Áttu rétt? Indriði Stefánsson skrifar 6. febrúar 2021 15:31 Þegar upp koma ágreiningsmál milli aðila getur komið til þess að útkljá þurfi þau fyrir dómi. Því miður er það svo að kostnaður við að sækja mál fyrir dómstólum getur orðið nokkuð hár. Jafnframt getur verið dýrt að verja rétt sinn fyrir dómi. Margir eru hreinlega ekki með fjárhagslega burði til að reka mál fyrir rétti. Afleiðingin er sú að það búa einfaldlega ekki allir við sömu réttarvernd. Smákröfudómstóll Víða erlendis er til sérstakt dómsstig þar sem teknar eru fyrir minni fjárkröfur og dómari úrskurðar um niðurstöðu málsins. Tilgangurinn er að aðilar málsins geti rekið málið sjálfir án aðkomu lögmanna. Þannig er hægt að halda kostnaði málsaðila í algjöru lágmarki. Með því væri hægt að leysa deilur sem varða minni fjárkröfur sem réttlæta ekki þann kostnað sem hlýst af því að fara með mál fyrir aðra dómstóla. Hópmálsóknir Önnur leið til að taka á þessum vanda er að auka möguleika fólks á því að fara í hópmálsókn. Séu aðilar máls margir gætu þeir þannig tekið sig saman og deilt kostnaðinum af málsókninni. Þrátt fyrir að hér á landi séu fyrir hendi möguleikar á hópmálsókn er það fremur fátítt. Nýleg dæmi eru meðal annars hópur fólks sem varð fyrir háttsemi Procar svo og viðskiptavinir smálánafyrirtækja.Það væri áhugavert að greina hvers vegna fólk nýtir sér ekki hópmálsóknir í meira mæli. hugsanlega mætti útvíkka möguleika hagsmunasamtaka til þátttöku í hópmálsóknum. Kærunefndir Annar möguleiki á úrlausn eru kærunefndir innan stjórnsýslunnar. Nú þegar eru skipaðar ýmsar kærunefndir sem hægt er að leita til um úrskurði í ákveðnum málaflokkum. Tryggja þarf að úrskurðir kærunefnda séu bindandi og farið sé eftir niðurstöðunni. Einnig mætti hugsa sér að koma á fót fleiri kærunefndum, sérstaklega í málaflokkum sem brýnt er að mál fái umfjöllun og niðurstöðu, svo sem meiðyrði og ágreiningur um fasteignakaup. Friðsamleg úrlausn ágreiningsefna Einn grundvöllur okkar samfélags er friðsamleg úrlausn ágreiningsefna. Þegar fáir hafa möguleika á að leita slíkra lausna grefur það undan trausti fólks á samfélaginu. Við hljótum líka að gera kröfu til þess að á milli borgara landsins ríki jafnrétti, að það sé jafnvægi í möguleikum fólks til að sækja og verja rétt sinn. Í það minnsta ætti það að vera á færi flestra, en ekki bara lítils hluta landsmanna. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Dómsmál Indriði Stefánsson Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þegar upp koma ágreiningsmál milli aðila getur komið til þess að útkljá þurfi þau fyrir dómi. Því miður er það svo að kostnaður við að sækja mál fyrir dómstólum getur orðið nokkuð hár. Jafnframt getur verið dýrt að verja rétt sinn fyrir dómi. Margir eru hreinlega ekki með fjárhagslega burði til að reka mál fyrir rétti. Afleiðingin er sú að það búa einfaldlega ekki allir við sömu réttarvernd. Smákröfudómstóll Víða erlendis er til sérstakt dómsstig þar sem teknar eru fyrir minni fjárkröfur og dómari úrskurðar um niðurstöðu málsins. Tilgangurinn er að aðilar málsins geti rekið málið sjálfir án aðkomu lögmanna. Þannig er hægt að halda kostnaði málsaðila í algjöru lágmarki. Með því væri hægt að leysa deilur sem varða minni fjárkröfur sem réttlæta ekki þann kostnað sem hlýst af því að fara með mál fyrir aðra dómstóla. Hópmálsóknir Önnur leið til að taka á þessum vanda er að auka möguleika fólks á því að fara í hópmálsókn. Séu aðilar máls margir gætu þeir þannig tekið sig saman og deilt kostnaðinum af málsókninni. Þrátt fyrir að hér á landi séu fyrir hendi möguleikar á hópmálsókn er það fremur fátítt. Nýleg dæmi eru meðal annars hópur fólks sem varð fyrir háttsemi Procar svo og viðskiptavinir smálánafyrirtækja.Það væri áhugavert að greina hvers vegna fólk nýtir sér ekki hópmálsóknir í meira mæli. hugsanlega mætti útvíkka möguleika hagsmunasamtaka til þátttöku í hópmálsóknum. Kærunefndir Annar möguleiki á úrlausn eru kærunefndir innan stjórnsýslunnar. Nú þegar eru skipaðar ýmsar kærunefndir sem hægt er að leita til um úrskurði í ákveðnum málaflokkum. Tryggja þarf að úrskurðir kærunefnda séu bindandi og farið sé eftir niðurstöðunni. Einnig mætti hugsa sér að koma á fót fleiri kærunefndum, sérstaklega í málaflokkum sem brýnt er að mál fái umfjöllun og niðurstöðu, svo sem meiðyrði og ágreiningur um fasteignakaup. Friðsamleg úrlausn ágreiningsefna Einn grundvöllur okkar samfélags er friðsamleg úrlausn ágreiningsefna. Þegar fáir hafa möguleika á að leita slíkra lausna grefur það undan trausti fólks á samfélaginu. Við hljótum líka að gera kröfu til þess að á milli borgara landsins ríki jafnrétti, að það sé jafnvægi í möguleikum fólks til að sækja og verja rétt sinn. Í það minnsta ætti það að vera á færi flestra, en ekki bara lítils hluta landsmanna. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021.
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar