Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2020 20:00 Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. visir/Egill Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. Frá upphafi faraldursins hafa tuttugu og sjö manns hafa þurft á gjörgæslumeðferð að halda vegna kórónuveirunnar. Ekkert tilfelli greindist í gær og hafa nú alls 1.792 smitast. Yfirlæknir bendir á að samkvæmt því hafi um eitt og hálft prósent covid-sjúklinga lent á gjörgæslu. „Það hlutfall er aðeins lægra en upphaflega var reiknað með. Það var upphaflega talið að um 5-7% sjúklinga þyrftu að fara á gjörgæslu,“ segir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítalann. Auk þess sem færri hafa þurft að fara á gjörgæslu er dánartíðni meðal þeirra sem veikjast svo alvarlega lægri en upphaflega var gert ráð fyrir. „Af þessum löndum sem upphaflega lýstu gjörgæslumeðferðinni var verið að lýsa 50-90% dánartíðni hjá þeim sem veiktust svo alvarlega að þeir þurftu að koma á gjörgæslu. En talan hjá okkur er í kringum fimmtán prósent. Það er að segja fjórir af 27 sjúklingum hafa látist,“ segir Martin. Heildarfjöldi látinna er þó tíu en að sögn Martins hefur í öðrum tilvikum verið ákveðið að beita ekki gjörgæslumeðferð eftir mat á alvarleika veikinda og ástandi sjúklings. Færri hafa veikst alvarlega og þurft gjörgæslumeðferð en óttast var í upphafi. Þáttaskil voru í faraldrinum á Landspítalanum í morgun. „Eins og staðan er núna erum við ekki með neinn sjúkling á öndunarvél sem er þá í fyrsta sinn í liðlega fimm vikur sem við höfum ekki verið með sjúkling á öndunarvél vegna covid-sjúkdóms,“ segir Martin. Einn sjúkling þurfti að setja aftur á öndunarvél eftir að hafa verið tekinn af henni og sá sem var lengst var í 22 daga. Langt bataferli er framundan hjá fólkinu. „Fólkið sem veiktist verst á mjög langt í land með að ná fyrri heilsu. Það reynir virkilega á líkamann að vera svæfður í öndunarvél. Fólk gengur á sinn eigin vöðvaforða og það tekur sennilega nokkra mánuði og jafnvel lengri tíma fyrir fólk að ná upp fyrri styrk eftir svo langa legu.“ Martin telur að góðan árangur megi meðal annars rekja til greiningar, eftirfylgni og þess að fólk hafi komist strax í viðeigandi meðferð. „Í fyrsta lagi hefur fólk hlýtt tilmælum almannavarna og við höfum ekki fengið yfir okkur yfirþyrmandi smitbylgju sem hefði gert heilbrigðiskerfinu ókleift að sinna þeim sjúklingum sem verða veikir,“ segir hann. Þá hafi margir verið skimaðir auk þess sem skipulagið á spítalanum hafi reynst vel. „Við höfum verið með þessa göngudeild og náð að kalla inn fólk inn til mats sem hefur fundið fyrir versnandi einkennum. Þeir sem hafa síðan versnað hafa átt greitt aðgengi að spítalanum,“ segir Martin. „Þannig það hefur ekki orðið töf. Svona eins og við höfum séð erlendis þar sem fólk bíður hrienlega eftir mati og upphafsmeðferð,“ segir Martin. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. Frá upphafi faraldursins hafa tuttugu og sjö manns hafa þurft á gjörgæslumeðferð að halda vegna kórónuveirunnar. Ekkert tilfelli greindist í gær og hafa nú alls 1.792 smitast. Yfirlæknir bendir á að samkvæmt því hafi um eitt og hálft prósent covid-sjúklinga lent á gjörgæslu. „Það hlutfall er aðeins lægra en upphaflega var reiknað með. Það var upphaflega talið að um 5-7% sjúklinga þyrftu að fara á gjörgæslu,“ segir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítalann. Auk þess sem færri hafa þurft að fara á gjörgæslu er dánartíðni meðal þeirra sem veikjast svo alvarlega lægri en upphaflega var gert ráð fyrir. „Af þessum löndum sem upphaflega lýstu gjörgæslumeðferðinni var verið að lýsa 50-90% dánartíðni hjá þeim sem veiktust svo alvarlega að þeir þurftu að koma á gjörgæslu. En talan hjá okkur er í kringum fimmtán prósent. Það er að segja fjórir af 27 sjúklingum hafa látist,“ segir Martin. Heildarfjöldi látinna er þó tíu en að sögn Martins hefur í öðrum tilvikum verið ákveðið að beita ekki gjörgæslumeðferð eftir mat á alvarleika veikinda og ástandi sjúklings. Færri hafa veikst alvarlega og þurft gjörgæslumeðferð en óttast var í upphafi. Þáttaskil voru í faraldrinum á Landspítalanum í morgun. „Eins og staðan er núna erum við ekki með neinn sjúkling á öndunarvél sem er þá í fyrsta sinn í liðlega fimm vikur sem við höfum ekki verið með sjúkling á öndunarvél vegna covid-sjúkdóms,“ segir Martin. Einn sjúkling þurfti að setja aftur á öndunarvél eftir að hafa verið tekinn af henni og sá sem var lengst var í 22 daga. Langt bataferli er framundan hjá fólkinu. „Fólkið sem veiktist verst á mjög langt í land með að ná fyrri heilsu. Það reynir virkilega á líkamann að vera svæfður í öndunarvél. Fólk gengur á sinn eigin vöðvaforða og það tekur sennilega nokkra mánuði og jafnvel lengri tíma fyrir fólk að ná upp fyrri styrk eftir svo langa legu.“ Martin telur að góðan árangur megi meðal annars rekja til greiningar, eftirfylgni og þess að fólk hafi komist strax í viðeigandi meðferð. „Í fyrsta lagi hefur fólk hlýtt tilmælum almannavarna og við höfum ekki fengið yfir okkur yfirþyrmandi smitbylgju sem hefði gert heilbrigðiskerfinu ókleift að sinna þeim sjúklingum sem verða veikir,“ segir hann. Þá hafi margir verið skimaðir auk þess sem skipulagið á spítalanum hafi reynst vel. „Við höfum verið með þessa göngudeild og náð að kalla inn fólk inn til mats sem hefur fundið fyrir versnandi einkennum. Þeir sem hafa síðan versnað hafa átt greitt aðgengi að spítalanum,“ segir Martin. „Þannig það hefur ekki orðið töf. Svona eins og við höfum séð erlendis þar sem fólk bíður hrienlega eftir mati og upphafsmeðferð,“ segir Martin.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira