Taka sýni úr yfir þúsund Eyjamönnum næstu þrjá daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2020 11:57 Í gær voru 66 smit kórónuveiru staðfest í Vestmannaeyjum. Vísir/vilhelm Yfir þúsund manns hafa skráð sig í almenna skimun fyrir kórónuveirunni sem hófst í Vestmannaeyjum í morgun, þar sem faraldur veirunnar hefur verið afar skæður. Umdæmislæknir sóttvarna segir sýnatökur fara hratt og vel af stað. Skimunin er á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Vestmannaeyjabæjar og Íslenskrar erfðagreiningar en opnað var fyrir tímabókanir á vef þeirrar síðarnefndu fyrr í vikunni. Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna hjá HSU var önnum kafinn við sýnatökur í Eyjum þegar fréttastofa náði tali af honum nú fyrir hádegi. Hann segir að gríðarlega góð skráning sé í sýnatökur, sem standa munu yfir næstu daga í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. „Það fylltist strax. [...] Við erum með aðeins styttri dag í dag af því að við erum að taka sérstaklega þá sem eru í sóttkví í sýnatöku í dag. En lengsti dagurinn sem stendur er á morgun og við erum svona að velta fyrir okkur að færa til laugardaginn út af veðurspá, þannig að það gæti verið að það lengist þá í hinum dögunum. En á næstu þremur dögum erum við að fara að taka rúmlega þúsund sýni. Við tökum einn fjórða af Vestmannaeyingum.“ Skimunin hófst klukkan tíu í morgun, „á hálfum hraða" að sögn Hjartar, en strax á ellefta tímanum var sýnatakan komin á fullt skrið. „Þetta byrjar vel, það er fullt af fólki að vinna við þetta, þess vegna gengur þetta svona hratt. Við erum að taka 25 sýni á korteri,“ segir Hjörtur. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Faraldur kórónuveiru hefur verið skæður í Eyjum en í gær voru smit þar orðin alls 66. Þá verður hert samkomubann, þar sem fleiri en tíu er meinað að koma saman, í gildi í Eyjum fram yfir páska hið minnsta. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir þó góðan anda í bænum þrátt fyrir allt. „Það er verið að setja þessar reglur í okkar þágu og fólk er bara að fara eftir því. Það hlýðir því sem það á að gera og hlýðir Víði,“ segir Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34 Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. 2. apríl 2020 10:45 Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. 2. apríl 2020 07:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa skráð sig í almenna skimun fyrir kórónuveirunni sem hófst í Vestmannaeyjum í morgun, þar sem faraldur veirunnar hefur verið afar skæður. Umdæmislæknir sóttvarna segir sýnatökur fara hratt og vel af stað. Skimunin er á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Vestmannaeyjabæjar og Íslenskrar erfðagreiningar en opnað var fyrir tímabókanir á vef þeirrar síðarnefndu fyrr í vikunni. Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna hjá HSU var önnum kafinn við sýnatökur í Eyjum þegar fréttastofa náði tali af honum nú fyrir hádegi. Hann segir að gríðarlega góð skráning sé í sýnatökur, sem standa munu yfir næstu daga í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. „Það fylltist strax. [...] Við erum með aðeins styttri dag í dag af því að við erum að taka sérstaklega þá sem eru í sóttkví í sýnatöku í dag. En lengsti dagurinn sem stendur er á morgun og við erum svona að velta fyrir okkur að færa til laugardaginn út af veðurspá, þannig að það gæti verið að það lengist þá í hinum dögunum. En á næstu þremur dögum erum við að fara að taka rúmlega þúsund sýni. Við tökum einn fjórða af Vestmannaeyingum.“ Skimunin hófst klukkan tíu í morgun, „á hálfum hraða" að sögn Hjartar, en strax á ellefta tímanum var sýnatakan komin á fullt skrið. „Þetta byrjar vel, það er fullt af fólki að vinna við þetta, þess vegna gengur þetta svona hratt. Við erum að taka 25 sýni á korteri,“ segir Hjörtur. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Faraldur kórónuveiru hefur verið skæður í Eyjum en í gær voru smit þar orðin alls 66. Þá verður hert samkomubann, þar sem fleiri en tíu er meinað að koma saman, í gildi í Eyjum fram yfir páska hið minnsta. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir þó góðan anda í bænum þrátt fyrir allt. „Það er verið að setja þessar reglur í okkar þágu og fólk er bara að fara eftir því. Það hlýðir því sem það á að gera og hlýðir Víði,“ segir Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34 Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. 2. apríl 2020 10:45 Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. 2. apríl 2020 07:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34
Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. 2. apríl 2020 10:45
Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. 2. apríl 2020 07:39