Ljósið í myrkrinu Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 28. apríl 2020 06:01 Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða sést hjá íslensku þjóðinni. Dægurþras og ágreiningsmál sem áður fylltu síður blaðanna virðast nú smávægileg, á meðan framvarðarsveitin bregst við viðfangsefnum sem gera á okkur aðrar og meiri kröfur en áður hafa mætt okkur, í það minnsta í allnokkra áratugi. Allar grunnstoðir samfélagsins leggjast á árarnar og sýna sínar bestu hliðar. Framganga þeirra og árangurinn á heimsmælikvarða. En hver eru verkefna hinna sem ekki eru beinlínis á árunum? Flest sund virðast lokuð og fátt annað í stöðunni en að setja verkefni á ís, aflýsa og afboða. Í sama mund hefst vinsælasti samkvæmisleikur Íslendinga í dag, einhvers konar störukeppni við stöðuna. Leikur sem litlu mun skila og rétt væri að hætta hið fyrsta. Enginn skal gera lítið úr þeim afleiðingum sem blasa við fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Um leið og er mikilvægt að brugðist sé við stöðunni með markvissum aðgerðum að ýmsu tagi verðum við að hafa hugfast að ástandið mun ganga yfir. Áður en við vitum af verðum við aftur farin að takast á við hversdaglegri mál og ágreiningsefni sem þjóðin hefur tímabundið sett til hliðar. Það er staðreynd, sem kann að hljóma langsótt í augnablikinu, að engin krísa er svo slæm að af henni megi ekki læra. Aðstæður sem hún skapar krefja okkur um nýja nálgun eða hugsun. Einhverskonar framþróun á sér stað. Sennilega má fullyrða að aldrei hafi íslenska þjóðin lært jafn mikið um hvað tæknin er mögnuð, eins og undanfarnar örfáar vikur. Skimun gagnast nefnilega ekki aðeins í viðureigninni við veiruna sem öllu þessu veldur. Við ættum einnig að hefja skimun eftir tækifærunum, stökkpöllum sem skapast í krísunni. Fjöldi fyrirtækja hefur þróað þjónustu sína til að mæta breyttum aðstæðum, risastökk hafa verið tekin á stuttum tíma þar sem neytendur og veitendur þjónustu aðlagast á leifturhraða breyttu landslagi. Umhverfisvænt, sparar tíma og eykur samkeppnishæfni og lífsgæði. Með undraverðum hætti hefur íslensk stjórnsýsla sýnt samstöðu og einurð, gripið til aðgerða og miðlað málum. Skilvirk stjórnsýsla er ákvörðun, hið gagnstæða er ekki lögmál. Gjörbreytt fundarhefð og menning. Fundir eru rafrænir, skilvirkir og enginn tími fer í ferðir til og frá funda. Umhverfisvænt og hagkvæmt þegar við á. Rafrænar undirskriftir, umboðsveitingar og gjörningar. Þetta er hægt. Skólar og menntastofnanir hafa sýnt svigrúm til þróunar og breytinga. Framhaldsskólar, háskólar og framhaldsfræðslan hafa aðlagað námsefni og kennsluhætti, gjörbylting í rafrænu námsumhverfi og aðlögun námsefnis. Þróun og sveigjanleiki í vinnuumhverfi og tíma. Sveigjanleiki getur aukið skilvirkni, sparað tíma og kostnað, dregið úr umferðarálagi á háannatímum og aukið lífsgæði. Fækkum þeim sem standa í störukeppninni, finnum stökkpallana og búum okkur undir að nota þá vel. Ástandið er vissulega slæmt, en það líður hjá. Við verðum ekki dæmd af krísunni heldur því hvernig við unnum úr henni. Það er ljósið í myrkrinu. Höfundur er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða sést hjá íslensku þjóðinni. Dægurþras og ágreiningsmál sem áður fylltu síður blaðanna virðast nú smávægileg, á meðan framvarðarsveitin bregst við viðfangsefnum sem gera á okkur aðrar og meiri kröfur en áður hafa mætt okkur, í það minnsta í allnokkra áratugi. Allar grunnstoðir samfélagsins leggjast á árarnar og sýna sínar bestu hliðar. Framganga þeirra og árangurinn á heimsmælikvarða. En hver eru verkefna hinna sem ekki eru beinlínis á árunum? Flest sund virðast lokuð og fátt annað í stöðunni en að setja verkefni á ís, aflýsa og afboða. Í sama mund hefst vinsælasti samkvæmisleikur Íslendinga í dag, einhvers konar störukeppni við stöðuna. Leikur sem litlu mun skila og rétt væri að hætta hið fyrsta. Enginn skal gera lítið úr þeim afleiðingum sem blasa við fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Um leið og er mikilvægt að brugðist sé við stöðunni með markvissum aðgerðum að ýmsu tagi verðum við að hafa hugfast að ástandið mun ganga yfir. Áður en við vitum af verðum við aftur farin að takast á við hversdaglegri mál og ágreiningsefni sem þjóðin hefur tímabundið sett til hliðar. Það er staðreynd, sem kann að hljóma langsótt í augnablikinu, að engin krísa er svo slæm að af henni megi ekki læra. Aðstæður sem hún skapar krefja okkur um nýja nálgun eða hugsun. Einhverskonar framþróun á sér stað. Sennilega má fullyrða að aldrei hafi íslenska þjóðin lært jafn mikið um hvað tæknin er mögnuð, eins og undanfarnar örfáar vikur. Skimun gagnast nefnilega ekki aðeins í viðureigninni við veiruna sem öllu þessu veldur. Við ættum einnig að hefja skimun eftir tækifærunum, stökkpöllum sem skapast í krísunni. Fjöldi fyrirtækja hefur þróað þjónustu sína til að mæta breyttum aðstæðum, risastökk hafa verið tekin á stuttum tíma þar sem neytendur og veitendur þjónustu aðlagast á leifturhraða breyttu landslagi. Umhverfisvænt, sparar tíma og eykur samkeppnishæfni og lífsgæði. Með undraverðum hætti hefur íslensk stjórnsýsla sýnt samstöðu og einurð, gripið til aðgerða og miðlað málum. Skilvirk stjórnsýsla er ákvörðun, hið gagnstæða er ekki lögmál. Gjörbreytt fundarhefð og menning. Fundir eru rafrænir, skilvirkir og enginn tími fer í ferðir til og frá funda. Umhverfisvænt og hagkvæmt þegar við á. Rafrænar undirskriftir, umboðsveitingar og gjörningar. Þetta er hægt. Skólar og menntastofnanir hafa sýnt svigrúm til þróunar og breytinga. Framhaldsskólar, háskólar og framhaldsfræðslan hafa aðlagað námsefni og kennsluhætti, gjörbylting í rafrænu námsumhverfi og aðlögun námsefnis. Þróun og sveigjanleiki í vinnuumhverfi og tíma. Sveigjanleiki getur aukið skilvirkni, sparað tíma og kostnað, dregið úr umferðarálagi á háannatímum og aukið lífsgæði. Fækkum þeim sem standa í störukeppninni, finnum stökkpallana og búum okkur undir að nota þá vel. Ástandið er vissulega slæmt, en það líður hjá. Við verðum ekki dæmd af krísunni heldur því hvernig við unnum úr henni. Það er ljósið í myrkrinu. Höfundur er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar