Tryggjum frjálsa sölu lausasölulyfja Vilhjálmur Árnason skrifar 2. mars 2020 13:56 Höfuðmarkmið frumvarp heilbrigðisráðherra til lyfjalaga , sem nú er í meðförum þingsins, er að tryggja öryggi sjúklinga, ekki síst afhendingaröryggi. Nægilegt framboð sé til staðar af nauðsynlegum lyfjum og dreifing lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni sé sem hagkvæmust. Endurskoðun lyfjalaganna er löngu tímabær og takist vel til má gera ráð fyrir að ný lyfjalög verði sett til langs tíma. Gæði og öryggi lyfja og þjónustunnar með þau skiptir miklu máli, sömuleiðis aukin fræðsla, forvarnir og að lyfjakostnaði sé haldið í lágmarki. Þrátt fyrir umræðu um háan lyfjakostnað, þá er vert að athuga að heildarmyndin breytist jafnan ekki milli ára því eldri lyf lækka í kostnaði, ekki síst vegna samheitalyfja. Lyfjakostnaður sem hluti af útgjöldum er fasti, eða rétt rúm 8% af heildarútgjöldum í ár. Að mínu mati er bráðnauðsynlegt að gera breytingar á frumvarpi til lyfjalaga sem heimilar frjálsa sölu lausasölulyfja og ekki er gert ráð fyrir í þeim frumvarpsdrögum sem Velferðarnefnd hefur til meðferðar. Hagstæðasta lyfjaverðið verður aðeins tryggt með samkeppni og í því skyni mætti með tiltölulega einföldum hætti breyta lyfjalögum á þann veg að Lyfjastofnun fái heimild til að veita almennum verslunum undanþágu til að selja lausasölulyf og bæta þar með þjónustuna við almenning, ekki síst í hinum dreifðari byggðum þar sem víða er langt á milli lyfjabúða og opnunartími þeirra takmarkaður. Það er auðvitað fráleitt að fólk geti ekki nálgast slík lyf, sem notuð eru hversdagslegum tilgangi og hægt er að kaupa án lyfseðils, nema að apótek sé í grennd. Það er mikið hagsmunamál og spurning um lífsgæði fólks um land allt að aðgengi að lausasölulyfjum sé greitt. Það er bjargföst trú mín að þessi breyting á lögunum sem nú eru til umfjöllunar auki bæði samkeppni og lækki verð til neytenda. Um leið eykst framboð lausasölulyfja um land allt sem bætir þjónustuna og eykur lífsgæði borgaranna og öryggi. Því spyr ég, er eftir einhverju að bíða? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Vilhjálmur Árnason Alþingi Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Höfuðmarkmið frumvarp heilbrigðisráðherra til lyfjalaga , sem nú er í meðförum þingsins, er að tryggja öryggi sjúklinga, ekki síst afhendingaröryggi. Nægilegt framboð sé til staðar af nauðsynlegum lyfjum og dreifing lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni sé sem hagkvæmust. Endurskoðun lyfjalaganna er löngu tímabær og takist vel til má gera ráð fyrir að ný lyfjalög verði sett til langs tíma. Gæði og öryggi lyfja og þjónustunnar með þau skiptir miklu máli, sömuleiðis aukin fræðsla, forvarnir og að lyfjakostnaði sé haldið í lágmarki. Þrátt fyrir umræðu um háan lyfjakostnað, þá er vert að athuga að heildarmyndin breytist jafnan ekki milli ára því eldri lyf lækka í kostnaði, ekki síst vegna samheitalyfja. Lyfjakostnaður sem hluti af útgjöldum er fasti, eða rétt rúm 8% af heildarútgjöldum í ár. Að mínu mati er bráðnauðsynlegt að gera breytingar á frumvarpi til lyfjalaga sem heimilar frjálsa sölu lausasölulyfja og ekki er gert ráð fyrir í þeim frumvarpsdrögum sem Velferðarnefnd hefur til meðferðar. Hagstæðasta lyfjaverðið verður aðeins tryggt með samkeppni og í því skyni mætti með tiltölulega einföldum hætti breyta lyfjalögum á þann veg að Lyfjastofnun fái heimild til að veita almennum verslunum undanþágu til að selja lausasölulyf og bæta þar með þjónustuna við almenning, ekki síst í hinum dreifðari byggðum þar sem víða er langt á milli lyfjabúða og opnunartími þeirra takmarkaður. Það er auðvitað fráleitt að fólk geti ekki nálgast slík lyf, sem notuð eru hversdagslegum tilgangi og hægt er að kaupa án lyfseðils, nema að apótek sé í grennd. Það er mikið hagsmunamál og spurning um lífsgæði fólks um land allt að aðgengi að lausasölulyfjum sé greitt. Það er bjargföst trú mín að þessi breyting á lögunum sem nú eru til umfjöllunar auki bæði samkeppni og lækki verð til neytenda. Um leið eykst framboð lausasölulyfja um land allt sem bætir þjónustuna og eykur lífsgæði borgaranna og öryggi. Því spyr ég, er eftir einhverju að bíða? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar