Boða hópmálsókn gegn Úrval-Útsýn vegna draumaferðarinnar sem aldrei var farin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 16:00 Það er lítið að gera í flugheiminum þessa dagana. Vísir/Vilhelm Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku ræddi Vísir við Kolbrúnu H. Gunnarsdóttur sem átti pantaða ferð til Egyptalands á vegum Úrval-Útsýn um páskana. Gengu þau frá pöntuninni síðasta haust og alls greiddu þau um eina milljón króna fyrir ferðina. Hafa hún og eiginmaður hennar staðið í nokkru stappi við að fá ferðina endurgreidda og nú er svo komið að nokkrir viðskiptavinir hyggjast stefna Úrval-Útsýn vegna málsins. Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson áttu pantaða dýra ferð með Úrval útsýn um páskana. Ferðin var aldrei farin. Vísir/Einar Á. „Lög eru skýr um það að fólkið á rétt á endurgreiðslu. Þegar ófyrirsjáanlegir atburðir verða, og pakkaferðum sem þessum er aflýst ber að sjálfsögðu að endurgreiða fólki án tafar,“ segir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður hópsins, í samtali við Vísi. Kolbrún lýsti því hvernig hún og eiginmaður hafi fyrst fengið vilyrði fyrir því að endurgreiðslan tæki tvær vikur, en því var svo breytt í sex vikur. Engin greiðsla hefur borist. Eins og vaxtalaust lán frá viðskiptavinum Segir Hilmar að þetta þýði í raun að ferðaskrifstofan hafi tekið vaxtalaust lán frá þessum viðskiptavinum, sem nemi allt að 650 þúsund krónum á einstakling. Það fé hafi ferðaskrifstofan að hluta ávaxtað frá því í október. „Það sér það hver maður, að slík framkoma gengur ekki, og ekki er víst að margir treysti sér til að eiga viðskipti við slíka ferðaskrifstofu í framtíðinni,“ segir Hilmar. „Ef félagið er ógjaldfært, ber því skylda til að lýsa því yfir án tafar, svo fólkið geti fengið endurgreitt frá vátryggingafélagi þess.“ Ákveðin óvissa ríkir þó þar sem nýtt frumvarp var kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Hilmar segir verulegan vafa leika á því hvort frumvarpið standist friðhelgi eignaréttar samkvæmt stjórnarskrá. „En viðskiptavinir Úrval Útsýn hafa hug á að láta á það reyna verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Með frumvarpinu er neytendum uppálagt að veita fyrirtækjum í rekstrarfjárvanda vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði, og er það mun ríflegri aðstoð en ríkissjóður hefur sjálfur treyst sér til að bjóða hingað til. En það hefur ávallt verið auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé.“ Neytendur Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku ræddi Vísir við Kolbrúnu H. Gunnarsdóttur sem átti pantaða ferð til Egyptalands á vegum Úrval-Útsýn um páskana. Gengu þau frá pöntuninni síðasta haust og alls greiddu þau um eina milljón króna fyrir ferðina. Hafa hún og eiginmaður hennar staðið í nokkru stappi við að fá ferðina endurgreidda og nú er svo komið að nokkrir viðskiptavinir hyggjast stefna Úrval-Útsýn vegna málsins. Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson áttu pantaða dýra ferð með Úrval útsýn um páskana. Ferðin var aldrei farin. Vísir/Einar Á. „Lög eru skýr um það að fólkið á rétt á endurgreiðslu. Þegar ófyrirsjáanlegir atburðir verða, og pakkaferðum sem þessum er aflýst ber að sjálfsögðu að endurgreiða fólki án tafar,“ segir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður hópsins, í samtali við Vísi. Kolbrún lýsti því hvernig hún og eiginmaður hafi fyrst fengið vilyrði fyrir því að endurgreiðslan tæki tvær vikur, en því var svo breytt í sex vikur. Engin greiðsla hefur borist. Eins og vaxtalaust lán frá viðskiptavinum Segir Hilmar að þetta þýði í raun að ferðaskrifstofan hafi tekið vaxtalaust lán frá þessum viðskiptavinum, sem nemi allt að 650 þúsund krónum á einstakling. Það fé hafi ferðaskrifstofan að hluta ávaxtað frá því í október. „Það sér það hver maður, að slík framkoma gengur ekki, og ekki er víst að margir treysti sér til að eiga viðskipti við slíka ferðaskrifstofu í framtíðinni,“ segir Hilmar. „Ef félagið er ógjaldfært, ber því skylda til að lýsa því yfir án tafar, svo fólkið geti fengið endurgreitt frá vátryggingafélagi þess.“ Ákveðin óvissa ríkir þó þar sem nýtt frumvarp var kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Hilmar segir verulegan vafa leika á því hvort frumvarpið standist friðhelgi eignaréttar samkvæmt stjórnarskrá. „En viðskiptavinir Úrval Útsýn hafa hug á að láta á það reyna verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Með frumvarpinu er neytendum uppálagt að veita fyrirtækjum í rekstrarfjárvanda vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði, og er það mun ríflegri aðstoð en ríkissjóður hefur sjálfur treyst sér til að bjóða hingað til. En það hefur ávallt verið auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé.“
Neytendur Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51
Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35