Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2021 16:52 Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir sérstökum umræðum með forsætisráðherra um stöðu stjórnarskrármála sem fram fer á Alþingi á morgun. Visir Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. Núverandi stjórnarflokkar náðu ekki saman um heildarendurskoðun á stjórnarskránni á einu kjörtímabili, heldur skyldi það gert í nokkrum áföngum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem tók við völdum hinn 30. nóvember 2017 segir: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upphafi nýs þings og leggur ríkisstjórnin áherslu á að samstaða náist um feril vinnunnar.“ Ekki var samstaða um það hjá stjórnarflokkunum að ráðast í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á einu kjörtímabili. Eftir á þriðja tug funda formanna stjórnmálaflokka á þingi hefur Katrín Jakobsdóttir ákveðið að leggja fram frumvarp um fjórar megin breytingar í eigin nafni.Stjórnarráðið Úr varð nefnd formanna allra flokka á þingi sem haldið hefur á þriðja tug funda um málið. Að lokum varð það niðurstaða Katrínar að hún leggi fram frumvarp í eigin nafni um fjögur atriði í stjórnarskránni og er það væntanlegt á næstu dögum. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins verður málshefjandi í sérstökum umræðum á Alþingi á morgun um stöðu stjórnarskrármála. „Ég kallaði eftir þessari umræðu til þess einfaldlega að geta spurt Katrínu Jakobsdóttur um stöðu vinnunnar. Hver sé niðurstaða hennar um flutning frumvarps um breytingar á stjórnarskrá, á hverju þessu niðurstaða byggist, meðal annars um hvaða ákvæði yrðu inni og hver ekki,“ segir Birgir. Vinna formanna allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eigi á þingi hafi snúist um fleiri viðfangsefni en þau sem Katrín virðist ætla að taka fyrir í frumvarpi sínu miðað við það sem fram hafi komið í fjölmiðlum. Þá vilji hann grennslast fyrir um afstöðu annarra flokksformanna til tillagnanna. Æskilegt að ná víðtækri samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ég er ekkert ósáttur við að Katrín skuli ætla sér að leggja fram frumvarp ein að þessu sinni. En almennt hef ég verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að fara í stjórnarskrárbreytingar nema um þær náist víðtæk samstaða. Ég er þar af leiðandi hugsi yfir stöðu málsins núna,“ segir Birgir. Hann hafi ekki séð endanlega útgáfu frumvarps Katrínar. Á fyrri stigum hafi hann hins vegar persónulega gert ýmsar athugasemdir við einstök atriði. „Ég hef lýst yfir stuðningi við vinnu formanna flokkanna og þá nálgun að taka fyrir einstök ákvæði og tiltekna kafla í stað þess að ætla sér að breyta öllu í einu,“ segir Birgir. Hann hafi aftur á móti persónulega alltaf áskilið sér rétt til að hafa aðrar skoðanir en frumvarpshöfundar varðandi útfærslu einstakra atriða. Í frumvarpi Katrínar er meðal annars lagt til að kjörtímabil forseta Íslands verði lengt úr fjórum árum í sex. Hver og einn geti síðan aðeins gengt embættinu í tvö kjörtímabil eða tólf ár. „Þannig get ég séð fyrir mér aðra útfærslu ýmissa atriða í forsetakaflanum en þær sem kynntar voru á samráðsgátt í fyrra," segir Bigir. Hálftíma umræða á morgun gefi ekki möguleika á miklum umræðum um efnisatriði. Þess vegna einblíni hann að þessu sinni á stöðu málsins og væntingar um framhaldið í þinginu. „Efnisumræða um einstakar greinar fer svo fram þegar frumvarp Katrínar er komið til þinglegrar meðferðar,“ segir Birgir Ármannsson. Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar. 17. janúar 2021 16:30 Leggur ein fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun leggja fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi þegar nýtt þing hefst. Hún ein mun leggja fram frumvarp en ekki tókst að komast að samkomulagi um sameiginlegt frumvarp meðal formanna flokkanna á þingi. 14. janúar 2021 20:21 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Núverandi stjórnarflokkar náðu ekki saman um heildarendurskoðun á stjórnarskránni á einu kjörtímabili, heldur skyldi það gert í nokkrum áföngum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem tók við völdum hinn 30. nóvember 2017 segir: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upphafi nýs þings og leggur ríkisstjórnin áherslu á að samstaða náist um feril vinnunnar.“ Ekki var samstaða um það hjá stjórnarflokkunum að ráðast í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á einu kjörtímabili. Eftir á þriðja tug funda formanna stjórnmálaflokka á þingi hefur Katrín Jakobsdóttir ákveðið að leggja fram frumvarp um fjórar megin breytingar í eigin nafni.Stjórnarráðið Úr varð nefnd formanna allra flokka á þingi sem haldið hefur á þriðja tug funda um málið. Að lokum varð það niðurstaða Katrínar að hún leggi fram frumvarp í eigin nafni um fjögur atriði í stjórnarskránni og er það væntanlegt á næstu dögum. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins verður málshefjandi í sérstökum umræðum á Alþingi á morgun um stöðu stjórnarskrármála. „Ég kallaði eftir þessari umræðu til þess einfaldlega að geta spurt Katrínu Jakobsdóttur um stöðu vinnunnar. Hver sé niðurstaða hennar um flutning frumvarps um breytingar á stjórnarskrá, á hverju þessu niðurstaða byggist, meðal annars um hvaða ákvæði yrðu inni og hver ekki,“ segir Birgir. Vinna formanna allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eigi á þingi hafi snúist um fleiri viðfangsefni en þau sem Katrín virðist ætla að taka fyrir í frumvarpi sínu miðað við það sem fram hafi komið í fjölmiðlum. Þá vilji hann grennslast fyrir um afstöðu annarra flokksformanna til tillagnanna. Æskilegt að ná víðtækri samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ég er ekkert ósáttur við að Katrín skuli ætla sér að leggja fram frumvarp ein að þessu sinni. En almennt hef ég verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að fara í stjórnarskrárbreytingar nema um þær náist víðtæk samstaða. Ég er þar af leiðandi hugsi yfir stöðu málsins núna,“ segir Birgir. Hann hafi ekki séð endanlega útgáfu frumvarps Katrínar. Á fyrri stigum hafi hann hins vegar persónulega gert ýmsar athugasemdir við einstök atriði. „Ég hef lýst yfir stuðningi við vinnu formanna flokkanna og þá nálgun að taka fyrir einstök ákvæði og tiltekna kafla í stað þess að ætla sér að breyta öllu í einu,“ segir Birgir. Hann hafi aftur á móti persónulega alltaf áskilið sér rétt til að hafa aðrar skoðanir en frumvarpshöfundar varðandi útfærslu einstakra atriða. Í frumvarpi Katrínar er meðal annars lagt til að kjörtímabil forseta Íslands verði lengt úr fjórum árum í sex. Hver og einn geti síðan aðeins gengt embættinu í tvö kjörtímabil eða tólf ár. „Þannig get ég séð fyrir mér aðra útfærslu ýmissa atriða í forsetakaflanum en þær sem kynntar voru á samráðsgátt í fyrra," segir Bigir. Hálftíma umræða á morgun gefi ekki möguleika á miklum umræðum um efnisatriði. Þess vegna einblíni hann að þessu sinni á stöðu málsins og væntingar um framhaldið í þinginu. „Efnisumræða um einstakar greinar fer svo fram þegar frumvarp Katrínar er komið til þinglegrar meðferðar,“ segir Birgir Ármannsson.
Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar. 17. janúar 2021 16:30 Leggur ein fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun leggja fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi þegar nýtt þing hefst. Hún ein mun leggja fram frumvarp en ekki tókst að komast að samkomulagi um sameiginlegt frumvarp meðal formanna flokkanna á þingi. 14. janúar 2021 20:21 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar. 17. janúar 2021 16:30
Leggur ein fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun leggja fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi þegar nýtt þing hefst. Hún ein mun leggja fram frumvarp en ekki tókst að komast að samkomulagi um sameiginlegt frumvarp meðal formanna flokkanna á þingi. 14. janúar 2021 20:21