Bleikt eða blátt? Ingveldur L. Gröndal skrifar 25. apríl 2020 21:51 Mikil þörf fyrir að leggja áherslu á að tengja tvo liti við tvö kyn virðist vera ríkjandi í samfélaginu í dag. Að halda svokallað „Babyshower“ fyrir barnshafandi fólk er orðin þónokkuð vinsæl hefð hér á landi og hið sama á við um „Gender reveal“ kynjaveislur, en þær halda foreldrar ófædda barnsins fyrir fjölskyldu og vini og oftar en ekki er litaþema í veislunni háð kyni barnsins. Bleikt ef barnið er stúlka og blátt ef barnið er drengur. Vert er að velta eftirfarandi fyrir sér: Hvers vegna þróuðust þessir tveir litir til þess að tengja við þessi tvö kyn? Hvað ef ófædda barnið upplifir sig síðar meir ekki sem dreng eða stúlku? Er strax verið að þvinga fóstur til þess að passa inn í eitthvað ómeðvitað bleikt eða blátt box með tilheyrandi kynjahlutverkum sem tengd eru við „stereótýpur“ með því að skreyta veisluna með lit sem á að segja til um hvaða kyn barnið er? Hvers vegna eru börn sett vísvitandi í föt í öðrum hvorum litnum og gert ráð fyrir einhverri ákveðinni hegðun og áhugamáli allt eftir því hvaða kynfæri barnið fæðist með? Eða segir orðið kyn okkur eitthvað meira en hvaða kynfæri viðkomandi er með? Hjallastefnan hefur svipaðar pælingar bak við eyrað með stefnu í leik- og grunnskólum sínum. Þar vinna þau markvisst gegn því að börnin séu ómeðvitað þvinguð í einhverja ákveðna átt eftir kyni sínu eða, líkt og áður kom fram, bleika og bláa boxið. Blaðamaður Stúdentablaðsins hafði samband við Jensínu Eddu Hermannsdóttur, skólastjóra leikskólans Laufásborgar, og spurði hana um mikilvægi jafnréttishugsunar í leikskólastarfinu. „Hjallastefnan hefur sýnt það á undanförnum 30 árum að hún skiptir máli og hefur áhrif í jafnréttismálum,“ segir Jensína. Reynslan hefur kennt okkur að æfingin skapar meistarann. Það að gefa börnunum tækifæri til að æfa og iðka alla eiginleika óháð kyni styrkir sjálfsmynd barna. Líka þegar kynin eru saman í kennslustund með kennurum upplifa þau jákvætt viðhorf til gagnstæða kyn síns. Kynjaskiptingin er leið að því markmiði að kynin hafi jákvætt viðhorf til hvors annars og velji sér verkefni og leiðir í lífinu út frá áhuga en ekki kyni. Það er mikilvægt að byrja snemma að kenna og iðka jafnrétti þannig að börnin læra jafnréttishugsun.“ Þetta er góð hvatning fyrir okkur öll til að hugsa út í þessa hluti. Gerum við okkur grein fyrir þessu? Hvernig tölum við saman þegar kemur að kynjum, kynhlutverkum, kynhneigðum o.s.frv. Að sjálfsögðu er í lagi að klæðast öllum litum óháð því hver þú ert. Fullt af drengjum dýrka allt blátt og sömuleiðis er fullt af stúlkum sem dýrka allt bleikt, en er það í raun og veru þeirra val eða ólust þau upp við það að vera alltaf ómeðvitað beint í þá átt? Það er ef til vill mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir að gefa börnum strax frá upphafi fjölbreytta valkosti svo þau finni hver þau eru sem einstaklingar. Að þau hafi val um hverju þau klæðast, hvað þau gera og hafi möguleika á að rækta alla sína eiginleika óháð því af hvaða kyni þau eru og upplifa sig sem. Höfundur er háskólanemi í Tómstunda- og félagsmálafræði. Greinin birtist í Stúdentablaðinu nú í apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Mikil þörf fyrir að leggja áherslu á að tengja tvo liti við tvö kyn virðist vera ríkjandi í samfélaginu í dag. Að halda svokallað „Babyshower“ fyrir barnshafandi fólk er orðin þónokkuð vinsæl hefð hér á landi og hið sama á við um „Gender reveal“ kynjaveislur, en þær halda foreldrar ófædda barnsins fyrir fjölskyldu og vini og oftar en ekki er litaþema í veislunni háð kyni barnsins. Bleikt ef barnið er stúlka og blátt ef barnið er drengur. Vert er að velta eftirfarandi fyrir sér: Hvers vegna þróuðust þessir tveir litir til þess að tengja við þessi tvö kyn? Hvað ef ófædda barnið upplifir sig síðar meir ekki sem dreng eða stúlku? Er strax verið að þvinga fóstur til þess að passa inn í eitthvað ómeðvitað bleikt eða blátt box með tilheyrandi kynjahlutverkum sem tengd eru við „stereótýpur“ með því að skreyta veisluna með lit sem á að segja til um hvaða kyn barnið er? Hvers vegna eru börn sett vísvitandi í föt í öðrum hvorum litnum og gert ráð fyrir einhverri ákveðinni hegðun og áhugamáli allt eftir því hvaða kynfæri barnið fæðist með? Eða segir orðið kyn okkur eitthvað meira en hvaða kynfæri viðkomandi er með? Hjallastefnan hefur svipaðar pælingar bak við eyrað með stefnu í leik- og grunnskólum sínum. Þar vinna þau markvisst gegn því að börnin séu ómeðvitað þvinguð í einhverja ákveðna átt eftir kyni sínu eða, líkt og áður kom fram, bleika og bláa boxið. Blaðamaður Stúdentablaðsins hafði samband við Jensínu Eddu Hermannsdóttur, skólastjóra leikskólans Laufásborgar, og spurði hana um mikilvægi jafnréttishugsunar í leikskólastarfinu. „Hjallastefnan hefur sýnt það á undanförnum 30 árum að hún skiptir máli og hefur áhrif í jafnréttismálum,“ segir Jensína. Reynslan hefur kennt okkur að æfingin skapar meistarann. Það að gefa börnunum tækifæri til að æfa og iðka alla eiginleika óháð kyni styrkir sjálfsmynd barna. Líka þegar kynin eru saman í kennslustund með kennurum upplifa þau jákvætt viðhorf til gagnstæða kyn síns. Kynjaskiptingin er leið að því markmiði að kynin hafi jákvætt viðhorf til hvors annars og velji sér verkefni og leiðir í lífinu út frá áhuga en ekki kyni. Það er mikilvægt að byrja snemma að kenna og iðka jafnrétti þannig að börnin læra jafnréttishugsun.“ Þetta er góð hvatning fyrir okkur öll til að hugsa út í þessa hluti. Gerum við okkur grein fyrir þessu? Hvernig tölum við saman þegar kemur að kynjum, kynhlutverkum, kynhneigðum o.s.frv. Að sjálfsögðu er í lagi að klæðast öllum litum óháð því hver þú ert. Fullt af drengjum dýrka allt blátt og sömuleiðis er fullt af stúlkum sem dýrka allt bleikt, en er það í raun og veru þeirra val eða ólust þau upp við það að vera alltaf ómeðvitað beint í þá átt? Það er ef til vill mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir að gefa börnum strax frá upphafi fjölbreytta valkosti svo þau finni hver þau eru sem einstaklingar. Að þau hafi val um hverju þau klæðast, hvað þau gera og hafi möguleika á að rækta alla sína eiginleika óháð því af hvaða kyni þau eru og upplifa sig sem. Höfundur er háskólanemi í Tómstunda- og félagsmálafræði. Greinin birtist í Stúdentablaðinu nú í apríl.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun