Gæti misst af þrjátíu milljörðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2021 16:32 Bitcoin er rafræn mynt og stunda eigendur hennar ekki viðskipti með skildingi líkt og þessum. vísir/getty Þýski forritarinn Stefan Thomas á ekki nema tvær tilraunir eftir til að finna lykilorðið að harða disknum sínum. Venjulega væri það ekkert stórmál en á þessum diski Thomas er Bitcoin-veski með rafmynt að andvirði 31 milljarðs íslenskra króna. The New York Times greindi frá málinu en virði rafmyntarinnar er nú í hæstu hæðum. Eitt Bitcoin er virði tæplega 4,5 milljóna króna og fékk Thomas 7.002 einingar í greiðslu fyrir að búa til myndband um hvernig rafmyntir virka fyrir rúmum áratug. Þá var myntin ekki virði nema fáeinna bandaríkjadala og geymdi Thomas veskið á hörðum diski og skrifaði lykilorðið á blað sem nú er týnt. Eftir tíu rangar ágiskanir verður disknum læst og veskið óaðgengilegt. Alex Stamos, fyrrverandi yfirmaður öryggismála hjá Facebook, bauð Thomas aðstoð sína á Twitter, sagðist geta komist framhjá lykilorðinu í skiptum fyrir tíu prósenta hlut. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er þetta ekki í fyrsta skipti sem menn verða af milljörðum vegna tapaðra Bitcoin-veskja. Talið er að Bitcoin-einingar að andvirði átján billjóna króna séu fastar í læstum veskjum. Rafmyntir Bandaríkin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
The New York Times greindi frá málinu en virði rafmyntarinnar er nú í hæstu hæðum. Eitt Bitcoin er virði tæplega 4,5 milljóna króna og fékk Thomas 7.002 einingar í greiðslu fyrir að búa til myndband um hvernig rafmyntir virka fyrir rúmum áratug. Þá var myntin ekki virði nema fáeinna bandaríkjadala og geymdi Thomas veskið á hörðum diski og skrifaði lykilorðið á blað sem nú er týnt. Eftir tíu rangar ágiskanir verður disknum læst og veskið óaðgengilegt. Alex Stamos, fyrrverandi yfirmaður öryggismála hjá Facebook, bauð Thomas aðstoð sína á Twitter, sagðist geta komist framhjá lykilorðinu í skiptum fyrir tíu prósenta hlut. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er þetta ekki í fyrsta skipti sem menn verða af milljörðum vegna tapaðra Bitcoin-veskja. Talið er að Bitcoin-einingar að andvirði átján billjóna króna séu fastar í læstum veskjum.
Rafmyntir Bandaríkin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira