Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Ragga Nagli skrifar 30. apríl 2020 09:30 Ragga Nagli skrifar pistla um heilsu á Vísi. Hún er þjálfari og sálfræðingur. Konan á myndinni er ekki Ragga Nagli. Getty/Kevin Winter Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. „Allt byrjar í þörmunum“ sagði Aristóteles Og það er ekki ofsögum sagt. Trilljónir af bakteríum eru eins og galeiðuþrælar í þörmunum að melta og frásoga orku, andoxunarefni, vítamín og steinefni úr matnum sem við gúllum í ginið. Og þeirra verki er ekki lokið þar, því eins og skúringakellingar eftir rokktónleika skúra þær út óþarfa og ósóma og styðja þannig við heilbrigt ónæmiskerfi og halda pípulögninni reglulegri. Til dæmis boðefnin GABA, serótónín, dópamín er framleitt að stórum hluta í þarmaflórunni, og ef hún er ekki í stuði með guði getur orsakað litla sem enga framleiðslu þessum boðefnum. Þá upplifum við kvíða, þunglyndi, depurð og vanlíðan. Til að toppstykkið sé í lagi þarf að vera partý í flórunni því taugaboðefni og hormón krúsa þjóðveginn sem liggur frá þörmum upp í heila. Ef partýið hefur hinsvegar breyst í unglingadrykkju með gubbandi ungviði, áfengisdauðum fótboltadrengjum og Chesterfield sófasettið komið út á stétt þá verður lítið vinnuframlag til að græja boðefnin upp í heila. Heilbrigð þarmaflóra er því undirstaða heilsunnar. Einkenni eins og: Síþreyta Harðlífi eða niðurgangur Kvíði og depurð Lélegar hægðir Útbrot á húð Hármissir Bakflæði Magaverkir Uppþemba Vindgangur Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli.Vísir/Vilhelm Þetta geta verið vísbendingar um að þarmarnir mígleki eins og kúlutjald á Þjóðhátíð og líkaminn sé því ekki að taka upp og nýta næringarefnin. Það er ýmislegt til ráða við hriplekum þörmum Auka neyslu á trefjaríkri fæðu. Gúlla eplaedik á fastandi maga nokkrum sinnum á dag. Minnka neyslu á súkralósa og nota stevia í staðinn. Meltingarensími hjálpa líkamanum að brjóta niður glútein og mjólkursykur. L-glutamine amínósýran býr til verndandi filmu innan á þörmunum. Sýrt grænmeti og sýrðar mjólkurvörur innihalda bílfarma af örverum sem hjálpa góðu bakteríunum að sinna sínu starfi. Góðgerlar dúndra inn örverum sem stuðla að betri þarmaflóru. Prófaðu eitt eða fleiri skref í tvær til þrjár vikur til að sjá hvernig líkaminn bregst við. Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Coviskubit Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. 10. apríl 2020 13:00 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. „Allt byrjar í þörmunum“ sagði Aristóteles Og það er ekki ofsögum sagt. Trilljónir af bakteríum eru eins og galeiðuþrælar í þörmunum að melta og frásoga orku, andoxunarefni, vítamín og steinefni úr matnum sem við gúllum í ginið. Og þeirra verki er ekki lokið þar, því eins og skúringakellingar eftir rokktónleika skúra þær út óþarfa og ósóma og styðja þannig við heilbrigt ónæmiskerfi og halda pípulögninni reglulegri. Til dæmis boðefnin GABA, serótónín, dópamín er framleitt að stórum hluta í þarmaflórunni, og ef hún er ekki í stuði með guði getur orsakað litla sem enga framleiðslu þessum boðefnum. Þá upplifum við kvíða, þunglyndi, depurð og vanlíðan. Til að toppstykkið sé í lagi þarf að vera partý í flórunni því taugaboðefni og hormón krúsa þjóðveginn sem liggur frá þörmum upp í heila. Ef partýið hefur hinsvegar breyst í unglingadrykkju með gubbandi ungviði, áfengisdauðum fótboltadrengjum og Chesterfield sófasettið komið út á stétt þá verður lítið vinnuframlag til að græja boðefnin upp í heila. Heilbrigð þarmaflóra er því undirstaða heilsunnar. Einkenni eins og: Síþreyta Harðlífi eða niðurgangur Kvíði og depurð Lélegar hægðir Útbrot á húð Hármissir Bakflæði Magaverkir Uppþemba Vindgangur Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli.Vísir/Vilhelm Þetta geta verið vísbendingar um að þarmarnir mígleki eins og kúlutjald á Þjóðhátíð og líkaminn sé því ekki að taka upp og nýta næringarefnin. Það er ýmislegt til ráða við hriplekum þörmum Auka neyslu á trefjaríkri fæðu. Gúlla eplaedik á fastandi maga nokkrum sinnum á dag. Minnka neyslu á súkralósa og nota stevia í staðinn. Meltingarensími hjálpa líkamanum að brjóta niður glútein og mjólkursykur. L-glutamine amínósýran býr til verndandi filmu innan á þörmunum. Sýrt grænmeti og sýrðar mjólkurvörur innihalda bílfarma af örverum sem hjálpa góðu bakteríunum að sinna sínu starfi. Góðgerlar dúndra inn örverum sem stuðla að betri þarmaflóru. Prófaðu eitt eða fleiri skref í tvær til þrjár vikur til að sjá hvernig líkaminn bregst við.
Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Coviskubit Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. 10. apríl 2020 13:00 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00
Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00