Stóð til að reyna að vekja hinn grunaða í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:31 Frá Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Lögregla á Norðurlandi eystra hefur enn ekki getað rætt við mann sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Kópaskeri aðfaranótt laugardags. Þeir liggja báðir á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu lauk vettvangsrannsókn í gær. Þrennt var handtekið eftir að tilkynnt var um árásina aðfaranótt laugardags. Tveimur þeirra, manni og konu, var sleppt úr haldi á laugardag þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Þolandi árásarinnar var fluttur á gjörgæslu en samkvæmt heimildum Vísis var hann stunginn sex sinnum. Þá stóð til að taka skýrslu af meintum geranda, sem sagður er hafa brotið sér leið inn í hús þolandans. Ekki reyndist unnt að ræða við hann þar sem hann fannst rænulítill í fangaklefa sínum og var einnig fluttur á gjörgæslu. Sjá einnig: Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafi lokið seint í gærkvöldi. Bergur kveðst ekki hafa upplýsingar um líðan mannanna í dag. Ekki hefur reynst unnt að taka af þeim skýrslu og staða á rannsókninni þannig eftir því. Bergur segir að þó hafi staðið til að reyna að vekja hinn grunaða í dag. Þá sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að maðurinn var rænulítill í klefa sínum. Inntur eftir því hvort lögregla hafi skýra mynd af því sem gerðist aðfaranótt laugardags segir Bergur að búið sé að taka skýrslu af einum sem var í íbúðinni. Sá hafi þó ekki orðið vitni að árásinni sjálfri. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald þar sem ekki hefur reynst unnt að ræða við hinn grunaða. Sú ákvörðun segir Bergur að muni byggjast á rannsóknarhagsmunum og því sem hinn grunaði lýsir í yfirheyrslu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að þolandi árásarinnar hefði sjálfur í tvígang hlotið þriggja ára dóm fyrir hnífsstunguárás. Lögreglumál Norðurþing Tengdar fréttir Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42 Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Þrennt var handtekið vegna árásarinnar. 29. febrúar 2020 07:03 Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni. 29. febrúar 2020 01:48 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Lögregla á Norðurlandi eystra hefur enn ekki getað rætt við mann sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Kópaskeri aðfaranótt laugardags. Þeir liggja báðir á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu lauk vettvangsrannsókn í gær. Þrennt var handtekið eftir að tilkynnt var um árásina aðfaranótt laugardags. Tveimur þeirra, manni og konu, var sleppt úr haldi á laugardag þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Þolandi árásarinnar var fluttur á gjörgæslu en samkvæmt heimildum Vísis var hann stunginn sex sinnum. Þá stóð til að taka skýrslu af meintum geranda, sem sagður er hafa brotið sér leið inn í hús þolandans. Ekki reyndist unnt að ræða við hann þar sem hann fannst rænulítill í fangaklefa sínum og var einnig fluttur á gjörgæslu. Sjá einnig: Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafi lokið seint í gærkvöldi. Bergur kveðst ekki hafa upplýsingar um líðan mannanna í dag. Ekki hefur reynst unnt að taka af þeim skýrslu og staða á rannsókninni þannig eftir því. Bergur segir að þó hafi staðið til að reyna að vekja hinn grunaða í dag. Þá sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að maðurinn var rænulítill í klefa sínum. Inntur eftir því hvort lögregla hafi skýra mynd af því sem gerðist aðfaranótt laugardags segir Bergur að búið sé að taka skýrslu af einum sem var í íbúðinni. Sá hafi þó ekki orðið vitni að árásinni sjálfri. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald þar sem ekki hefur reynst unnt að ræða við hinn grunaða. Sú ákvörðun segir Bergur að muni byggjast á rannsóknarhagsmunum og því sem hinn grunaði lýsir í yfirheyrslu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að þolandi árásarinnar hefði sjálfur í tvígang hlotið þriggja ára dóm fyrir hnífsstunguárás.
Lögreglumál Norðurþing Tengdar fréttir Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42 Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Þrennt var handtekið vegna árásarinnar. 29. febrúar 2020 07:03 Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni. 29. febrúar 2020 01:48 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30
Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42
Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Þrennt var handtekið vegna árásarinnar. 29. febrúar 2020 07:03
Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni. 29. febrúar 2020 01:48