþjónustufyrirtæki, á örugglega fullt í fangi með að halda sér á floti, jafnvel þótt það losni við launakostnað meðan engar eru tekjurnar. Vonandi myndi það nægja einhverjum, sem ella færu í þrot, og verða öllum til heilla þegar sigrast hefur verið á veirunni. Almar Þ. Möller, lögmaður. Ragnar H. Hall, lögmaður.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun