Lífrænt Ísland gæti orðið leiðandi á heimsvísu Svavar Halldórsson skrifar 2. febrúar 2021 10:33 Um þrjátíu ár eru síðan Danir settu sér ítarlega og metnaðarfullu stefnu um lífræna framleiðslu. Markið var sett á að verða í fremstu röð hvað varðar bæði framleiðslu og neyslu á lífrænum vörum. Nú er svo komið að Danmörk er í forystu í veröldinni í neyslu á lífrænt vottuðum matvörum og í farabroddi í framleiðslu. Frændur okkar Svíar sigla þar á eftir en Ísland rekur lestina af Norðurlöndunum samkvæmt nýlegri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar, hvort sem er í neyslu eða framleiðslu á lífrænt vottuðum matvælum. Ísland eftirbátur Norðurlandanna Aðeins eitt og hálft prósent af ræktarlandi hérlendis er vottað sem lífrænt en meðaltal Norðurlandanna er um 14%. Samkvæmt nýjustu tölum er lífrænt vottað ræktarland í veröldinni komið vel yfir sjötíu milljónir hektara. Næstum helmingurinn er í Ástralíu. Til samanburðar er allt það land sem flokka mætti sem gott ræktarland á Íslandi rúm hálf milljón hektara. Vinir okkar í Liechtenstein eiga þó metið hlutfallslega, en um 40% af ræktarlandi þar er lífrænt vottað. Hratt vaxandi markaður Lífrænt vottaðar vörur njóta vinsælda hjá neytendum vegna þess að þær eru almennt góðar, ekki síst fyrir umhverfið. En verðið til framleiðenda er líka oft á tíðum talsvert hærra. Markaður fyrir lífrænt vottaðar afurðir vex líka hratt og var fyrir Kóvíd kominn yfir sem nemur 13 þúsund milljörðum króna á heimsvísu. Til samanburðar er velta alls íslensks landbúnaðar á bilinu 60 til 70 milljarðar á ári. Stærsti markaður fyrir lífrænar afurðir í veröldinni er í Bandaríkjunum, en í öðru og þriðja sæti eru Þýskaland og Frakkaland. Þau tvö ríki þar sem neysla á lífrænum vörum er mest á hvern íbúa eru Danmörk og Sviss. Lífrænt vex í faraldrinum Aukin meðvitund um heilsu og heilbrigði gerði það að verkum að sala á lífrænum matvælum óx hraðar árið 2020 en nokkru sinni fyrr. Mörg ríki hafa séð tækifæri í lífrænni ræktun og langflestir ræktendur eru á Indlandi, eða rúm milljón af tæpum þremur milljónum á heimsvísu, og ríki eins og Úganda og Eþíópía koma næst. Ekkert land í veröldinni þarf líklega að taka eins fá og stutt skref og Ísland til þess að verða forysturíki í lífrænni framleiðslu. Vart þarf að fjölyrða um hver hagurinn yrði af því, enda sýna öll tiltæk gögn að verðmæti lífrænnar framleiðslu er umtalsvert meira en sambærilegrar framleiðslu sem ekki hefur slíka vottun. Fyrir utan að mikill skortur er á lífrænt vottuðum matvörum á helstu mörkuðum og því varla erfitt að koma þeim í verð. Ákvörðun er fyrsta skrefið Ein af stóru ástæðum þess að lífræn framleiðsla á Íslandi er jafn lítil og raun ber vitni er sú að hér á landi hefur aldrei verið unnin nein stefnumótun á þessu sviði og opinber stuðningur við þennan búskap er í skötulíki. Íslendingar þyrftu ekki að finna upp hjólið til ná forystu meðal þjóða á þessu sviði. Horfa mætti til Dana, Svía og Ástrala um fyrirmyndir og markmið. Þessi ríki hafa t.d. öll lagt mikinn metnað í að hjálpa bændum við að skipta yfir í lífræna ræktun, efla vitund neytenda með fræðslu og setja ákveðið hlutfall lífrænna afurða sem reglu í opinberum innkaupum. Ísland gæti hæglega tekið forystuna Evrópusambandið stefnir að því að 25% ræktarlands verði lífrænt vottað árið 2030 en Danir stefna á 30%. Ísland gæti hæglega sett sér markmið um 40% á sama tímapunkti ef vilji væri fyrir hendi. Á Íslandi er líka kominn tími á að móta nýja landbúnaðarstefnu þar sem þar sem matvælaframleiðsla og umhverfismál eru tvinnuð saman. Slík stefna þarf að vera framsækin, háleit og raunhæf. Markmið um að verða leiðandi ríki í framleiðslu og neyslu á lífrænt vottuðum afurðum eftir áratug fellur vel slíkri stefnu. Það sem þarf er að taka ákvörðun um að grípa tækifærið og standa við hana. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Svavar Halldórsson Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Um þrjátíu ár eru síðan Danir settu sér ítarlega og metnaðarfullu stefnu um lífræna framleiðslu. Markið var sett á að verða í fremstu röð hvað varðar bæði framleiðslu og neyslu á lífrænum vörum. Nú er svo komið að Danmörk er í forystu í veröldinni í neyslu á lífrænt vottuðum matvörum og í farabroddi í framleiðslu. Frændur okkar Svíar sigla þar á eftir en Ísland rekur lestina af Norðurlöndunum samkvæmt nýlegri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar, hvort sem er í neyslu eða framleiðslu á lífrænt vottuðum matvælum. Ísland eftirbátur Norðurlandanna Aðeins eitt og hálft prósent af ræktarlandi hérlendis er vottað sem lífrænt en meðaltal Norðurlandanna er um 14%. Samkvæmt nýjustu tölum er lífrænt vottað ræktarland í veröldinni komið vel yfir sjötíu milljónir hektara. Næstum helmingurinn er í Ástralíu. Til samanburðar er allt það land sem flokka mætti sem gott ræktarland á Íslandi rúm hálf milljón hektara. Vinir okkar í Liechtenstein eiga þó metið hlutfallslega, en um 40% af ræktarlandi þar er lífrænt vottað. Hratt vaxandi markaður Lífrænt vottaðar vörur njóta vinsælda hjá neytendum vegna þess að þær eru almennt góðar, ekki síst fyrir umhverfið. En verðið til framleiðenda er líka oft á tíðum talsvert hærra. Markaður fyrir lífrænt vottaðar afurðir vex líka hratt og var fyrir Kóvíd kominn yfir sem nemur 13 þúsund milljörðum króna á heimsvísu. Til samanburðar er velta alls íslensks landbúnaðar á bilinu 60 til 70 milljarðar á ári. Stærsti markaður fyrir lífrænar afurðir í veröldinni er í Bandaríkjunum, en í öðru og þriðja sæti eru Þýskaland og Frakkaland. Þau tvö ríki þar sem neysla á lífrænum vörum er mest á hvern íbúa eru Danmörk og Sviss. Lífrænt vex í faraldrinum Aukin meðvitund um heilsu og heilbrigði gerði það að verkum að sala á lífrænum matvælum óx hraðar árið 2020 en nokkru sinni fyrr. Mörg ríki hafa séð tækifæri í lífrænni ræktun og langflestir ræktendur eru á Indlandi, eða rúm milljón af tæpum þremur milljónum á heimsvísu, og ríki eins og Úganda og Eþíópía koma næst. Ekkert land í veröldinni þarf líklega að taka eins fá og stutt skref og Ísland til þess að verða forysturíki í lífrænni framleiðslu. Vart þarf að fjölyrða um hver hagurinn yrði af því, enda sýna öll tiltæk gögn að verðmæti lífrænnar framleiðslu er umtalsvert meira en sambærilegrar framleiðslu sem ekki hefur slíka vottun. Fyrir utan að mikill skortur er á lífrænt vottuðum matvörum á helstu mörkuðum og því varla erfitt að koma þeim í verð. Ákvörðun er fyrsta skrefið Ein af stóru ástæðum þess að lífræn framleiðsla á Íslandi er jafn lítil og raun ber vitni er sú að hér á landi hefur aldrei verið unnin nein stefnumótun á þessu sviði og opinber stuðningur við þennan búskap er í skötulíki. Íslendingar þyrftu ekki að finna upp hjólið til ná forystu meðal þjóða á þessu sviði. Horfa mætti til Dana, Svía og Ástrala um fyrirmyndir og markmið. Þessi ríki hafa t.d. öll lagt mikinn metnað í að hjálpa bændum við að skipta yfir í lífræna ræktun, efla vitund neytenda með fræðslu og setja ákveðið hlutfall lífrænna afurða sem reglu í opinberum innkaupum. Ísland gæti hæglega tekið forystuna Evrópusambandið stefnir að því að 25% ræktarlands verði lífrænt vottað árið 2030 en Danir stefna á 30%. Ísland gæti hæglega sett sér markmið um 40% á sama tímapunkti ef vilji væri fyrir hendi. Á Íslandi er líka kominn tími á að móta nýja landbúnaðarstefnu þar sem þar sem matvælaframleiðsla og umhverfismál eru tvinnuð saman. Slík stefna þarf að vera framsækin, háleit og raunhæf. Markmið um að verða leiðandi ríki í framleiðslu og neyslu á lífrænt vottuðum afurðum eftir áratug fellur vel slíkri stefnu. Það sem þarf er að taka ákvörðun um að grípa tækifærið og standa við hana. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun