Leikið er bæði heima og heiman í bikarnum og töpuðu Elvar og félagar fyrri leiknum með 25 stiga mun þann 27. desember síðastliðinn.
Elvar og félagar voru þó ekki af baki dottnir og unnu síðari leik liðanna í kvöld með 27 stiga mun og eru þar af leiðandi á leiðinni í átta liða úrslitin.
Elvar Már spilaði stóra rullu í sigrinum. Hann skoraði 27 stig, gaf níu stoðsendingar og tók eitt fráköst en hann hefur verið potturinn og pannan í liði Šiauliai frá því að hann kom til félagsins.
Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.