Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már Friðriksson fór til Borås frá Njarðvík síðasta sumar og sló í gegn í Svíþjóð. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. Elvar og félagar í Borås voru efstir í deildinni þegar tímabilið var flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í kjölfarið var svo ákveðið að í ljósi þess að engin úrslitakeppni yrði spiluð í ár yrði Borås Svíþjóðarmeistari. Við það bætist svo einstaklingsviðurkenning Elvars sem var algjör lykilmaður hjá Borås á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir komuna frá Njarðvík: „Maður á aldrei von á svona viðurkenningu kannski og það var annar í deildinni sem spilaði rosalega vel í vetur, Brandon Rozzell sem var með Stjörnunni í fyrra, þannig að ég bjóst svona við að hann myndi fá þetta. Ég var glaður að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Elvar við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Meistararnir á leið í Evrópukeppni „Það var voðalega skrýtinn endir á þessu tímabili. Þetta kom bara upp úr engu fannst mér og gerðist mjög hratt. Við vorum á æfingu að undirbúa okkur fyrir leik og svo kemur formaðurinn til okkar inn í klefa og tilkynnir okkur að tímabilið sé búið,“ sagði Elvar en Svíar voru meðal þeirra fyrstu sem blésu sitt tímabil af. Elvar segir að sér líði ekki eins og meistara þrátt fyrir að leikmenn Borås hafi fengið þá nafnbót: „Við vorum gerðir meistarar en ég held að það sé bara gert af því að lið fara í Evrópukeppni hérna. Ég held að það sé helsta ástæðan án þess að ég viti það. Það fara tvö lið héðan í Evrópukeppni og það eru efstu tvö liðin. Maður fagnaði ekki einu sinni þessum titli. Það var svo mikil eftirvænting eftir úrslitakeppninni og maður hlakkaði mikið til en svo er það allt tekið frá manni. Maður upplifir sig ekki eins og meistara. Kannski eins og deildarmeistara, og ég held að það hefði verið eðlilegasta niðurstaðan eins og hér heima.“ Klippa: Sportið í dag - Elvar fékk verðlaun sem komu honum á óvart Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Tengdar fréttir Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Leik lokið: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
„Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. Elvar og félagar í Borås voru efstir í deildinni þegar tímabilið var flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í kjölfarið var svo ákveðið að í ljósi þess að engin úrslitakeppni yrði spiluð í ár yrði Borås Svíþjóðarmeistari. Við það bætist svo einstaklingsviðurkenning Elvars sem var algjör lykilmaður hjá Borås á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir komuna frá Njarðvík: „Maður á aldrei von á svona viðurkenningu kannski og það var annar í deildinni sem spilaði rosalega vel í vetur, Brandon Rozzell sem var með Stjörnunni í fyrra, þannig að ég bjóst svona við að hann myndi fá þetta. Ég var glaður að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Elvar við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Meistararnir á leið í Evrópukeppni „Það var voðalega skrýtinn endir á þessu tímabili. Þetta kom bara upp úr engu fannst mér og gerðist mjög hratt. Við vorum á æfingu að undirbúa okkur fyrir leik og svo kemur formaðurinn til okkar inn í klefa og tilkynnir okkur að tímabilið sé búið,“ sagði Elvar en Svíar voru meðal þeirra fyrstu sem blésu sitt tímabil af. Elvar segir að sér líði ekki eins og meistara þrátt fyrir að leikmenn Borås hafi fengið þá nafnbót: „Við vorum gerðir meistarar en ég held að það sé bara gert af því að lið fara í Evrópukeppni hérna. Ég held að það sé helsta ástæðan án þess að ég viti það. Það fara tvö lið héðan í Evrópukeppni og það eru efstu tvö liðin. Maður fagnaði ekki einu sinni þessum titli. Það var svo mikil eftirvænting eftir úrslitakeppninni og maður hlakkaði mikið til en svo er það allt tekið frá manni. Maður upplifir sig ekki eins og meistara. Kannski eins og deildarmeistara, og ég held að það hefði verið eðlilegasta niðurstaðan eins og hér heima.“ Klippa: Sportið í dag - Elvar fékk verðlaun sem komu honum á óvart Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Tengdar fréttir Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Leik lokið: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36
Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00