KKÍ tilkynnir nýjan styrktaraðila bikarkeppninnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2021 18:01 Hér má sjá Helga Bjarnason, forstjóra VÍS, og Hannes Jónsson, formann KKÍ, við undirskrift samningsins milli KKÍ og VÍS. KKÍ Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti VÍS í dag sem nýjan styrktaraðila bikarkeppninnar í körfubolta. KKÍ tilkynnti þetta fyrr í dag. Körfubolti frábær forvörn „Þetta er í fyrsta skipti sem VÍS styður við KKÍ með þessum hætti. KKÍ hefur unnið frábært starf undanfarin ár og hafa vinsældir körfuboltans aukist jafnt og þétt. Ljóst er að mikil samlegð er í áherslum KKÍ og VÍS í lýðheilsu. VÍS beinir því spjótunum að forvörnum, samfélaginu til heilla ─ en íþróttir eru frábær forvörn, fyrir líf og sál,“ segir í tilkynningu KKÍ. Hannes Jónsson, formaður KKÍ „Stuðningur fyrirtækjanna í landinu er okkur afar mikilvægur svo hægt sé að halda úti öflugu starfi. Við hjá KKÍ erum svo heppin að hafa góðan hóp fyrirtækja sem samstarfaðila og flest þeirra hafa verið í mörg ár með okkur. Núna bætist VÍS við þennan flotta hóp sem er afar ánægjulegt, enda VÍS eitt af öflugustu fyrirtækjum landsins.“ „VÍS er nú einn af stóru samstarfsaðilum okkar og það verður gaman að sjá nafn VÍS í bikarkeppninni. Þrátt fyrir það langa stopp sem hefur verið í keppnishaldi, þá er virkilega jákvætt að VÍS bikarinn muni fara á loft í vor þegar við krýnum VÍS bikarmeistara karla og kvenna. Því er mikil tilhlökkun hjá okkur fyrir nýja samstarfinu við VÍS sem má segja að sé afmælisgjöf til sambandsins ─ en á morgun, föstudaginn 29. janúar, mun KKÍ fagna 60 ára afmæli sínu.“ Við kynnum til leiks VÍS BIKARINN VÍS er nýr bakhjarl bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands Sjá nánar https://t.co/QwT1BJMeEa#visbikarinn #vis #korfubolti pic.twitter.com/mJ7RXifYBo— KKÍ (@kkikarfa) January 28, 2021 Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS „Við erum stolt af samstarfinu og höfum mikla trú á KKÍ sem hefur unnið ötullega að því að auka vinsældir þessarar frábæru íþróttar síðustu ár. Iðkendum hefur fjölgað einna mest í körfubolta og er nú næst stærsta boltaíþróttin á eftir fótbolta. Við erum ánægð að geta lagt okkar af mörkum til þess að styrkja enn frekar öflugt starf KKÍ. Hreyfing hefur aldrei verið jafn mikilvæg og nú þegar alheimsfaraldurinn skekur heimsbyggðina. Ég er ekki í nokkrum vafa að bikarkeppnin í vor verður æsispennandi og það verður gaman að sjá hverjir hljóta VÍS BIKARINN!“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Sjá meira
Körfubolti frábær forvörn „Þetta er í fyrsta skipti sem VÍS styður við KKÍ með þessum hætti. KKÍ hefur unnið frábært starf undanfarin ár og hafa vinsældir körfuboltans aukist jafnt og þétt. Ljóst er að mikil samlegð er í áherslum KKÍ og VÍS í lýðheilsu. VÍS beinir því spjótunum að forvörnum, samfélaginu til heilla ─ en íþróttir eru frábær forvörn, fyrir líf og sál,“ segir í tilkynningu KKÍ. Hannes Jónsson, formaður KKÍ „Stuðningur fyrirtækjanna í landinu er okkur afar mikilvægur svo hægt sé að halda úti öflugu starfi. Við hjá KKÍ erum svo heppin að hafa góðan hóp fyrirtækja sem samstarfaðila og flest þeirra hafa verið í mörg ár með okkur. Núna bætist VÍS við þennan flotta hóp sem er afar ánægjulegt, enda VÍS eitt af öflugustu fyrirtækjum landsins.“ „VÍS er nú einn af stóru samstarfsaðilum okkar og það verður gaman að sjá nafn VÍS í bikarkeppninni. Þrátt fyrir það langa stopp sem hefur verið í keppnishaldi, þá er virkilega jákvætt að VÍS bikarinn muni fara á loft í vor þegar við krýnum VÍS bikarmeistara karla og kvenna. Því er mikil tilhlökkun hjá okkur fyrir nýja samstarfinu við VÍS sem má segja að sé afmælisgjöf til sambandsins ─ en á morgun, föstudaginn 29. janúar, mun KKÍ fagna 60 ára afmæli sínu.“ Við kynnum til leiks VÍS BIKARINN VÍS er nýr bakhjarl bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands Sjá nánar https://t.co/QwT1BJMeEa#visbikarinn #vis #korfubolti pic.twitter.com/mJ7RXifYBo— KKÍ (@kkikarfa) January 28, 2021 Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS „Við erum stolt af samstarfinu og höfum mikla trú á KKÍ sem hefur unnið ötullega að því að auka vinsældir þessarar frábæru íþróttar síðustu ár. Iðkendum hefur fjölgað einna mest í körfubolta og er nú næst stærsta boltaíþróttin á eftir fótbolta. Við erum ánægð að geta lagt okkar af mörkum til þess að styrkja enn frekar öflugt starf KKÍ. Hreyfing hefur aldrei verið jafn mikilvæg og nú þegar alheimsfaraldurinn skekur heimsbyggðina. Ég er ekki í nokkrum vafa að bikarkeppnin í vor verður æsispennandi og það verður gaman að sjá hverjir hljóta VÍS BIKARINN!“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Sjá meira