Þetta kemur fram á vef Veitna, en þar segir jafnframt að vonast sé til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar.
„Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.
Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa,“ segir í tilkynningunni.