RAX Augnablik: „Við ætluðum aðeins nær en þá kemur elding í vélina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2021 07:01 Ragnar Axelsson segir að það sé mikilvægt að „panikka“ ekki í aðstæðum eins og hann lenti í fyrir ofan gosið í Grímsvötnum árið 2011. Þannig nái hann að halda skýrri hugsun. RAX „Eldgos eru dálítið sérstök á Íslandi. Ég er búin að fara í öll eldgos á Íslandi í fjörutíu ár,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Það verður að teljast skiljanlegt enda náttúruhamfarir oft mikið sjónarspil. „Mér finnst það alltaf svolítið spennandi. Maður þarf að fara varlega því þetta getur verið hættulegt en það þarf að skrásetja þetta.“ RAX kemur sér oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum og eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er gott dæmi um það. Hann flýgur á staðinn með Arnari Jónssyni vini sínum, en þeir voru saman í flugklúbb. „Við ákváðum að reyna að fljúga eins langt og við þorum. Mér hefur oft langað til að fara á einhvern stað til að mynda eldingar en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingum séu ljósmyndarar að taka mynd á þrífæti því eldingin fer alltaf í hæsta punkt.“ Ljósmyndarinn vildi ná eldingu inn á mynd og átti það eftir að reynast hættulegt verkefni. Hægt er að heyra söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Á eldingaveiðum er tæpar fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Vildi sýna hvernig fólkinu leið RAX náði líka einstökum ljósmyndum á jörðu niðri í kringum eldgosið í Grímsvötnum árið 2011, sem sýndu ástandið á svæðinu vel. Hann sagði söguna á bak við myndirnar sem hann tók þar í öðrum þætti af RAX Augnablik. „Það verður bara allt svart,“ segir RAX um tilfinninguna að keyra undir gosmökkinn. Fylgdist hann meðal annars með tveimur bændum kljást við afleiðingarnar af gosinu. „Ég fer með honum út á tún að tína upp dáin lömb,“ segir RAX um eina af myndunum sem hann tók þennan dag. „Augnablikið var í augunum á honum, sorgin, yfir því að missa lömbin, það var þetta augnablik sem ég vildi ná, að sýna hvernig fólki leið.“ Hægt er að horfa á þáttinn Undir gosmekkinum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun Vatnajökulsþjóðgarður Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir RAX Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Mér finnst það alltaf svolítið spennandi. Maður þarf að fara varlega því þetta getur verið hættulegt en það þarf að skrásetja þetta.“ RAX kemur sér oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum og eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er gott dæmi um það. Hann flýgur á staðinn með Arnari Jónssyni vini sínum, en þeir voru saman í flugklúbb. „Við ákváðum að reyna að fljúga eins langt og við þorum. Mér hefur oft langað til að fara á einhvern stað til að mynda eldingar en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingum séu ljósmyndarar að taka mynd á þrífæti því eldingin fer alltaf í hæsta punkt.“ Ljósmyndarinn vildi ná eldingu inn á mynd og átti það eftir að reynast hættulegt verkefni. Hægt er að heyra söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Á eldingaveiðum er tæpar fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Vildi sýna hvernig fólkinu leið RAX náði líka einstökum ljósmyndum á jörðu niðri í kringum eldgosið í Grímsvötnum árið 2011, sem sýndu ástandið á svæðinu vel. Hann sagði söguna á bak við myndirnar sem hann tók þar í öðrum þætti af RAX Augnablik. „Það verður bara allt svart,“ segir RAX um tilfinninguna að keyra undir gosmökkinn. Fylgdist hann meðal annars með tveimur bændum kljást við afleiðingarnar af gosinu. „Ég fer með honum út á tún að tína upp dáin lömb,“ segir RAX um eina af myndunum sem hann tók þennan dag. „Augnablikið var í augunum á honum, sorgin, yfir því að missa lömbin, það var þetta augnablik sem ég vildi ná, að sýna hvernig fólki leið.“ Hægt er að horfa á þáttinn Undir gosmekkinum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun Vatnajökulsþjóðgarður Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir RAX Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning