Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi Sylvía Hall skrifar 2. apríl 2020 20:33 Kortið sýnir staðsetningu þeirra kvikuinnskota sem talin eru hafa orðið á árinu á Reykjanesskaga. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um það bil 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar en það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Veðurstofan GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Gögnunum hefur verið safnað í samstarfi Jarðvísindastofnunar Háskólans, ÍSORs, HS-orku og Veðurstofu eftir að landris mældist á Reykjanesskaganum í janúar. Í lok janúarmánaðar var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvávöktunar á Veðurstofu Íslands, segir gögnin gefa til kynna að kvikuinnskotið hafi átt sér stað frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. „Þessi mynd skýrðist betur þegar við fengum gögn úr GPS mælingum Háskólans, sem ekki eru beintengdar okkar vöktunarkerfi og það gerir það að verkum að við greinum þetta ekki fyrr en nú“, segir Kristín á vef Veðurstofunnar. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um það bil 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Þetta er þriðja kvikuinnskotið sem er greint á Reykjanesskaganum frá því um áramót. Þá er kvikuinnskotið sagt styðja ályktun Vísindaráðs Almannavarna um að nauðsynlegt sé að skoða virknina á Reykjanesskaganum heildstætt en ekki einungis út frá staðbundinni virkni. Að sögn Kristínar er enn of snemmt að draga sterkar ályktanir og það sé mikilvægt að skoða núverandi virkni í sögulegu samhengi við aðra þekkta atburði á Reykjanesskaganum. Jarðvísindamenn muni halda áfram að fylgjast með gangi mála og vinna frekar úr gögnunum sem liggja fyrir. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2020 23:57 Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Gögnunum hefur verið safnað í samstarfi Jarðvísindastofnunar Háskólans, ÍSORs, HS-orku og Veðurstofu eftir að landris mældist á Reykjanesskaganum í janúar. Í lok janúarmánaðar var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvávöktunar á Veðurstofu Íslands, segir gögnin gefa til kynna að kvikuinnskotið hafi átt sér stað frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. „Þessi mynd skýrðist betur þegar við fengum gögn úr GPS mælingum Háskólans, sem ekki eru beintengdar okkar vöktunarkerfi og það gerir það að verkum að við greinum þetta ekki fyrr en nú“, segir Kristín á vef Veðurstofunnar. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um það bil 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Þetta er þriðja kvikuinnskotið sem er greint á Reykjanesskaganum frá því um áramót. Þá er kvikuinnskotið sagt styðja ályktun Vísindaráðs Almannavarna um að nauðsynlegt sé að skoða virknina á Reykjanesskaganum heildstætt en ekki einungis út frá staðbundinni virkni. Að sögn Kristínar er enn of snemmt að draga sterkar ályktanir og það sé mikilvægt að skoða núverandi virkni í sögulegu samhengi við aðra þekkta atburði á Reykjanesskaganum. Jarðvísindamenn muni halda áfram að fylgjast með gangi mála og vinna frekar úr gögnunum sem liggja fyrir.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2020 23:57 Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2020 23:57
Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42