„Meiri líkur á að ég hætti“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 20:24 Jón Arnór Stefánsson er ríkjandi Íslandsmeistari með KR eftir að liðið vann titilinn sjötta árið í röð í fyrra. VÍSIR/DANÍEL „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Jón Arnór sagði vissulega leiðinlegt að hafa ekki fengið að fara í úrslitakeppnina með KR í vor og sagði að þrátt fyrir að gengi liðsins í Domino‘s-deildinni í vetur hefði mátt vera betra hefði hann talið liðið það líklegasta til að standa uppi sem Íslandsmeistari. Tímabilið var hins vegar flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og Jón hefur haft góðan tíma til að íhuga næstu skref. En er hann hættur? „Ég er ekki búinn að vera þannig séð undir feldi að spá neitt í þessu. Ég kom hérna inn og ætlaði ekki að gefa neitt út um að ég væri hættur. Ég var búinn að gefa út að þetta yrði mitt síðasta tímabil en það endar á þennan máta, sem er ekkert voðalega sexí,“ sagði Jón við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór gæti verið hættur „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt. Ég fer ekki í felur með það. Það eru meiri líkur á að ég setji þessa skó á hilluna og segi þetta gott. Nú er bara kominn tími á annað,“ sagði Jón. Aðspurður hvort eitthvað annað félag en KR kæmi til greina ef hann héldi áfram var svarið frekar skýrt; „Nei.“ Var aldrei á leiðinni í Val Jón sagði jafnframt ekkert hafa verið hæft í því að hann væri á leið til Vals í kjölfar vinar síns Pavels Ermolinskij í fyrra. Pavel hefði þó reynt sitt til að sannfæra sig um að koma á Hlíðarenda. Jón sagðist aðeins einu sinni hafa komist verulega nálægt því að fara í annað íslenskt félag en KR en hætt við. „Ég ræddi við einhver lið en eins og ég segi þá heldur maður í þann stað þar sem hjartað er, í KR.“ Jón Arnór hefur leikið samfleytt með KR frá haustinu 2016 þegar hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku, og hefur orðið Íslandsmeistari með liðinu þrisvar síðan þá. Alls hefur hann fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum með KR og bikarmeistaratitlinum einu sinni. Á löngum atvinnumannsferli sínum vann Jón Arnór meðal annars FIBA Evrópudeildina árið 2005 með Dynamo Saint Petersburg, og ítalska bikarinn með Carpisa Napoli árið 2006. Auk þess að spila í Rússlandi og á Ítalíu, sem og í Þýskalandi þar sem Jón hóf atvinnumannsferilinn árið 2002, lék hann í einni albestu landsdeild heims á Spáni á árunum 2009-2016 Jón Arnór, sem er 37 ára gamall, var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014. Hann hefur 12 sinnum verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins hér á landi. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst í fyrsta sinn á stórmót, á EM 2015, og fór einnig með liðinu á EM 2017. Jón var stigahæstur í 100. og jafnframt síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann Portúgal í febrúar í fyrra. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Jón Arnór sagði vissulega leiðinlegt að hafa ekki fengið að fara í úrslitakeppnina með KR í vor og sagði að þrátt fyrir að gengi liðsins í Domino‘s-deildinni í vetur hefði mátt vera betra hefði hann talið liðið það líklegasta til að standa uppi sem Íslandsmeistari. Tímabilið var hins vegar flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og Jón hefur haft góðan tíma til að íhuga næstu skref. En er hann hættur? „Ég er ekki búinn að vera þannig séð undir feldi að spá neitt í þessu. Ég kom hérna inn og ætlaði ekki að gefa neitt út um að ég væri hættur. Ég var búinn að gefa út að þetta yrði mitt síðasta tímabil en það endar á þennan máta, sem er ekkert voðalega sexí,“ sagði Jón við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór gæti verið hættur „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt. Ég fer ekki í felur með það. Það eru meiri líkur á að ég setji þessa skó á hilluna og segi þetta gott. Nú er bara kominn tími á annað,“ sagði Jón. Aðspurður hvort eitthvað annað félag en KR kæmi til greina ef hann héldi áfram var svarið frekar skýrt; „Nei.“ Var aldrei á leiðinni í Val Jón sagði jafnframt ekkert hafa verið hæft í því að hann væri á leið til Vals í kjölfar vinar síns Pavels Ermolinskij í fyrra. Pavel hefði þó reynt sitt til að sannfæra sig um að koma á Hlíðarenda. Jón sagðist aðeins einu sinni hafa komist verulega nálægt því að fara í annað íslenskt félag en KR en hætt við. „Ég ræddi við einhver lið en eins og ég segi þá heldur maður í þann stað þar sem hjartað er, í KR.“ Jón Arnór hefur leikið samfleytt með KR frá haustinu 2016 þegar hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku, og hefur orðið Íslandsmeistari með liðinu þrisvar síðan þá. Alls hefur hann fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum með KR og bikarmeistaratitlinum einu sinni. Á löngum atvinnumannsferli sínum vann Jón Arnór meðal annars FIBA Evrópudeildina árið 2005 með Dynamo Saint Petersburg, og ítalska bikarinn með Carpisa Napoli árið 2006. Auk þess að spila í Rússlandi og á Ítalíu, sem og í Þýskalandi þar sem Jón hóf atvinnumannsferilinn árið 2002, lék hann í einni albestu landsdeild heims á Spáni á árunum 2009-2016 Jón Arnór, sem er 37 ára gamall, var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014. Hann hefur 12 sinnum verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins hér á landi. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst í fyrsta sinn á stórmót, á EM 2015, og fór einnig með liðinu á EM 2017. Jón var stigahæstur í 100. og jafnframt síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann Portúgal í febrúar í fyrra. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira