Stóð til að reyna að vekja hinn grunaða í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:31 Frá Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Lögregla á Norðurlandi eystra hefur enn ekki getað rætt við mann sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Kópaskeri aðfaranótt laugardags. Þeir liggja báðir á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu lauk vettvangsrannsókn í gær. Þrennt var handtekið eftir að tilkynnt var um árásina aðfaranótt laugardags. Tveimur þeirra, manni og konu, var sleppt úr haldi á laugardag þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Þolandi árásarinnar var fluttur á gjörgæslu en samkvæmt heimildum Vísis var hann stunginn sex sinnum. Þá stóð til að taka skýrslu af meintum geranda, sem sagður er hafa brotið sér leið inn í hús þolandans. Ekki reyndist unnt að ræða við hann þar sem hann fannst rænulítill í fangaklefa sínum og var einnig fluttur á gjörgæslu. Sjá einnig: Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafi lokið seint í gærkvöldi. Bergur kveðst ekki hafa upplýsingar um líðan mannanna í dag. Ekki hefur reynst unnt að taka af þeim skýrslu og staða á rannsókninni þannig eftir því. Bergur segir að þó hafi staðið til að reyna að vekja hinn grunaða í dag. Þá sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að maðurinn var rænulítill í klefa sínum. Inntur eftir því hvort lögregla hafi skýra mynd af því sem gerðist aðfaranótt laugardags segir Bergur að búið sé að taka skýrslu af einum sem var í íbúðinni. Sá hafi þó ekki orðið vitni að árásinni sjálfri. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald þar sem ekki hefur reynst unnt að ræða við hinn grunaða. Sú ákvörðun segir Bergur að muni byggjast á rannsóknarhagsmunum og því sem hinn grunaði lýsir í yfirheyrslu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að þolandi árásarinnar hefði sjálfur í tvígang hlotið þriggja ára dóm fyrir hnífsstunguárás. Lögreglumál Norðurþing Tengdar fréttir Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42 Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Þrennt var handtekið vegna árásarinnar. 29. febrúar 2020 07:03 Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni. 29. febrúar 2020 01:48 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Lögregla á Norðurlandi eystra hefur enn ekki getað rætt við mann sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Kópaskeri aðfaranótt laugardags. Þeir liggja báðir á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu lauk vettvangsrannsókn í gær. Þrennt var handtekið eftir að tilkynnt var um árásina aðfaranótt laugardags. Tveimur þeirra, manni og konu, var sleppt úr haldi á laugardag þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Þolandi árásarinnar var fluttur á gjörgæslu en samkvæmt heimildum Vísis var hann stunginn sex sinnum. Þá stóð til að taka skýrslu af meintum geranda, sem sagður er hafa brotið sér leið inn í hús þolandans. Ekki reyndist unnt að ræða við hann þar sem hann fannst rænulítill í fangaklefa sínum og var einnig fluttur á gjörgæslu. Sjá einnig: Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafi lokið seint í gærkvöldi. Bergur kveðst ekki hafa upplýsingar um líðan mannanna í dag. Ekki hefur reynst unnt að taka af þeim skýrslu og staða á rannsókninni þannig eftir því. Bergur segir að þó hafi staðið til að reyna að vekja hinn grunaða í dag. Þá sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að maðurinn var rænulítill í klefa sínum. Inntur eftir því hvort lögregla hafi skýra mynd af því sem gerðist aðfaranótt laugardags segir Bergur að búið sé að taka skýrslu af einum sem var í íbúðinni. Sá hafi þó ekki orðið vitni að árásinni sjálfri. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald þar sem ekki hefur reynst unnt að ræða við hinn grunaða. Sú ákvörðun segir Bergur að muni byggjast á rannsóknarhagsmunum og því sem hinn grunaði lýsir í yfirheyrslu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að þolandi árásarinnar hefði sjálfur í tvígang hlotið þriggja ára dóm fyrir hnífsstunguárás.
Lögreglumál Norðurþing Tengdar fréttir Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42 Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Þrennt var handtekið vegna árásarinnar. 29. febrúar 2020 07:03 Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni. 29. febrúar 2020 01:48 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30
Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42
Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Þrennt var handtekið vegna árásarinnar. 29. febrúar 2020 07:03
Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni. 29. febrúar 2020 01:48