Á vef stjórnarráðsins má sjá lista yfir þá sex sem sóttu um.
Umsækjendur eru:
- Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri
- Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri
- Marcin Zembroski, sérfræðingur
- Sigurður Guðjónsson, forstjóri
- Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
- Þorsteinn Sigurðsson, sérfræðingur
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar í stöðuna frá og með 1. apríl 2021.
Ráðherra mun skipa nefnd sem verður falið að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð um þá.