Reyna að bjarga Air France og Norwegian Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. maí 2020 12:00 Norwegian rambar nú, líkt og fleiri flugfélög, á barmi gjaldþrots. Nordicphotos/Getty Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. Kórónuveirufaraldurinn hefur raskað starfsemi flugfélaga heimsins allverulega, enda ferðast fólk nú lítið sem ekkert. Flugumferð var 53 prósent minni í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Nú þegar hefur breska FlyBe farið á hausinn, sem og Virgin Australia og er búist við því að fleiri flugfélög fari sömuleið. Norwegian í þröngri stöðu Fjögur dótturfélög Norwegian fóru í þrot í apríl en um er að ræða félög sem hafa haldið utan um flugmenn og annað starfsfólk í Svíþjóð, Danmörku og víðar. Nú hafa níutíu prósent hluthafa samþykkt aðgerðir sem ganga meðal annars út á að skuldum verði breytt í hlutafé auk þess sem hlutafé verði aukið, en norska ríkið krefst þess að slíkt verði gert áður en það stekkur inn í með neyðarlán að upphæð tveggja komma sjö milljarða norskra króna. Og Air France líka Air France er sömuleiðis í erfiðri stöðu. Framkvæmdastjórn ESB samþykkti í morgun rúmlega ellefu hundruð milljarða króna aðstoðarpakka fyrir félagið. Um sex hundruð milljarða króna bankalán með níutíu prósenta ríkisábyrgð auk um fimm hundruð milljarða stuðnings frá franska ríkinu. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Frakkland Tengdar fréttir Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30 Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. 4. maí 2020 07:47 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. Kórónuveirufaraldurinn hefur raskað starfsemi flugfélaga heimsins allverulega, enda ferðast fólk nú lítið sem ekkert. Flugumferð var 53 prósent minni í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Nú þegar hefur breska FlyBe farið á hausinn, sem og Virgin Australia og er búist við því að fleiri flugfélög fari sömuleið. Norwegian í þröngri stöðu Fjögur dótturfélög Norwegian fóru í þrot í apríl en um er að ræða félög sem hafa haldið utan um flugmenn og annað starfsfólk í Svíþjóð, Danmörku og víðar. Nú hafa níutíu prósent hluthafa samþykkt aðgerðir sem ganga meðal annars út á að skuldum verði breytt í hlutafé auk þess sem hlutafé verði aukið, en norska ríkið krefst þess að slíkt verði gert áður en það stekkur inn í með neyðarlán að upphæð tveggja komma sjö milljarða norskra króna. Og Air France líka Air France er sömuleiðis í erfiðri stöðu. Framkvæmdastjórn ESB samþykkti í morgun rúmlega ellefu hundruð milljarða króna aðstoðarpakka fyrir félagið. Um sex hundruð milljarða króna bankalán með níutíu prósenta ríkisábyrgð auk um fimm hundruð milljarða stuðnings frá franska ríkinu.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Frakkland Tengdar fréttir Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30 Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. 4. maí 2020 07:47 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30
Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. 4. maí 2020 07:47