Tvíburaendurfundir í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 14:01 Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur voru ánægðar að hittast á ný í Slóveníu í morgun. KKÍ Tvíburasysturnar Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur voru sameinaðar á ný í morgun þegar Sara Rún kom til móts við íslenska landsliðshópinn í Slóveníu. Bríet Sif er að spila með Haukum í Domino´s deildinni og fór út með hinum landsliðsstelpunum þegar liðið lagði af stað frá Íslandi á laugardaginn. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður liðsins sem er að spila erlendis en hún spilar með Leicester Raiders í bresku deildinni. Þetta er þriðja landsliðsverkefnið þar sem tvíburarnir úr Keflavík eru báðar með landsliðinu en það voru líka báðar með í tveimur leikjum í nóvember 2018 og í tveimur leikjum í nóvember 2020. Sara Rún hefur spilað 21 landsleik en Bríet Sif hefur spilað fjóra landsleiki til þessa á ferlinum. Í morgun mætti Sara Rún til liðs við hópinn í Ljubljana frá Englandi þar sem hún spilar og var mikil gleði hjá hópnum við það. Systurnar Sara Rún og Bríet Sif voru að sjálfsögðu mjög kátar að hittast #korfubolti #EuroBasketWomen pic.twitter.com/HXnVOdqSkL— KKÍ (@kkikarfa) February 1, 2021 Íslenski hópurinn flaug með Icelandair til Amsterdam á laugardaginn og gisti þar í eina nótt á flugvallarhóteli. Hópurinn ferðaðist svo á sunnudaginn á áfangastað og tók sína fyrstu æfingu í Ljubljana í gær. Ferðalagi Söru Rúnar seinkaði aðeins en hún kom til móts við íslenska hópinn í morgun og voru tvíburasysturnar því sameinaðar á nýjan leik. Sara Rún Hinriksdóttir var langbesti leikmaður íslenska liðsins i leikjunum í nóvember þar sem hún var með 54 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar í tveimur leikjum. Leikir íslensku stelpnanna fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar-7. febrúar og verða leiknir eins og áður hefur komið fram í Slóveníu í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum leikstöðum. Íslenska liðið mætir fyrst Grikkjum 4. febrúar næstkomandi og 6. febrúar spilar liðið síðan gegn heimastúlkum í Slóveníu. Landslið kvenna mættar til Slóveníu! Allt til fyrirmyndar þar og frábærar aðstæður. Ferðlagið gekk vel hjá hópnum en...Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Sunnudagur, 31. janúar 2021 Körfubolti Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira
Bríet Sif er að spila með Haukum í Domino´s deildinni og fór út með hinum landsliðsstelpunum þegar liðið lagði af stað frá Íslandi á laugardaginn. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður liðsins sem er að spila erlendis en hún spilar með Leicester Raiders í bresku deildinni. Þetta er þriðja landsliðsverkefnið þar sem tvíburarnir úr Keflavík eru báðar með landsliðinu en það voru líka báðar með í tveimur leikjum í nóvember 2018 og í tveimur leikjum í nóvember 2020. Sara Rún hefur spilað 21 landsleik en Bríet Sif hefur spilað fjóra landsleiki til þessa á ferlinum. Í morgun mætti Sara Rún til liðs við hópinn í Ljubljana frá Englandi þar sem hún spilar og var mikil gleði hjá hópnum við það. Systurnar Sara Rún og Bríet Sif voru að sjálfsögðu mjög kátar að hittast #korfubolti #EuroBasketWomen pic.twitter.com/HXnVOdqSkL— KKÍ (@kkikarfa) February 1, 2021 Íslenski hópurinn flaug með Icelandair til Amsterdam á laugardaginn og gisti þar í eina nótt á flugvallarhóteli. Hópurinn ferðaðist svo á sunnudaginn á áfangastað og tók sína fyrstu æfingu í Ljubljana í gær. Ferðalagi Söru Rúnar seinkaði aðeins en hún kom til móts við íslenska hópinn í morgun og voru tvíburasysturnar því sameinaðar á nýjan leik. Sara Rún Hinriksdóttir var langbesti leikmaður íslenska liðsins i leikjunum í nóvember þar sem hún var með 54 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar í tveimur leikjum. Leikir íslensku stelpnanna fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar-7. febrúar og verða leiknir eins og áður hefur komið fram í Slóveníu í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum leikstöðum. Íslenska liðið mætir fyrst Grikkjum 4. febrúar næstkomandi og 6. febrúar spilar liðið síðan gegn heimastúlkum í Slóveníu. Landslið kvenna mættar til Slóveníu! Allt til fyrirmyndar þar og frábærar aðstæður. Ferðlagið gekk vel hjá hópnum en...Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Sunnudagur, 31. janúar 2021
Körfubolti Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira