Valencia byrjaði leikinn betur og voru fjórum stigum yfir í hálfleik, staðan þá 47-43. Það virtist stefna í nauman sigur heimamanna en gestirnir frá Rússlandi bitu frá sér undir lok leiks og tókst að jafna metin, staðan 84-84 er flautan gall og því þurfti að framlengja.
Það var nóg skorað í framlengingunni en Valencia reyndust örlítið sterkari og unnu eins og áður sagði tveggja stiga sigur, 105-103.
Martin Hermannsson skoraði 17 stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Aðeins Klemen Prepelic og Bojan Dubljevic skoruðu fleiri stig en Valencia, 22 stig hvor.
Valencia hefur nú unnið helming leikja sinna í keppninni. Liðið er sem stendur með 12 sigra og 12 töp. Martin og félagar þurfa að spýta í lófana ef þeir ætla sér að komast í 8-liða úrslit. Sem stendur eru tíu umferðir eftir og eru liðin í sjöunda og áttunda sæti með 13 sigra og tíu töp.