Mettekjur hjá Apple: 14,4 þúsund milljarða tekjur sem raktar eru til sölu iPhone 12 Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 11:46 Um 64 prósent tekna Apple komu til vegna alþjóðlegrar sölu fyrirtækisins á símum, tölvum, úrum og öðrum tækjum, vörum og þjónustu. AP/Andy Wong Tekjur Apple á síðasta ársfjórðungi 2020 voru 111,4 milljarðar dala. Það samsvarar um 14.400 milljörðum króna (14.400.000.000), gróflega reiknað, og hækkuðu tekjurnar um 21 prósent, samanborið við sama tímabil 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem Apple rýfur hundrað milljarða dala múrinn og fór gengi fyrirtækisins töluvert fram úr væntingum á mörkuðum. Hagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi síðasta árs var 28,8 milljarðar dala (3.732 milljarðar króna). Um 64 prósent tekna Apple komu til vegna alþjóðlegrar sölu fyrirtækisins á símum, tölvum, úrum og öðrum tækjum, vörum og þjónustu. Stærsta rullu þar spilar iPhone 12 síminn en símasala Apple jókst um 17 prósent á milli ára og var 65,6 milljarðar dala (Um 8.500 milljarðar króna). Viðtökur framúrskarandi Í samtali við fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að viðtökurnar við nýjum vörum fyrirtækisins hefðu verið framúrskarandi. Vöxtur allra vörulína hafi náð tveimur tölustöfum á ársfjórðungnum. Tim Cook, forstjóri Apple.Getty/Pavlo Gonchar Þá sagði Cook að nú væri rúmlega milljarður iPhone síma í notkun á heimsvísu. Við síðasta ársfjórðungsuppgjör hafi þeir verið um 900 milljónir. Í heild eru um 1,65 milljarður tækja frá Apple í virkri notkun. Cook sagði þó í samtali við fréttamann CNBC að ef ekki hefði verið fyrir faraldur nýju kórónuveirunnar hefðu tekjur Apple líklega verið töluvert hærri. Það væri vegna þess að mörgum verslunum Apple hefði verið lokað vegna faraldursins. Hlusta má á kynningu forsvarsmanna Apple á ársfjórðungsuppgjörinu og samtal þeirra og fjárfesta hér á vef Apple. Samkvæmt frétt CNN hefur virði hlutabréfa Apple hækkað töluvert á undanförnum vikum þar sem greinendur sáu að mjög gott uppgjör var í vændum. Þrátt fyrir það hafi virðið lækkað í gær. Apple Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Apple rýfur hundrað milljarða dala múrinn og fór gengi fyrirtækisins töluvert fram úr væntingum á mörkuðum. Hagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi síðasta árs var 28,8 milljarðar dala (3.732 milljarðar króna). Um 64 prósent tekna Apple komu til vegna alþjóðlegrar sölu fyrirtækisins á símum, tölvum, úrum og öðrum tækjum, vörum og þjónustu. Stærsta rullu þar spilar iPhone 12 síminn en símasala Apple jókst um 17 prósent á milli ára og var 65,6 milljarðar dala (Um 8.500 milljarðar króna). Viðtökur framúrskarandi Í samtali við fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að viðtökurnar við nýjum vörum fyrirtækisins hefðu verið framúrskarandi. Vöxtur allra vörulína hafi náð tveimur tölustöfum á ársfjórðungnum. Tim Cook, forstjóri Apple.Getty/Pavlo Gonchar Þá sagði Cook að nú væri rúmlega milljarður iPhone síma í notkun á heimsvísu. Við síðasta ársfjórðungsuppgjör hafi þeir verið um 900 milljónir. Í heild eru um 1,65 milljarður tækja frá Apple í virkri notkun. Cook sagði þó í samtali við fréttamann CNBC að ef ekki hefði verið fyrir faraldur nýju kórónuveirunnar hefðu tekjur Apple líklega verið töluvert hærri. Það væri vegna þess að mörgum verslunum Apple hefði verið lokað vegna faraldursins. Hlusta má á kynningu forsvarsmanna Apple á ársfjórðungsuppgjörinu og samtal þeirra og fjárfesta hér á vef Apple. Samkvæmt frétt CNN hefur virði hlutabréfa Apple hækkað töluvert á undanförnum vikum þar sem greinendur sáu að mjög gott uppgjör var í vændum. Þrátt fyrir það hafi virðið lækkað í gær.
Apple Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29