Úr fókus, í fókus Andri Thor Birgisson skrifar 7. febrúar 2021 07:01 Þegar kemur að kvikmynda- og dagskrárgerð á Íslandi þá erum við með þeim fremstu í flokki við að finna góðar og skapandi lausnir. Úr fókus Hins vegar þegar kemur að orðræðunni um kvikmynda- og dagskrárgerð sem auðlind atvinnuskapandi viðskiptatækifæra og arðbærra útflutningsvara, þá er fókusinn vanstilltur. Ekki vegna skorts á iðjusemi eða elju þeirra sem við greinina starfa, heldur fyrst og fremst vegna svifaseinna stjórnvalda. Fókusinni í umræðunni er oft á tíðum kolrangur þegar kemur að endurgreiðslum til kvikmynda- og dagskrágerðar. Þar er einblínt á endurgreiðsluna en ekki á þá fjármuni og verðmæti sem skapast við framleiðslur. Orðræðan er oft á þann veg að um styrki sé að ræða. En það er fjarri sannleikanum. Þjóðarbuddan túttnar út Endurgreiðslur miðast við framleiðsluupphæð sem byggir á ströngum skilyrðum og römmum. Fjármunirnir streyma um íslenskt samfélag í dágóðan tíma áður en til endurgreiðslu kemur. Það vill sem sagt gleymast að við upphaf ferilsins eru peningarnir færðir hingað inn í hagkerfið. Það er því ekki rétt að líta á málið út frá því að skattgreiðendur séu nauðbeygðir til að borga brúsann án nokkurs mótframlags. Fókusinn í umræðunni á að vera á þá gríðarlegu fjármuni sem koma inn! Og eins á þau fjölmörgu tekjuskapandi tækifæri sem að verkefnin færa okkur þjóðinni. Við þurfum að horfa á þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur til langstíma fyrir land og þjóð með til að mynda ókeypis landkynningu og ýmis konar nýsköpunartækifærum. Umræðan ætti að snúast um þetta. Þar græðum við gríðarlega og ómetanlega bæði til skemmri og lengri tíma. Hugsum stórt En til að fá hingað inn til landsins fleiri og stærri verkefni og verða framúrskarandi á þessu sviði þá þarf að hækka endurgreiðsluprósentuna til að auka samkeppnishæfni Íslands. Það myndi fjölga viðskiptatækifærunum, auka innflutning á fjármagni, skapa ný þekkingar- og menningarverðmæti fyrir auðlindalandið Ísland. Í fókus Ísland er kjörinn staður til þess að sinna slíkum verkefnum ekki síst vegna landfræðilegrar legu landsins mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við eigum samgöngur og innviði til að byggja á og ekki síst öflugt fagfólk sem kann til verka. Sköpum jákvæða hvata, byggjum upp góða aðstöðu og faglega innviði, hækkum endurgreiðsluprósentuna og styrkjum allar stoðir. Þannig sýnum við umheiminum að á Íslandi er hægt að skapa. Nýtum þá þekkingu og þann mannauð sem Ísland býr yfir, komum á laggirnar fleiri alvöru upptökuverum, hækkum endurgreiðsluprósentuna strax og komum Íslandi í fókus! Höfundur er framleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kvikmynda- og dagskrárgerð á Íslandi þá erum við með þeim fremstu í flokki við að finna góðar og skapandi lausnir. Úr fókus Hins vegar þegar kemur að orðræðunni um kvikmynda- og dagskrárgerð sem auðlind atvinnuskapandi viðskiptatækifæra og arðbærra útflutningsvara, þá er fókusinn vanstilltur. Ekki vegna skorts á iðjusemi eða elju þeirra sem við greinina starfa, heldur fyrst og fremst vegna svifaseinna stjórnvalda. Fókusinni í umræðunni er oft á tíðum kolrangur þegar kemur að endurgreiðslum til kvikmynda- og dagskrágerðar. Þar er einblínt á endurgreiðsluna en ekki á þá fjármuni og verðmæti sem skapast við framleiðslur. Orðræðan er oft á þann veg að um styrki sé að ræða. En það er fjarri sannleikanum. Þjóðarbuddan túttnar út Endurgreiðslur miðast við framleiðsluupphæð sem byggir á ströngum skilyrðum og römmum. Fjármunirnir streyma um íslenskt samfélag í dágóðan tíma áður en til endurgreiðslu kemur. Það vill sem sagt gleymast að við upphaf ferilsins eru peningarnir færðir hingað inn í hagkerfið. Það er því ekki rétt að líta á málið út frá því að skattgreiðendur séu nauðbeygðir til að borga brúsann án nokkurs mótframlags. Fókusinn í umræðunni á að vera á þá gríðarlegu fjármuni sem koma inn! Og eins á þau fjölmörgu tekjuskapandi tækifæri sem að verkefnin færa okkur þjóðinni. Við þurfum að horfa á þau jákvæðu áhrif sem þetta hefur til langstíma fyrir land og þjóð með til að mynda ókeypis landkynningu og ýmis konar nýsköpunartækifærum. Umræðan ætti að snúast um þetta. Þar græðum við gríðarlega og ómetanlega bæði til skemmri og lengri tíma. Hugsum stórt En til að fá hingað inn til landsins fleiri og stærri verkefni og verða framúrskarandi á þessu sviði þá þarf að hækka endurgreiðsluprósentuna til að auka samkeppnishæfni Íslands. Það myndi fjölga viðskiptatækifærunum, auka innflutning á fjármagni, skapa ný þekkingar- og menningarverðmæti fyrir auðlindalandið Ísland. Í fókus Ísland er kjörinn staður til þess að sinna slíkum verkefnum ekki síst vegna landfræðilegrar legu landsins mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við eigum samgöngur og innviði til að byggja á og ekki síst öflugt fagfólk sem kann til verka. Sköpum jákvæða hvata, byggjum upp góða aðstöðu og faglega innviði, hækkum endurgreiðsluprósentuna og styrkjum allar stoðir. Þannig sýnum við umheiminum að á Íslandi er hægt að skapa. Nýtum þá þekkingu og þann mannauð sem Ísland býr yfir, komum á laggirnar fleiri alvöru upptökuverum, hækkum endurgreiðsluprósentuna strax og komum Íslandi í fókus! Höfundur er framleiðandi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun