Young fór mikinn í leiknum og skoraði 38 stig í sigri Atlanta, 108-99. Lið Clippers var vængbrotið en þeir Kawhi Leonard, Paul George og Patrick Beverley voru allir fjarri góðu gamni.
Þrátt fyrir það var Clippers yfir í hálfleik, 43-48. Í seinni hálfleik tóku Haukarnir við sér með Young í broddi fylkingar og náðu yfirhöndinni.
Eftir að Young setti niður þriggja stiga skot nánast frá miðju og kom Atlanta í 101-90 vottaði hann Kobe virðingu sína með því að mynda gamla treyjunúmerið hans, 24, með fingrunum.
De'Andre Hunter átti einnig góðan leik fyrir Atlanta og skoraði 22 stig. Svissneski miðherjinn Clint Capela skoraði þrettán stig og tók átján fráköst.
Atlanta er í 6. sæti Austurdeildarinnar með níu sigra og átta töp. Clippers, sem hafði unnið sjö leiki í röð fyrir leikinn í nótt, er í 3. sæti Vesturdeildarinnar.
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Atlanta og Clippers. Þar má einnig sjá brot úr leikjum Houston Rockets og Washington Wizards og Utah Jazz og New York Knicks sem og fimm flottustu tilþrifin úr leikjum næturinnar.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.