Fréttir af veikindum Kim Jong-un sagðar stórlega ýktar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 16:51 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. vísir/afp Teymi kínverskra lækna hefur verið sent yfir landamærin til Norður-Kóreu, til þess að fylgjast náið með heilsu Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að leiðtoginn sé alvarlega veikur, og hafa sumir miðlar birt óstaðfestar fréttir af andláti hans. Guardian greinir frá því að teymi kínverskra lækna hafi verið sent til Norður-Kóreu til þess að sinna Kim. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar fer fulltrúi alþjóðlegrar samskiptastofnunar kínverska kommúnistaflokksins fyrir læknahópnum. Stofnunin sér um langstærstan hluta samskipta milli kínverskra og norðurkóreskra stjórnvalda. Þrátt fyrir fréttir víða að um að Kim væri hætt komin eftir að hafa gengist undir aðgerð hafa fulltrúar bæði suðurkóreskra og kínverskra stjórnvalda hafnað því alfarið. Eins segjast embættismenn frá Suður-Kóreu, sem fylgist grannt með nágrönnum sínum í norðri, ekki hafa merkt neitt óvenjulegt við virkni Norður-Kóreu undanfarið. Bandaríkjamenn fylgjast grannt með gangi mála Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáð sig um málið. Síðastliðinn föstudag sagðist hann telja að fregnir af alvarlegum veikindum Kim væru rangar. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort hann hefði verið í samskiptum við fulltrúa norðurkóreskra yfirvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist við sama tilefni ekki hafa neitt um málið að segja að svo stöddu, annað en að fylgst væri grannt með framvindu þess. Donald Trump telur fréttir af alvarlegum veikindum Kim Jong-un ekki réttar.Vísir/EPA Norðurkóreskir ríkismiðlar fjölluðu síðast um nákvæma staðsetningu Kim Jong-un þann 11. apríl, þegar hann stýrði fundi. Ekki var greint frá því hvort hann væri viðstaddur samkomu til að fagna afmælisdegi afa síns, Kim Il-sung, þann 15. apríl síðastliðinn. Kim Il-sung er í hávegum hafður í Norður-Kóreu, í það minnsta af valdhöfum. Hann var fyrsti leiðtogi ríkisins, frá stofnun þess 1948 til dauðadags 1994. Þá tók Kim Jong-il, sonur hans og faðir núverandi leiðtoga, við. Hann andaðist 2011 og þá tók Kim Jong-un við völdum. Kim Jong-un, sem talinn er vera 36 ára, hefur áður horfið úr umfjöllun norðurkóreskra ríkisfjölmiðla. Árið 2014 hvarf hann af síðum blaðanna í meira en mánuð. Þegar hann sneri aftur í kastljós fjölmiðla sást hann haltra um, en óljóst er hvers vegna nákvæmlega gert var hlé á opinberum framkomum hans. Sterkt samband við Kína Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreu og hafa veitt ríkinu mikinn stuðning, sem reynist Norður-Kóreumönnum lífsnauðsynlegur þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt þá hörðum viðskiptaþvingunum. Talið er að Kínverjar sjái hag sinn í stöðugleika innan Norður-Kóreu, þar sem ríkin eiga rúmlega 1400 kílómetra landamæri hvort að öðru. Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína.LI XUEREN/EPA Talið er að kínverskir læknar hafi einnig verið sendir til Norður-Kóreu til að sjá um meðferð Kim Jong-il, þáverandi leiðtoga landsins, þegar hann fékk slag árið 2008. Á síðasta ári fór Xi Jinping, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, í fyrstu opinberu heimsókn kínversks þjóðhöfðingja til Norður-Kóreu í 14 ár. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Kína Donald Trump Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Teymi kínverskra lækna hefur verið sent yfir landamærin til Norður-Kóreu, til þess að fylgjast náið með heilsu Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að leiðtoginn sé alvarlega veikur, og hafa sumir miðlar birt óstaðfestar fréttir af andláti hans. Guardian greinir frá því að teymi kínverskra lækna hafi verið sent til Norður-Kóreu til þess að sinna Kim. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar fer fulltrúi alþjóðlegrar samskiptastofnunar kínverska kommúnistaflokksins fyrir læknahópnum. Stofnunin sér um langstærstan hluta samskipta milli kínverskra og norðurkóreskra stjórnvalda. Þrátt fyrir fréttir víða að um að Kim væri hætt komin eftir að hafa gengist undir aðgerð hafa fulltrúar bæði suðurkóreskra og kínverskra stjórnvalda hafnað því alfarið. Eins segjast embættismenn frá Suður-Kóreu, sem fylgist grannt með nágrönnum sínum í norðri, ekki hafa merkt neitt óvenjulegt við virkni Norður-Kóreu undanfarið. Bandaríkjamenn fylgjast grannt með gangi mála Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáð sig um málið. Síðastliðinn föstudag sagðist hann telja að fregnir af alvarlegum veikindum Kim væru rangar. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort hann hefði verið í samskiptum við fulltrúa norðurkóreskra yfirvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist við sama tilefni ekki hafa neitt um málið að segja að svo stöddu, annað en að fylgst væri grannt með framvindu þess. Donald Trump telur fréttir af alvarlegum veikindum Kim Jong-un ekki réttar.Vísir/EPA Norðurkóreskir ríkismiðlar fjölluðu síðast um nákvæma staðsetningu Kim Jong-un þann 11. apríl, þegar hann stýrði fundi. Ekki var greint frá því hvort hann væri viðstaddur samkomu til að fagna afmælisdegi afa síns, Kim Il-sung, þann 15. apríl síðastliðinn. Kim Il-sung er í hávegum hafður í Norður-Kóreu, í það minnsta af valdhöfum. Hann var fyrsti leiðtogi ríkisins, frá stofnun þess 1948 til dauðadags 1994. Þá tók Kim Jong-il, sonur hans og faðir núverandi leiðtoga, við. Hann andaðist 2011 og þá tók Kim Jong-un við völdum. Kim Jong-un, sem talinn er vera 36 ára, hefur áður horfið úr umfjöllun norðurkóreskra ríkisfjölmiðla. Árið 2014 hvarf hann af síðum blaðanna í meira en mánuð. Þegar hann sneri aftur í kastljós fjölmiðla sást hann haltra um, en óljóst er hvers vegna nákvæmlega gert var hlé á opinberum framkomum hans. Sterkt samband við Kína Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreu og hafa veitt ríkinu mikinn stuðning, sem reynist Norður-Kóreumönnum lífsnauðsynlegur þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt þá hörðum viðskiptaþvingunum. Talið er að Kínverjar sjái hag sinn í stöðugleika innan Norður-Kóreu, þar sem ríkin eiga rúmlega 1400 kílómetra landamæri hvort að öðru. Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína.LI XUEREN/EPA Talið er að kínverskir læknar hafi einnig verið sendir til Norður-Kóreu til að sjá um meðferð Kim Jong-il, þáverandi leiðtoga landsins, þegar hann fékk slag árið 2008. Á síðasta ári fór Xi Jinping, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, í fyrstu opinberu heimsókn kínversks þjóðhöfðingja til Norður-Kóreu í 14 ár.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Kína Donald Trump Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira