Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2021 13:51 Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. Hins vegar liggur ekki alveg fyrir hvort þeir vilji með því meina að þeir sem mótmæltu í búsáhaldabyltingunni séu af sama sauðahúsi og þeir sem ruddust inn í þinghúsið í Bandaríkjunum, meðal annars að áeggjan Donalds Trumps sem senn lætur af störfum sem forseti Bandaríkjanna? Í því felst athyglisverð mótsögn sem er sú að mótmælendur í Bandaríkjunum, stuðningsmenn Trumps eru helst Republikanar – hægri menn - meðan í búsáhaldabyltingunni, hvers slagorð var vanhæf ríkisstjórn en þá var Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins forsætisráðherra; þeir vildu ríkisstjórnina frá og eru þá í þeim skilningi vinstri menn. Og/eða hvort þeir Sjálfstæðismenn sem nú hafa stigið fram vilji meina að hræsni einkenni þá sem vilja fordæma árásina á þinghúsið en voru virkir í Búsáhaldabyltingunni? Og þá að sami rassinn sé meira og minna undir öllum? Kannski finna þeir inn á að þeim sem tóku virkan þátt í búsáhaldabyltingunni er raun á þessum samanburði því það þarf að hafa talsvert fyrir því að steypa þessum tveimur atburðum í sama mót. Sólveig Anna og búsáhaldabyltingin Í fyrra var þess minnst að tíu ára voru frá Búsáhaldabyltingunni. Til samanburðar: Sunna Kristín Hilmarsdóttir blaðamaður Vísis ritaði ítarlega úttekt af því tilefni sem sjá má hér neðar. Þar ræðir Sunna Kristin meðal annars við Sólveigu Önnu Jónsdóttur núverandi formann Eflingar, en hún var ein hinna svokölluðu nímenninga sem ákærðir voru en sýknaðir fyrir að hafa ruðst inn á þingpallana. Sólveig Anna tók virkan þátt í búsáhaldabyltingunni og segir meðal annars: „Ég var bara að fara sem manneskjan ég af því að mér fannst þetta vera bara mjög mikilvægt og líka vegna þess að ég var kannski með svolítið uppsafnaða þörf frá dvöl minni í Bandaríkjunum til þess að mótmæla af því að ég hafði orðið mjög svona pólitískt meðvituð þar undir viðbjóðslegri stjórn George W. Bush og hans glæpahyskis. Sólveig Anna Jónsdóttir. Var virk í Búsáhaldabyltingunni og var meðal hinna svonefndu nímenninga sem ákærðir voru fyrir að hafa ruðst inn í þinghúsið en sýknuð. Vandséð er að hún hefði látið til sín taka í mótmælunum miklu í Bandaríkjunum, miðað við orð hennar.vísir/vilhelm Ég hafði líka upplifað mjög sterkt hvað stéttaskiptingin og kapítalisminn var rosalega skaðlegur samfélaginu. Ég var líka búin að velta fjármálavæðingunni og því öllu fyrir mér þannig að ég var bara svona mjög tilbúin til þess að mótmæla því sem ég sá, svona kerfisbundið vandamál orsakað af kapítalismanum, nýfrjálshyggjunni og fjármálavæðingunni,“ sagði Sólveig Anna þá og erfitt að sjá það fyrir sér að hún hefði, á þessum forsendum, tekið þátt í óeirðunum í Bandaríkjunum, undir þeim fána sem þær fóru fram undir. Bæði árás á vöggu lýðræðis En Sjálfstæðismenn sjá lítinn mun. Einn þeirra sem nú hefur stigið fram og viljað leggja óeirðirnar í Bandaríkjunum að jöfnu er Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann ritaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann segir vert að fordæma fortakslaust innrás æsts múgs í þinghúsið í Bandaríkjunum. Í framhaldi segir Jón meðal annars. Það var ömurlegt að fylgjast með fordæmalausum atburðum í Bandaríkjunum þegar æstur múgur réðst til atlögu við lögreglu...Posted by Jón Gunnarsson on Föstudagur, 8. janúar 2021 „Fyrir mig sem upplifði atburðina verandi í Alþingishúsinu 2009 rifjar þetta upp óþægilegar minningar. Margt er svo keimlíkt með því sem nú átti sér stað og þess sem átti sér stað við Austurvöll í árás á þinghúsið, vöggu lýðræðis í landinu. Þá var líka ástæða til að gera athugasemdir við framkomu ákveðinna þingmanna sem var til skammar fyrir þá og þeirra stjórnmálaflokka.“ Miklar umræður myndast í athugasemdum á Facebooksíðu Jóns. Fjölmargir hafa talið þennan samanburð fráleitan og hafa tekið hann óstinnt upp. Ein þeirra er Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar en þau Jón Gunnarsson tókust á um málið í Bítinu í morgun, í athyglisverðu viðtali. Hannes leggur línuna Fyrstur flokksbundinna Sjálfstæðismanna til að vekja athygli á þessum meintu líkindum er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, sem lengi hefur verið talinn helsti hugmyndafræðingur flokksins. Fljótlega eftir að tíðindin spurðust, um miðja síðustu viku eða 6. janúar, taldi hann að um hliðstæða atburði væri að ræða. Hannes Hólmsteinn var fljótur að koma auga á að þarna væri um hliðstæða atburði að ræða og á eftir fylgdu Sjálfstæðismenn margir.visir/Stefán Óli „Hræðilegt að sjá þessa árás á þinghúsið í Washington-borg. Fyrir neðan allar hellur, svipað og þegar Sólveig Anna og félagar réðust inn í Alþingishúsið forðum, þótt auðvitað sé þetta miklu alvarlegra, því að spellvirkjarnir vestra eru fleiri og geta meira. Við eigum að leysa mál friðsamlega, ekki með ofbeldi. Við hljótum að fordæma alla ofbeldisseggi. Þingið á að vera látið í friði, jafnt í Bandaríkjunum og á Íslandi.“ Hannes ritaði grein sem hann birti á vefsíðu sinni þar sem hann vill færa rök fyrir því að þarna sé um hliðstæðan atburð að ræða. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss, gegnheill Sjálfstæðismaður, er á sama máli. Hann segir fólkið sem mætti fyrir rúmum áratug á Austurvöll almennt hafa verið til fyrirmyndar en hið sama megi segja um „þá rúmlega 74 milljónir kjósenda sem studdu Trump og lang flesta þeirra sem vilja gera breytingu á stjórnarskránni. Það er hinsvegar afar hættulegt þegar leiðtogar eins og Donald Trump, Ragnar Aðalsteinsson, Katrín Oddsdóttir og aðrir popúlistar tala fyrir byltingu, valdaráni og árásum á hornsteina lýðræðissamfélagsins.“ Sjálfstæðismenn leggja traust sitt á Katrínu Elliði ritaði, líkt og Hannes, grein um málið á sína vefsíðu sem flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa keppst við að deila. Einn þeirra er Sturla Böðvarsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem telur grein Elliða góða og hvatningu til landsmanna að gæta hófs. Sjálfstæðismenn vilja lítinn sem engan mun sjá á stuðingsmönnum Trump og þeim sem mótmæltu í Búsáhaldabyltingunni. „Það var vissulega gerð tilraun til þess að yfirtaka Alþingi með valdi haustið 2008 og veturinn 2009 og ríkisstjórn Jóhönnu gerði tilraun til þess að breyta með óforsvaranlegum hætti þeirri stjórnarskrá sem okkar fámennu þjóð hefur gefist vel. Okkur sjálfstæðismönnum sem vorum á þingi veturinn 2009 tókst að stöðva það ætlunarverk. En sama fólkið og veittist að Alþingi með ofbeldi er enn við sama heygarðshornið svo sem Elliði bendir réttilega á.“ Sturla notar tækifærið og lýsir yfir stuðningi við sitjandi ríkisstjórn. „Ég vona að núverandi forsætisráðherra vinni áfram vel með sínu besta samstarfsfólki og leggi til breytingar á stjórnarskránni sem verði til farsældar. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt það í verki að henni er treystandi og lætur ekki öfgahópa ráða för.“ Óhugnaðurinn og Búsáhaldabyltingin Enn einn Sjálfstæðismaðurinn sem hér verður nefndur til sögunnar í þessu samhengi er bókaútgefandinn Jónas Sigurgeirsson, eiginmaður Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði. Jón Gunnarsson ásamt félögum sínum úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins: Ásmundi Friðrikssyni, Haraldi Benediktssyni og Náli Trausta Friðbertssyni en þeir sjá ekki mikinn mun, ef þá nokkurn, á Búsáhaldabyltingunni og óreirðunum í Bandaríkjunum.visir/vilhelm „Fæ ekki skilið hvernig hægt er að fordæma árás á þinghúsið í Bandaríkjunum en verja um leið árásina á Alþingi í desember 2008?“ spyr Jónas sem notar tækifærið og bendir á bókina Búsáhaldabyltinguna sem Stefán Gunnar Sveinsson, sagnfræðingur og blaðamaður, skrifaði árið 2013. „Frábært yfirlitsrit um óhugnaðinn sem gerðist við alþingishúsið þessa daga. Bókin er byggð á viðtölum við fjölmarga sem urðu vitni að þessum atburðum. Í eðli sínu eru þessar árásir eins, en lögreglan hér rétt náði að koma í veg fyrir að „mótmælendur“ kæmust inn í þinghúsið.“ Sjálfstæðismenn virðast þarna hafa fundið málstað sem sameinar þá. Búsáhaldabyltingin situr í flokksmönnum og er þeim í fersku minni. Þá hafa bæði ritstjórar Morgunblaðsins sem og Fréttablaðsins ritað viðhorfspistla þar sem þeir vilja meina að þessi samanburður sé ekki fráleitur. Það vilja ýmsir hafa til marks um að hin prentaða pressa á Íslandi halli sér með afgerandi hætti til hægri. Afhverju vill hann ekki lengur nefna mig á nafn? Hvað hefur gerst á milli okkar? Ég hélt að samband okkar væri stöðugt...Posted by Sólveig Anna Jónsdóttir on Föstudagur, 8. janúar 2021 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Fréttaskýringar Hrunið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Hins vegar liggur ekki alveg fyrir hvort þeir vilji með því meina að þeir sem mótmæltu í búsáhaldabyltingunni séu af sama sauðahúsi og þeir sem ruddust inn í þinghúsið í Bandaríkjunum, meðal annars að áeggjan Donalds Trumps sem senn lætur af störfum sem forseti Bandaríkjanna? Í því felst athyglisverð mótsögn sem er sú að mótmælendur í Bandaríkjunum, stuðningsmenn Trumps eru helst Republikanar – hægri menn - meðan í búsáhaldabyltingunni, hvers slagorð var vanhæf ríkisstjórn en þá var Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins forsætisráðherra; þeir vildu ríkisstjórnina frá og eru þá í þeim skilningi vinstri menn. Og/eða hvort þeir Sjálfstæðismenn sem nú hafa stigið fram vilji meina að hræsni einkenni þá sem vilja fordæma árásina á þinghúsið en voru virkir í Búsáhaldabyltingunni? Og þá að sami rassinn sé meira og minna undir öllum? Kannski finna þeir inn á að þeim sem tóku virkan þátt í búsáhaldabyltingunni er raun á þessum samanburði því það þarf að hafa talsvert fyrir því að steypa þessum tveimur atburðum í sama mót. Sólveig Anna og búsáhaldabyltingin Í fyrra var þess minnst að tíu ára voru frá Búsáhaldabyltingunni. Til samanburðar: Sunna Kristín Hilmarsdóttir blaðamaður Vísis ritaði ítarlega úttekt af því tilefni sem sjá má hér neðar. Þar ræðir Sunna Kristin meðal annars við Sólveigu Önnu Jónsdóttur núverandi formann Eflingar, en hún var ein hinna svokölluðu nímenninga sem ákærðir voru en sýknaðir fyrir að hafa ruðst inn á þingpallana. Sólveig Anna tók virkan þátt í búsáhaldabyltingunni og segir meðal annars: „Ég var bara að fara sem manneskjan ég af því að mér fannst þetta vera bara mjög mikilvægt og líka vegna þess að ég var kannski með svolítið uppsafnaða þörf frá dvöl minni í Bandaríkjunum til þess að mótmæla af því að ég hafði orðið mjög svona pólitískt meðvituð þar undir viðbjóðslegri stjórn George W. Bush og hans glæpahyskis. Sólveig Anna Jónsdóttir. Var virk í Búsáhaldabyltingunni og var meðal hinna svonefndu nímenninga sem ákærðir voru fyrir að hafa ruðst inn í þinghúsið en sýknuð. Vandséð er að hún hefði látið til sín taka í mótmælunum miklu í Bandaríkjunum, miðað við orð hennar.vísir/vilhelm Ég hafði líka upplifað mjög sterkt hvað stéttaskiptingin og kapítalisminn var rosalega skaðlegur samfélaginu. Ég var líka búin að velta fjármálavæðingunni og því öllu fyrir mér þannig að ég var bara svona mjög tilbúin til þess að mótmæla því sem ég sá, svona kerfisbundið vandamál orsakað af kapítalismanum, nýfrjálshyggjunni og fjármálavæðingunni,“ sagði Sólveig Anna þá og erfitt að sjá það fyrir sér að hún hefði, á þessum forsendum, tekið þátt í óeirðunum í Bandaríkjunum, undir þeim fána sem þær fóru fram undir. Bæði árás á vöggu lýðræðis En Sjálfstæðismenn sjá lítinn mun. Einn þeirra sem nú hefur stigið fram og viljað leggja óeirðirnar í Bandaríkjunum að jöfnu er Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann ritaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann segir vert að fordæma fortakslaust innrás æsts múgs í þinghúsið í Bandaríkjunum. Í framhaldi segir Jón meðal annars. Það var ömurlegt að fylgjast með fordæmalausum atburðum í Bandaríkjunum þegar æstur múgur réðst til atlögu við lögreglu...Posted by Jón Gunnarsson on Föstudagur, 8. janúar 2021 „Fyrir mig sem upplifði atburðina verandi í Alþingishúsinu 2009 rifjar þetta upp óþægilegar minningar. Margt er svo keimlíkt með því sem nú átti sér stað og þess sem átti sér stað við Austurvöll í árás á þinghúsið, vöggu lýðræðis í landinu. Þá var líka ástæða til að gera athugasemdir við framkomu ákveðinna þingmanna sem var til skammar fyrir þá og þeirra stjórnmálaflokka.“ Miklar umræður myndast í athugasemdum á Facebooksíðu Jóns. Fjölmargir hafa talið þennan samanburð fráleitan og hafa tekið hann óstinnt upp. Ein þeirra er Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar en þau Jón Gunnarsson tókust á um málið í Bítinu í morgun, í athyglisverðu viðtali. Hannes leggur línuna Fyrstur flokksbundinna Sjálfstæðismanna til að vekja athygli á þessum meintu líkindum er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, sem lengi hefur verið talinn helsti hugmyndafræðingur flokksins. Fljótlega eftir að tíðindin spurðust, um miðja síðustu viku eða 6. janúar, taldi hann að um hliðstæða atburði væri að ræða. Hannes Hólmsteinn var fljótur að koma auga á að þarna væri um hliðstæða atburði að ræða og á eftir fylgdu Sjálfstæðismenn margir.visir/Stefán Óli „Hræðilegt að sjá þessa árás á þinghúsið í Washington-borg. Fyrir neðan allar hellur, svipað og þegar Sólveig Anna og félagar réðust inn í Alþingishúsið forðum, þótt auðvitað sé þetta miklu alvarlegra, því að spellvirkjarnir vestra eru fleiri og geta meira. Við eigum að leysa mál friðsamlega, ekki með ofbeldi. Við hljótum að fordæma alla ofbeldisseggi. Þingið á að vera látið í friði, jafnt í Bandaríkjunum og á Íslandi.“ Hannes ritaði grein sem hann birti á vefsíðu sinni þar sem hann vill færa rök fyrir því að þarna sé um hliðstæðan atburð að ræða. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss, gegnheill Sjálfstæðismaður, er á sama máli. Hann segir fólkið sem mætti fyrir rúmum áratug á Austurvöll almennt hafa verið til fyrirmyndar en hið sama megi segja um „þá rúmlega 74 milljónir kjósenda sem studdu Trump og lang flesta þeirra sem vilja gera breytingu á stjórnarskránni. Það er hinsvegar afar hættulegt þegar leiðtogar eins og Donald Trump, Ragnar Aðalsteinsson, Katrín Oddsdóttir og aðrir popúlistar tala fyrir byltingu, valdaráni og árásum á hornsteina lýðræðissamfélagsins.“ Sjálfstæðismenn leggja traust sitt á Katrínu Elliði ritaði, líkt og Hannes, grein um málið á sína vefsíðu sem flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa keppst við að deila. Einn þeirra er Sturla Böðvarsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem telur grein Elliða góða og hvatningu til landsmanna að gæta hófs. Sjálfstæðismenn vilja lítinn sem engan mun sjá á stuðingsmönnum Trump og þeim sem mótmæltu í Búsáhaldabyltingunni. „Það var vissulega gerð tilraun til þess að yfirtaka Alþingi með valdi haustið 2008 og veturinn 2009 og ríkisstjórn Jóhönnu gerði tilraun til þess að breyta með óforsvaranlegum hætti þeirri stjórnarskrá sem okkar fámennu þjóð hefur gefist vel. Okkur sjálfstæðismönnum sem vorum á þingi veturinn 2009 tókst að stöðva það ætlunarverk. En sama fólkið og veittist að Alþingi með ofbeldi er enn við sama heygarðshornið svo sem Elliði bendir réttilega á.“ Sturla notar tækifærið og lýsir yfir stuðningi við sitjandi ríkisstjórn. „Ég vona að núverandi forsætisráðherra vinni áfram vel með sínu besta samstarfsfólki og leggi til breytingar á stjórnarskránni sem verði til farsældar. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt það í verki að henni er treystandi og lætur ekki öfgahópa ráða för.“ Óhugnaðurinn og Búsáhaldabyltingin Enn einn Sjálfstæðismaðurinn sem hér verður nefndur til sögunnar í þessu samhengi er bókaútgefandinn Jónas Sigurgeirsson, eiginmaður Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði. Jón Gunnarsson ásamt félögum sínum úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins: Ásmundi Friðrikssyni, Haraldi Benediktssyni og Náli Trausta Friðbertssyni en þeir sjá ekki mikinn mun, ef þá nokkurn, á Búsáhaldabyltingunni og óreirðunum í Bandaríkjunum.visir/vilhelm „Fæ ekki skilið hvernig hægt er að fordæma árás á þinghúsið í Bandaríkjunum en verja um leið árásina á Alþingi í desember 2008?“ spyr Jónas sem notar tækifærið og bendir á bókina Búsáhaldabyltinguna sem Stefán Gunnar Sveinsson, sagnfræðingur og blaðamaður, skrifaði árið 2013. „Frábært yfirlitsrit um óhugnaðinn sem gerðist við alþingishúsið þessa daga. Bókin er byggð á viðtölum við fjölmarga sem urðu vitni að þessum atburðum. Í eðli sínu eru þessar árásir eins, en lögreglan hér rétt náði að koma í veg fyrir að „mótmælendur“ kæmust inn í þinghúsið.“ Sjálfstæðismenn virðast þarna hafa fundið málstað sem sameinar þá. Búsáhaldabyltingin situr í flokksmönnum og er þeim í fersku minni. Þá hafa bæði ritstjórar Morgunblaðsins sem og Fréttablaðsins ritað viðhorfspistla þar sem þeir vilja meina að þessi samanburður sé ekki fráleitur. Það vilja ýmsir hafa til marks um að hin prentaða pressa á Íslandi halli sér með afgerandi hætti til hægri. Afhverju vill hann ekki lengur nefna mig á nafn? Hvað hefur gerst á milli okkar? Ég hélt að samband okkar væri stöðugt...Posted by Sólveig Anna Jónsdóttir on Föstudagur, 8. janúar 2021
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Fréttaskýringar Hrunið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira