Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 20:34 Áhöfnin situr föst um borð í bátnum eftir að skipverji sem þangað var nýmættur til vinnu fékk svar um að hann hafi greinst jákvæður fyrir covid-19 í seinni skimun eftir komuna til landsins. Vísir/Vilhelm Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Þetta staðfestir Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri Fjölnis, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá. „Þegar hann kemur um borð þá fær hann svar úr seinni skimun og jákvætt og fer náttúrlega til baka aftur. En hann var þá búinn að heilsa þremur og nú bíðum við bara niðurstöðu með þetta, þetta fór bara í feril,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. „Þeir eru þrír sem að heilsuðu honum og þeir eru í einangrun og hinir sex bíða í sóttkví eftir morgundeginum. En hann fer í skimun, þeir halda að þetta sé gamalt smit og það kemur í ljós í fyrramálið. Hann mætir átta í fyrramálið og það verður klárt um tíu leytið, niðurstaðan með það,“ segir Aðalsteinn. Viðkomandi sé ekki með nein einkenni. „Þetta er allt saman í ferli og í samráði við þá sem þessum málum stjórna.“ Til stóð að lagt yrði úr höfn í kvöld en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Ljóst er að sá er greindist braut reglur um sóttkví en líkt og áður segir var hann mættur til vinnu og búinn að heilsa þremur skipverjum þegar hann fékk skilaboðin um að seinna sýnið greindist jákvætt. Sá er greindist er sjálfur ekki um borð heldur í einangrun í íbúð í Keflavík að sögn Aðalsteins. „Svona fer ef að menn fylgja ekki reglunum,“ segir Aðalsteinn sem sjálfur er þó ekki um borð. „Ég var akkúrat að fara í frí og er þar af leiðandi bæði með samviskubit yfir að vera ekki í jafnslæmum málum og hinir og jafnglaður yfir því að vera bara heima,“ segir Aðalsteinn. „Við krossum fingur og vonum það besta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þetta staðfestir Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri Fjölnis, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá. „Þegar hann kemur um borð þá fær hann svar úr seinni skimun og jákvætt og fer náttúrlega til baka aftur. En hann var þá búinn að heilsa þremur og nú bíðum við bara niðurstöðu með þetta, þetta fór bara í feril,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. „Þeir eru þrír sem að heilsuðu honum og þeir eru í einangrun og hinir sex bíða í sóttkví eftir morgundeginum. En hann fer í skimun, þeir halda að þetta sé gamalt smit og það kemur í ljós í fyrramálið. Hann mætir átta í fyrramálið og það verður klárt um tíu leytið, niðurstaðan með það,“ segir Aðalsteinn. Viðkomandi sé ekki með nein einkenni. „Þetta er allt saman í ferli og í samráði við þá sem þessum málum stjórna.“ Til stóð að lagt yrði úr höfn í kvöld en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Ljóst er að sá er greindist braut reglur um sóttkví en líkt og áður segir var hann mættur til vinnu og búinn að heilsa þremur skipverjum þegar hann fékk skilaboðin um að seinna sýnið greindist jákvætt. Sá er greindist er sjálfur ekki um borð heldur í einangrun í íbúð í Keflavík að sögn Aðalsteins. „Svona fer ef að menn fylgja ekki reglunum,“ segir Aðalsteinn sem sjálfur er þó ekki um borð. „Ég var akkúrat að fara í frí og er þar af leiðandi bæði með samviskubit yfir að vera ekki í jafnslæmum málum og hinir og jafnglaður yfir því að vera bara heima,“ segir Aðalsteinn. „Við krossum fingur og vonum það besta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira