Stúdentar þurfa að flytja með mánaðarfyrirvara og gætu þurft að greiða hærri leigu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 23:16 Íbúar á Vetrargörðum sem þurfa að flytja vegna framkvæmdanna fá mánaðarfyrirvara og gætu þurft að greiða hærri leigu í nýju húsnæði. Vísir Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum Vetrargarða, við Eggertsgötu 6-8, með tölvupósti í dag að hafist yrði handa við framkvæmdir á húsnæðinu í byrjun mars. Hluti íbúa mun þurfa að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar og mun fá íbúðir á vegum FS við Skógarveg í Fossvogi á meðan á framkvæmdunum stendur. Sumir munu þurfa að flytja í stærri og dýrari íbúðir og munu þeir þurfa að greiða fulla leigu af þeim sem íbúar gagnrýna. „Einhverjir munu fá boð í dýrari einingar og munu íbúar greiða uppsetta leigu í þeim íbúðum sem þau fá úthlutað. Ekki verður veittur leiguafsláttur vegna flutninga eða framkvæmda,“ segir í pósti sem FS sendi á íbúa Vetrargarða um klukkan fimm í dag. Gunndís Eva Baldursdóttir, sagnfræðinemi og meðlimur í stjórn Vöku – Hagsmunafélags stúdenta, segir það skjóta skökku við að stúdentar þurfi að greiða hærri leigu vegna tilflutnings á vegum Félagsstofnunar. Það fari á mis við leigusamning FS, þar sem fram kemur að leigusamningur sé bindandi fyrir báða aðila út þann tíma sem hann gildir. Gunndís birti afrit af tölvupóstinum sem FS sendi á þá íbúa sem munu þurfa að flytja vegna framkvæmdanna og bendir einnig á greinar úr leigusamningi FS sem hún segir ekki stemma við þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til. Stúdentum þykir illa úr garði gert! Félagsstofnun stúdenta, rekur nemendur á gaddinn með eins mánaðar fyrirvara //...Posted by Gunndís Eva Baldursdóttir on Thursday, January 28, 2021 Íbúar leita til lögfræðinga Gunndís er sjálf búsett á Vetrargörðum en hún mun ekki þurfa að færa sig um set vegna framkvæmdanna. Íbúar Vetrargarða eru lang flestir foreldrar með börn og þykir henni mánuður allt of stuttur fyrirvari fyrir nokkurn sem þurfi að flytja af heimili sínu. „Íbúar eru mjög ósáttir og hafa einhverjir leitað til lögfræðinga. Það stendur líka til að hafa samband við Samtök leigjenda á Íslandi á morgun og ég veit að það hefur verið haft samband við leigjendalínu Orators og sjálfstæða lögfræðinga,“ segir Gunndís í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg gífurlegt sjokk, þetta eru stúdentar með lítil börn og eru bíllausir og það að FS ekki nóg með það veiti jafn lítinn fyrirvara og raun ber vitni þá eru þeir einnig að þvinga stúdenta í aðstæður sem henta þeim engan vegin,“ segir Gunndís. Hún segir þetta gífurlegt álag fyrir stúdenta, sem iðulega eru fjárhagslega verr staddir en hinn almenni borgari, og þá sérstaklega stúdenta sem eiga fjölskyldur. Margir þeirra þurfi að flytja annað hvort í enn stærra húsnæði vegna framkvæmdanna og þá borga hærri leigu eða í minna húsnæði sem henti þeirra fjölskyldu ekki. Greinar í leigusamningi FS sem snúa að riftun leigusamnings virðast ekki í samræmi við aðgerðir FS að sögn Gunndís.Facebook/Gunndís Framkvæmdirnar löngu tímabærar en aðferðin gölluð Stúdentarnir sem þurfa að færa sig um set vegna framkvæmdanna fá þann valmöguleika samkvæmt tölvupósti FS að flytja aftur í sitt fyrra húsnæði eftir að framkvæmdum lýkur. Gunndís segir það óvíst hvenær framkvæmdum ljúki og það sé gífurlegt álag fyrir fjölskyldufólk. „Þetta er fólk sem er með börn á leikskóla FS á stúdentagörðum, með krakka í Melaskóla og eru kannski búnir að flytja börnin sín til í skóla þegar þeir fluttu á Stúdentagarða og munu mögulega þurfa að gera það núna aftur. Þetta er gífurlegur tilflutningur. Þetta er óboðlegt fólki,“ segir Gunndís. Hún segir framkvæmdirnar þó löngu tímabærar. Húsið sé ekki boðlegt, hún viti til þess að rakaskemmdir séu í einhverjum íbúðum, og íbúar fagni því að loks sé verið að laga húsnæðið. Það hefði þó mátt standa mun betur að málum. „Það hefði mátt láta vita af þessu þegar allir endurnýjuðu samningana sína í ágúst í fyrra. Þá hefði verið hægt að veita þessa tilkynningu því að það er ekki eins og þetta hafi verið einhver ákvörðun sem var tekin nýlega,“ segir Gunndís. „Ég veit að það hefðu margir ekki endurnýjað samningana sína hefðu þeir vitað af þessu eða hefðu allavega óskað fyrr eftir flutning,“ segir Gunndís. Þeir sem ekki þurfa að flytja fengu ekki allar upplýsingar Framkvæmdir á byggingunni hafa staðið yfir í nokkurn tíma og hefur orðið töluvert rask þar á. Fram kemur í pósti FS að reikna megi með að framkvæmdunum fylgi talsvert rask, hávaði, truflun á neysluvatni og hita. Nú verður ráðist í framkvæmdir á íbúðum virðist vera og þær gerðar upp og verður það gert í áföngum. Gunndís segir að allir íbúar Vetrargarða hafi í dag fengið tölvupóst með tilkynningu um framkvæmdirnar en aðeins þeir sem þurfi að flytja hafi fengið allar upplýsingar. „Tölvupósturinn til þeirra sem þurfa að flytja segir mjög skýrt að það verði töluvert ónæði af þessu, fólk geti misst hitann og vatnið og annað slíkt en þetta kemur ekki fram í tölvupósti sem ég fæ. Það finnst mér mjög skrítið,“ segir Gunndís. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
„Einhverjir munu fá boð í dýrari einingar og munu íbúar greiða uppsetta leigu í þeim íbúðum sem þau fá úthlutað. Ekki verður veittur leiguafsláttur vegna flutninga eða framkvæmda,“ segir í pósti sem FS sendi á íbúa Vetrargarða um klukkan fimm í dag. Gunndís Eva Baldursdóttir, sagnfræðinemi og meðlimur í stjórn Vöku – Hagsmunafélags stúdenta, segir það skjóta skökku við að stúdentar þurfi að greiða hærri leigu vegna tilflutnings á vegum Félagsstofnunar. Það fari á mis við leigusamning FS, þar sem fram kemur að leigusamningur sé bindandi fyrir báða aðila út þann tíma sem hann gildir. Gunndís birti afrit af tölvupóstinum sem FS sendi á þá íbúa sem munu þurfa að flytja vegna framkvæmdanna og bendir einnig á greinar úr leigusamningi FS sem hún segir ekki stemma við þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til. Stúdentum þykir illa úr garði gert! Félagsstofnun stúdenta, rekur nemendur á gaddinn með eins mánaðar fyrirvara //...Posted by Gunndís Eva Baldursdóttir on Thursday, January 28, 2021 Íbúar leita til lögfræðinga Gunndís er sjálf búsett á Vetrargörðum en hún mun ekki þurfa að færa sig um set vegna framkvæmdanna. Íbúar Vetrargarða eru lang flestir foreldrar með börn og þykir henni mánuður allt of stuttur fyrirvari fyrir nokkurn sem þurfi að flytja af heimili sínu. „Íbúar eru mjög ósáttir og hafa einhverjir leitað til lögfræðinga. Það stendur líka til að hafa samband við Samtök leigjenda á Íslandi á morgun og ég veit að það hefur verið haft samband við leigjendalínu Orators og sjálfstæða lögfræðinga,“ segir Gunndís í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg gífurlegt sjokk, þetta eru stúdentar með lítil börn og eru bíllausir og það að FS ekki nóg með það veiti jafn lítinn fyrirvara og raun ber vitni þá eru þeir einnig að þvinga stúdenta í aðstæður sem henta þeim engan vegin,“ segir Gunndís. Hún segir þetta gífurlegt álag fyrir stúdenta, sem iðulega eru fjárhagslega verr staddir en hinn almenni borgari, og þá sérstaklega stúdenta sem eiga fjölskyldur. Margir þeirra þurfi að flytja annað hvort í enn stærra húsnæði vegna framkvæmdanna og þá borga hærri leigu eða í minna húsnæði sem henti þeirra fjölskyldu ekki. Greinar í leigusamningi FS sem snúa að riftun leigusamnings virðast ekki í samræmi við aðgerðir FS að sögn Gunndís.Facebook/Gunndís Framkvæmdirnar löngu tímabærar en aðferðin gölluð Stúdentarnir sem þurfa að færa sig um set vegna framkvæmdanna fá þann valmöguleika samkvæmt tölvupósti FS að flytja aftur í sitt fyrra húsnæði eftir að framkvæmdum lýkur. Gunndís segir það óvíst hvenær framkvæmdum ljúki og það sé gífurlegt álag fyrir fjölskyldufólk. „Þetta er fólk sem er með börn á leikskóla FS á stúdentagörðum, með krakka í Melaskóla og eru kannski búnir að flytja börnin sín til í skóla þegar þeir fluttu á Stúdentagarða og munu mögulega þurfa að gera það núna aftur. Þetta er gífurlegur tilflutningur. Þetta er óboðlegt fólki,“ segir Gunndís. Hún segir framkvæmdirnar þó löngu tímabærar. Húsið sé ekki boðlegt, hún viti til þess að rakaskemmdir séu í einhverjum íbúðum, og íbúar fagni því að loks sé verið að laga húsnæðið. Það hefði þó mátt standa mun betur að málum. „Það hefði mátt láta vita af þessu þegar allir endurnýjuðu samningana sína í ágúst í fyrra. Þá hefði verið hægt að veita þessa tilkynningu því að það er ekki eins og þetta hafi verið einhver ákvörðun sem var tekin nýlega,“ segir Gunndís. „Ég veit að það hefðu margir ekki endurnýjað samningana sína hefðu þeir vitað af þessu eða hefðu allavega óskað fyrr eftir flutning,“ segir Gunndís. Þeir sem ekki þurfa að flytja fengu ekki allar upplýsingar Framkvæmdir á byggingunni hafa staðið yfir í nokkurn tíma og hefur orðið töluvert rask þar á. Fram kemur í pósti FS að reikna megi með að framkvæmdunum fylgi talsvert rask, hávaði, truflun á neysluvatni og hita. Nú verður ráðist í framkvæmdir á íbúðum virðist vera og þær gerðar upp og verður það gert í áföngum. Gunndís segir að allir íbúar Vetrargarða hafi í dag fengið tölvupóst með tilkynningu um framkvæmdirnar en aðeins þeir sem þurfi að flytja hafi fengið allar upplýsingar. „Tölvupósturinn til þeirra sem þurfa að flytja segir mjög skýrt að það verði töluvert ónæði af þessu, fólk geti misst hitann og vatnið og annað slíkt en þetta kemur ekki fram í tölvupósti sem ég fæ. Það finnst mér mjög skrítið,“ segir Gunndís.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira