Facebook og Google eru blóðsugur Ólafur Hauksson skrifar 28. janúar 2021 12:00 Kæmist íslenskt fyrirtæki upp með að skila ekki krónu í skatt af 4 milljarða króna tekjum hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. En það gera Facebook, Google og Youtube. Fjögurra milljarða króna árstekjur þeirra frá Íslandi skila ekki krónu til samneyslunnar. Þessi erlendu netfyrirtæki eru blóðsugur á íslensku efnahagslífi. Fyrst og fremst draga þau máttinn úr íslenskum fjölmiðlum og ógna þannig lýðræðislegri umræðu. Facebook, Google og Youtube eru vissulega áhrifaríkir og þægilegir auglýsingamiðlar. Þess vegna vilja Íslendingar eiga viðskipti við þau. En vegna skattfríðindanna er samkeppnisstaða þeirra óhemju sterk. Þau geta selt þjónustuna á miklu hagstæðara verði en innlendir fjölmiðlar, sem þurfa að skila opinberum gjöldum af öllum umsvifum sínum, allt frá staðgreiðsluskatti og tryggingagjaldi til virðisaukaskatts. Þar fyrir utan eru svo öll hin gjöldin, þar sem framlög í lífeyrissjóði vega þyngst. Undirboð sem veikja lýðræðislega umræðu Samantekt Hagstofunnar um tekjur af fjölmiðlum og skyldri starfsemi 2019 sýnir hvernig erlendu netveiturnar hafa jafnt og þétt aukið tekjur sínar hér á landi. Árið 2015 höfðu Facebook og Google 1,5 milljarð króna í tekjur. Fjórum árum síðar, 2019, höfðu þau þrefaldað umsvifin hér og þénuðu tæplega 3,9 milljarða króna. Á sama tíma hafa auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla jafnt og þétt dregist saman. Það er auðvitað fáránlegt að þessar erlendu netveitur skuli komast upp með að grafa undan innlendum fjölmiðlum með stórkostlegum undirboðum auglýsinga í skjóli skattleysis. Þessar netveitur koma ekki í stað upplýstrar umræðu í innlendum fjölmiðlum. Aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum er einn grundvallarþáttur lýðræðis. Veiking þeirra grefur því undan lýðræðinu. Stjórnvöld hafa sýnt þessari vondu stöðu fálæti, nema helst Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Hún hefur lagt til að rétta hlut innlendra fjölmiðla með stuðningi ríkisins og að skattleggja erlendu stórfyrirtækin. Ríkisstyrktir auglýsingatímar á Rúv Í umræðunni um bága stöðu einkarekinna fjölmiðla má ekki líta framhjá umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með milljarða króna ríkisstyrk tekst Rúv að skapa sér sterka stöðu sem síðan trekkir að auglýsendur á kostnað keppinautanna. Auglýsingatímar Rúv eru í raun niðurgreiddir, ekki ósvipað og auglýsingapláss erlendu netfyrirtækjanna er niðurgreitt með skattfrelsinu. Ef ekki væri fyrir ríkisstyrkinn þyrfti Rúv að selja auglýsingatíma á mun hærra verði. Sá er þó auðvitað munurinn á Rúv og erlendu netveitunum að Rúv er hlekkur í hinni lýðræðislegu umræðu. Leiðin til að jafna stöðuna gagnvart Rúv Lagt hefur verið til að Rúv verði bannað að selja auglýsingar. Þá myndi hagur einkarekinna fjölmiðla batna. Miklu einfaldara er að skylda Rúv til að selja auglýsingatímana á raunverði, þ.e. án ríkisstyrksins. Það myndi jafna samkeppnisstöðuna svo um munar. Um leið myndi það tryggja að sjónvarp og útvarp verði áfram eftirsóknarverðir auglýsingamiðlar. Milljarðurinn sem vantar Ef Facebook, Google og Youtube skiluðu virðisaukaskatti af starfsemi sinni hér á landi, þá næmi fjárhæðin tæpum milljarði króna miðað við umsvifin 2019. Á sama tíma sjá sumir ofsjónum yfir tillögu um að styrkja einkarekna fjölmiðla um 400 milljónir króna á ári. Samkeppnisstaðan myndi batna verulega ef netveiturnar yrðu skattlagðar um þennan milljarð og hann notaður til að styðja innlenda fjölmiðla. Það vefst ekki fyrir erlendum stórfyrirtækjum sem það kjósa að skila virðisaukaskatti hér á landi. Apple gerir það fyrir iCloud þjónustu og Amazon Web Services gerir það. Airbnb skilar virðisaukaskatti af eigin þjónustu en ekki sjálfu leiguverðinu. Facebook tryggir ekki upplýsta umræðu Auðvitað eiga þessi erlendu fyrirtæki að greiða skatt af umsvifum sínum hér á landi. Ísland virðist ekki þess megnugt að skattleggja þau, eða að áhugi stjórnvalda til þess er ekki nægilegur. Evrópusambandið hefur lengi kallað eftir því að erlendar netveitur skili sköttum af þjónustu sem þær selja í löndum þess. Fyrirtækin kjósa hins vegar að gera það ekki og eiga þannig frítt spil með skaðlegum undirborðum. Væntanlega styttist í að böndum verði komið á þessi sníkjudýr, þó ekki væri nema til að hemja skaðleg áhrif þeirra á lýðræðið. Eitt er víst, það verður seint hægt að treysta á Facebook, Twitter, Youtube eða Instagram til að tryggja upplýsta umræðu sem byggir á vinnuhefðum blaðamennsku. Slíka blaðamennsku er ekki hægt að stunda ef neinni alvöru ef fjölmiðlar hafa ekki tekjur. Höfundur er almannatengill og fyrrverandi blaðamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Samfélagsmiðlar Facebook Google Fjölmiðlar Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Kæmist íslenskt fyrirtæki upp með að skila ekki krónu í skatt af 4 milljarða króna tekjum hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. En það gera Facebook, Google og Youtube. Fjögurra milljarða króna árstekjur þeirra frá Íslandi skila ekki krónu til samneyslunnar. Þessi erlendu netfyrirtæki eru blóðsugur á íslensku efnahagslífi. Fyrst og fremst draga þau máttinn úr íslenskum fjölmiðlum og ógna þannig lýðræðislegri umræðu. Facebook, Google og Youtube eru vissulega áhrifaríkir og þægilegir auglýsingamiðlar. Þess vegna vilja Íslendingar eiga viðskipti við þau. En vegna skattfríðindanna er samkeppnisstaða þeirra óhemju sterk. Þau geta selt þjónustuna á miklu hagstæðara verði en innlendir fjölmiðlar, sem þurfa að skila opinberum gjöldum af öllum umsvifum sínum, allt frá staðgreiðsluskatti og tryggingagjaldi til virðisaukaskatts. Þar fyrir utan eru svo öll hin gjöldin, þar sem framlög í lífeyrissjóði vega þyngst. Undirboð sem veikja lýðræðislega umræðu Samantekt Hagstofunnar um tekjur af fjölmiðlum og skyldri starfsemi 2019 sýnir hvernig erlendu netveiturnar hafa jafnt og þétt aukið tekjur sínar hér á landi. Árið 2015 höfðu Facebook og Google 1,5 milljarð króna í tekjur. Fjórum árum síðar, 2019, höfðu þau þrefaldað umsvifin hér og þénuðu tæplega 3,9 milljarða króna. Á sama tíma hafa auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla jafnt og þétt dregist saman. Það er auðvitað fáránlegt að þessar erlendu netveitur skuli komast upp með að grafa undan innlendum fjölmiðlum með stórkostlegum undirboðum auglýsinga í skjóli skattleysis. Þessar netveitur koma ekki í stað upplýstrar umræðu í innlendum fjölmiðlum. Aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum er einn grundvallarþáttur lýðræðis. Veiking þeirra grefur því undan lýðræðinu. Stjórnvöld hafa sýnt þessari vondu stöðu fálæti, nema helst Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Hún hefur lagt til að rétta hlut innlendra fjölmiðla með stuðningi ríkisins og að skattleggja erlendu stórfyrirtækin. Ríkisstyrktir auglýsingatímar á Rúv Í umræðunni um bága stöðu einkarekinna fjölmiðla má ekki líta framhjá umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með milljarða króna ríkisstyrk tekst Rúv að skapa sér sterka stöðu sem síðan trekkir að auglýsendur á kostnað keppinautanna. Auglýsingatímar Rúv eru í raun niðurgreiddir, ekki ósvipað og auglýsingapláss erlendu netfyrirtækjanna er niðurgreitt með skattfrelsinu. Ef ekki væri fyrir ríkisstyrkinn þyrfti Rúv að selja auglýsingatíma á mun hærra verði. Sá er þó auðvitað munurinn á Rúv og erlendu netveitunum að Rúv er hlekkur í hinni lýðræðislegu umræðu. Leiðin til að jafna stöðuna gagnvart Rúv Lagt hefur verið til að Rúv verði bannað að selja auglýsingar. Þá myndi hagur einkarekinna fjölmiðla batna. Miklu einfaldara er að skylda Rúv til að selja auglýsingatímana á raunverði, þ.e. án ríkisstyrksins. Það myndi jafna samkeppnisstöðuna svo um munar. Um leið myndi það tryggja að sjónvarp og útvarp verði áfram eftirsóknarverðir auglýsingamiðlar. Milljarðurinn sem vantar Ef Facebook, Google og Youtube skiluðu virðisaukaskatti af starfsemi sinni hér á landi, þá næmi fjárhæðin tæpum milljarði króna miðað við umsvifin 2019. Á sama tíma sjá sumir ofsjónum yfir tillögu um að styrkja einkarekna fjölmiðla um 400 milljónir króna á ári. Samkeppnisstaðan myndi batna verulega ef netveiturnar yrðu skattlagðar um þennan milljarð og hann notaður til að styðja innlenda fjölmiðla. Það vefst ekki fyrir erlendum stórfyrirtækjum sem það kjósa að skila virðisaukaskatti hér á landi. Apple gerir það fyrir iCloud þjónustu og Amazon Web Services gerir það. Airbnb skilar virðisaukaskatti af eigin þjónustu en ekki sjálfu leiguverðinu. Facebook tryggir ekki upplýsta umræðu Auðvitað eiga þessi erlendu fyrirtæki að greiða skatt af umsvifum sínum hér á landi. Ísland virðist ekki þess megnugt að skattleggja þau, eða að áhugi stjórnvalda til þess er ekki nægilegur. Evrópusambandið hefur lengi kallað eftir því að erlendar netveitur skili sköttum af þjónustu sem þær selja í löndum þess. Fyrirtækin kjósa hins vegar að gera það ekki og eiga þannig frítt spil með skaðlegum undirborðum. Væntanlega styttist í að böndum verði komið á þessi sníkjudýr, þó ekki væri nema til að hemja skaðleg áhrif þeirra á lýðræðið. Eitt er víst, það verður seint hægt að treysta á Facebook, Twitter, Youtube eða Instagram til að tryggja upplýsta umræðu sem byggir á vinnuhefðum blaðamennsku. Slíka blaðamennsku er ekki hægt að stunda ef neinni alvöru ef fjölmiðlar hafa ekki tekjur. Höfundur er almannatengill og fyrrverandi blaðamaður
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun