Minnti foreldra á að mæta ekki - Sjö fullorðnir á fjórðungi vallar Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 15:45 Ungir iðkendur komast af stað á nýjan leik á mánudaginn undir handleiðslu þjálfara, en mamma og pabbi verða að halda sig fjarri enn um sinn. VÍSIR/VILHELM Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, minnir á að eins gleðilegt og það sé að skipulagt íþróttastarf barna hefjist aftur á mánudaginn þá verði fólk að fara varlega. Eysteinn var á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag, sem fulltrúi íþróttafélaganna sem boðað hafa börn á grunn- og leikskólastigi aftur á æfingar í næstu viku. Hann segir foreldra og aðra aðstandendur verða að gæta að því að þeim sé ekki heimilt að mæta á æfingarnar. „Okkur íþróttafélögunum er sýnt mikið traust með þessari fyrstu afléttingu fyrir íþróttastarfið, og að sama skapi er þetta mikil ábyrgð sem við þurfum að sýna með því að standa í fæturna til að þetta fyrsta skref takist sem best. Við þurfum að virða öll tilmæli sem gefin hafa verið út um útfærsluna, og fara ekki of geyst af stað. Það er betra að taka eitt skref í einu í stað þess að ætla sér um of og þurfa að fara aftur á byrjunarreit,“ segir Eysteinn, en gangi allt að óskum ætla Blikar sér að halda Símamótið í júlí, stærsta krakkamót hvers fótboltasumars. „Varðandi íþróttastarfið hjá börnum og unglingum viljum við biðja til foreldra iðkenda um að virða það að engir áhorfendur eru leyfðir á æfingum og í keppni eftir þessa fyrstu afléttingu samkomubanns. Við þurfum öll að sýna ábyrgð í sameiningu. Við félögin viljum vera til fyrirmyndar, og það verða aðeins þjálfarar og aðstoðarþjálfarar á æfingum í þessum fyrsta fasa. Ábyrgðin hér liggur líka hjá foreldrum og forráðamönnum til að láta þetta ganga sem best. Það sama á við um allt mótahald í sumar, við ætlum að reyna að halda okkar striki þar og því enn mikilvægara en ella að þetta gangi sem best,“ segir Eysteinn. Tveggja metra reglan í gildi á æfingum fullorðinna Þó að börn geti snúið aftur til æfinga á mánudag verða æfingar fullorðinna ströngum skilyrðum háð enn um sinn. KSÍ bendir á heimasíðu sinni á að í fótboltanum muni leikmenn í meistaraflokki og 2. flokki geta æft sjö saman á einum fjórðungi knattspyrnuvallar, auk eins þjálfara. Þetta á við bæði í knatthöllum og utandyra. Eftirfarandi skilyrði skulu einnig höfð í huga: Mikilvægt er að hver eining hafi sinn eigin inn- og útgang Mikilvægt er að afmarka hverja einingu vel, t.d. með keilum eða borða Til þess að forðast smit milli hópa þá er mikilvægt að sömu 7 einstaklingarnir séu alltaf saman í hóp - ekki blanda hópum á æfingum eða milli æfinga Tveggja metra reglan er enn í fullu gildi Íþróttasamböndin munu funda með almannavarnadeild á morgun til að fá svör við ýmsum spurningum og Eysteinn hvetur fólk til að fara varlega af stað. „Varðandi íþróttastarfið hjá fullorðnum 16 ára og eldri, þá eru takmarkanir fleiri þar og keppni óheimil nema að hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra fjarlægðarreglu og önnur skilyrði. Að sama skapi er hér auðvelt að fara fram úr sér og það þarf ekki nema einn vitleysing sem fer ekki eftir þeim tilmælum sem sett hafa verið til að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Eysteinn. Krakkar Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir tap íþróttahreyfingarinnar nema tveimur milljörðum Ætla má að fjárhagslegt tap íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nemi að minnsta kosti tveimur milljörðum króna, segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. 2. maí 2020 14:45 Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Lykilatriði að fá börnin á æfingar í maí: „Fundist þetta mjög erfitt“ Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar. 29. apríl 2020 22:00 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeysku frænkur sína Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Sjá meira
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, minnir á að eins gleðilegt og það sé að skipulagt íþróttastarf barna hefjist aftur á mánudaginn þá verði fólk að fara varlega. Eysteinn var á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag, sem fulltrúi íþróttafélaganna sem boðað hafa börn á grunn- og leikskólastigi aftur á æfingar í næstu viku. Hann segir foreldra og aðra aðstandendur verða að gæta að því að þeim sé ekki heimilt að mæta á æfingarnar. „Okkur íþróttafélögunum er sýnt mikið traust með þessari fyrstu afléttingu fyrir íþróttastarfið, og að sama skapi er þetta mikil ábyrgð sem við þurfum að sýna með því að standa í fæturna til að þetta fyrsta skref takist sem best. Við þurfum að virða öll tilmæli sem gefin hafa verið út um útfærsluna, og fara ekki of geyst af stað. Það er betra að taka eitt skref í einu í stað þess að ætla sér um of og þurfa að fara aftur á byrjunarreit,“ segir Eysteinn, en gangi allt að óskum ætla Blikar sér að halda Símamótið í júlí, stærsta krakkamót hvers fótboltasumars. „Varðandi íþróttastarfið hjá börnum og unglingum viljum við biðja til foreldra iðkenda um að virða það að engir áhorfendur eru leyfðir á æfingum og í keppni eftir þessa fyrstu afléttingu samkomubanns. Við þurfum öll að sýna ábyrgð í sameiningu. Við félögin viljum vera til fyrirmyndar, og það verða aðeins þjálfarar og aðstoðarþjálfarar á æfingum í þessum fyrsta fasa. Ábyrgðin hér liggur líka hjá foreldrum og forráðamönnum til að láta þetta ganga sem best. Það sama á við um allt mótahald í sumar, við ætlum að reyna að halda okkar striki þar og því enn mikilvægara en ella að þetta gangi sem best,“ segir Eysteinn. Tveggja metra reglan í gildi á æfingum fullorðinna Þó að börn geti snúið aftur til æfinga á mánudag verða æfingar fullorðinna ströngum skilyrðum háð enn um sinn. KSÍ bendir á heimasíðu sinni á að í fótboltanum muni leikmenn í meistaraflokki og 2. flokki geta æft sjö saman á einum fjórðungi knattspyrnuvallar, auk eins þjálfara. Þetta á við bæði í knatthöllum og utandyra. Eftirfarandi skilyrði skulu einnig höfð í huga: Mikilvægt er að hver eining hafi sinn eigin inn- og útgang Mikilvægt er að afmarka hverja einingu vel, t.d. með keilum eða borða Til þess að forðast smit milli hópa þá er mikilvægt að sömu 7 einstaklingarnir séu alltaf saman í hóp - ekki blanda hópum á æfingum eða milli æfinga Tveggja metra reglan er enn í fullu gildi Íþróttasamböndin munu funda með almannavarnadeild á morgun til að fá svör við ýmsum spurningum og Eysteinn hvetur fólk til að fara varlega af stað. „Varðandi íþróttastarfið hjá fullorðnum 16 ára og eldri, þá eru takmarkanir fleiri þar og keppni óheimil nema að hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra fjarlægðarreglu og önnur skilyrði. Að sama skapi er hér auðvelt að fara fram úr sér og það þarf ekki nema einn vitleysing sem fer ekki eftir þeim tilmælum sem sett hafa verið til að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Eysteinn.
Krakkar Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir tap íþróttahreyfingarinnar nema tveimur milljörðum Ætla má að fjárhagslegt tap íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nemi að minnsta kosti tveimur milljörðum króna, segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. 2. maí 2020 14:45 Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Lykilatriði að fá börnin á æfingar í maí: „Fundist þetta mjög erfitt“ Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar. 29. apríl 2020 22:00 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeysku frænkur sína Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Sjá meira
Segir tap íþróttahreyfingarinnar nema tveimur milljörðum Ætla má að fjárhagslegt tap íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nemi að minnsta kosti tveimur milljörðum króna, segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. 2. maí 2020 14:45
Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25
Lykilatriði að fá börnin á æfingar í maí: „Fundist þetta mjög erfitt“ Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar. 29. apríl 2020 22:00