Skipverjum létt að málinu sé lokið en furða sig á refsingunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2021 09:30 Frá komu Júlíusar Geirmundssonar í Ísafjarðarhöfn í október síðastliðnum. Hafþór Skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni sem smituðust af Covid-19 í veiðiferð um borð í skipinu er létt að máli vegna veikinda þeirra sé lokið en óvissan hefur verið þeim þungbær. Einhverjir þeirra séu þó undrandi á dómi skipstjóra togarans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða. Tuttugu og tveir skipverjar af tuttugu og fimm sýktust af kórónuveirunni um borð í frystitogaranum í október síðastliðnum. Skipstjórinn, Sveinn Geir Arnarsson, játaði sök þegar mál gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á fimmtudag. Var honum gert að greiða 750 þúsund króna sekt og sæta sviptingu skipstjórnarréttinda í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ „Að því gefnu að upplýsingar félagsins séu réttar er allur vafi tekinn af varðandi réttarstöðu þeirra skipverja sem staðið hafa í veikindum í veiðiferðinni og í kjölfar hennar, en útgerð er ábyrg fyrir ákvörðunum skipstjóra valdist skaði af. Heilsufar flestra skipverja hefur sem betur fer verið að þokast til betri vegar, en þeir sem enn glíma við veikindi eru nú í vissu um að þeir haldi launum til jafns við það sem þeir hefðu haft væru þeir vinnufærir og heilir heilsu,“ segir í yfirlýsingu VerkVest. Skipverjar undrandi á refsingunni Þá segir í yfirlýsingu að skipverjar sem hafi haft samband við verkalýðsfélagið séu undrandi á að hafa gengið í gegnum tímabil þar sem þeir töldu lífi sínu og heilsu ógnað, „og sjá svo að refsingin sem skipstjórinn er dæmdur til sé ekki ólík refsingu fyrir samlokustuld í Krónunni,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni er einnig tæpt á því að sú þjáning sem skipstjórinn hefur orðið fyrir „vegna sinna mistaka, ekki ásetningsbrots, heldur mistaka og dómgreindarleysis,“ sé minna í sviðsljósinu. Telur verkalýðsfélagið að í málinu hafi allir tapað og er það von félagsins að íslenskir sjómenn þurfi aldrei að upplifa annað slíkt mál um ókomna tíð. „Nú er liðið vel á þriðja mánuð frá því þessari örlagaríku veiðiferð lauk og þrátt fyrir batnandi heilsu flestra skipverja á það ekki við um alla, en of snemmt er að segja til um hvort allir nái fullri heilsu á ný. Allir sem að málinu koma gera sitt besta til að lágmarka þann skaða sem hlotist hefur, en ekki er hægt að líta fram hjá því að hvorki er um slys né veikindi af eðlilegum orsökum að ræða.“ Þá segir að rangar ákvarðanir sem teknar hafi verið hafi valdið skipverjum alvarlegum skaða. Samfélagslegur kostnaður vegna þess sé nú þegar orðinn gríðarlegur, sem og fjárhagsskaði útgerðarinnar. Álitshnekkir fyrir svæðið verði ekki metnir til fjár. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Tuttugu og tveir skipverjar af tuttugu og fimm sýktust af kórónuveirunni um borð í frystitogaranum í október síðastliðnum. Skipstjórinn, Sveinn Geir Arnarsson, játaði sök þegar mál gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á fimmtudag. Var honum gert að greiða 750 þúsund króna sekt og sæta sviptingu skipstjórnarréttinda í fjóra mánuði. Sveinn var ákærður fyrir að brjóta gegn annarri málsgrein 34. greinar sjómannalaga, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skal skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef eigi reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.“ „Að því gefnu að upplýsingar félagsins séu réttar er allur vafi tekinn af varðandi réttarstöðu þeirra skipverja sem staðið hafa í veikindum í veiðiferðinni og í kjölfar hennar, en útgerð er ábyrg fyrir ákvörðunum skipstjóra valdist skaði af. Heilsufar flestra skipverja hefur sem betur fer verið að þokast til betri vegar, en þeir sem enn glíma við veikindi eru nú í vissu um að þeir haldi launum til jafns við það sem þeir hefðu haft væru þeir vinnufærir og heilir heilsu,“ segir í yfirlýsingu VerkVest. Skipverjar undrandi á refsingunni Þá segir í yfirlýsingu að skipverjar sem hafi haft samband við verkalýðsfélagið séu undrandi á að hafa gengið í gegnum tímabil þar sem þeir töldu lífi sínu og heilsu ógnað, „og sjá svo að refsingin sem skipstjórinn er dæmdur til sé ekki ólík refsingu fyrir samlokustuld í Krónunni,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni er einnig tæpt á því að sú þjáning sem skipstjórinn hefur orðið fyrir „vegna sinna mistaka, ekki ásetningsbrots, heldur mistaka og dómgreindarleysis,“ sé minna í sviðsljósinu. Telur verkalýðsfélagið að í málinu hafi allir tapað og er það von félagsins að íslenskir sjómenn þurfi aldrei að upplifa annað slíkt mál um ókomna tíð. „Nú er liðið vel á þriðja mánuð frá því þessari örlagaríku veiðiferð lauk og þrátt fyrir batnandi heilsu flestra skipverja á það ekki við um alla, en of snemmt er að segja til um hvort allir nái fullri heilsu á ný. Allir sem að málinu koma gera sitt besta til að lágmarka þann skaða sem hlotist hefur, en ekki er hægt að líta fram hjá því að hvorki er um slys né veikindi af eðlilegum orsökum að ræða.“ Þá segir að rangar ákvarðanir sem teknar hafi verið hafi valdið skipverjum alvarlegum skaða. Samfélagslegur kostnaður vegna þess sé nú þegar orðinn gríðarlegur, sem og fjárhagsskaði útgerðarinnar. Álitshnekkir fyrir svæðið verði ekki metnir til fjár.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira