„Óþolandi kjánalegt“ að Martin megi ekki vera með Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 17:16 Martin Hermannsson verður fjarri góðu gamni þegar landsliðið spilar í Kósóvó. Hann verður reyndar í öðru gamni, með liði Valencia í Euroleague. Getty/Ivan Terron Íslenska karlalandsliðið í körfubolta heldur af stað til Kósóvó á laugardaginn og mætir þar Slóvakíu og Lúxemborg í lokaleikjum riðilsins í forkeppni HM. Suma af bestu leikmönnum þjóðarinnar vantar í landsliðshópinn. Landsliðið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Á meðal þeirra sem að ekki geta verið með er Martin Hermannsson sem spilar með liði sínu Valencia gegn Real Madrid og Zenit í Euroleague á sama tíma. Euroleague er einkafyrirtæki og tekur ekki tillit til landsleikja eins og flestar landsdeildir gera og er þekkt í öðrum boltagreinum, eins og fótbolta og handbolta. „Þetta er óþolandi kjánalegt. Að menn komist ekki í landsleiki út af því að einhver önnur deild er í gangi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um landsliðið hefst eftir 24 mínútur og 45 sekúndur. „Þetta er það sem ég segi um þessa ofurdeild í knattspyrnu sem verið er að tala um,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar á grænni grein ef sömu reglur giltu um uppeldisbætur „Euroleague á sig sjálfa, eða félögin eiga Euroleague, og eru ekki í neinu samstarfi við FIBA. Peningurinn seytlar því aldrei niður í grasrótina eins og í fótboltanum. Ekki það að fótboltinn er svo mikið „beast“ að það verða til svo miklar tekjur að það er hægt að láta þær seytlast niður. Það er erfiðara í körfunni,“ sagði Kjartan Atli og velti enn frekar vöngum yfir því ef hlutirnir í körfuboltanum væru eins og í fótboltanum: „Pælið í því ef það væru uppeldisbætur í körfubolta. KR-ingar væru þá á svo grænni grein. Jón Arnór og Martin búnir að vera í efsta laginu í evrópskum körfubolta og annar þeirra í NBA. KR-ingar ættu bara sína eigin höll ef þetta væri eins og í fótboltanum.“ Þrátt fyrir að Martin vanti, sem og menn á borð við Hauk Helga Pálsson, Ægi Þór Steinarsson og fleiri. Hins vegar er Tryggvi Snær Hlinason með, sem og Elvar Már Friðriksson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Jón Axel Guðmundsson og fleiri. „Þetta er ekki alslæmt lið, langur vegur frá því þó það vanti sterka pósta,“ sagði Henry. Kjartan tók undir það og sagði að þó að leikmenn vantaði væri krafan enn sigur í báðum leikjum. Staðan í riðlinum er þannig að Ísland er með 7 stig, Slóvakía og Kósóvó 6, og Lúxemborg 5. Efstu tvö liðin komast áfram úr forkeppninni. Ísland mætir Slóvakíu 18. febrúar og Lúxemborg 21. febrúar. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Landsliðið var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Á meðal þeirra sem að ekki geta verið með er Martin Hermannsson sem spilar með liði sínu Valencia gegn Real Madrid og Zenit í Euroleague á sama tíma. Euroleague er einkafyrirtæki og tekur ekki tillit til landsleikja eins og flestar landsdeildir gera og er þekkt í öðrum boltagreinum, eins og fótbolta og handbolta. „Þetta er óþolandi kjánalegt. Að menn komist ekki í landsleiki út af því að einhver önnur deild er í gangi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um landsliðið hefst eftir 24 mínútur og 45 sekúndur. „Þetta er það sem ég segi um þessa ofurdeild í knattspyrnu sem verið er að tala um,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar á grænni grein ef sömu reglur giltu um uppeldisbætur „Euroleague á sig sjálfa, eða félögin eiga Euroleague, og eru ekki í neinu samstarfi við FIBA. Peningurinn seytlar því aldrei niður í grasrótina eins og í fótboltanum. Ekki það að fótboltinn er svo mikið „beast“ að það verða til svo miklar tekjur að það er hægt að láta þær seytlast niður. Það er erfiðara í körfunni,“ sagði Kjartan Atli og velti enn frekar vöngum yfir því ef hlutirnir í körfuboltanum væru eins og í fótboltanum: „Pælið í því ef það væru uppeldisbætur í körfubolta. KR-ingar væru þá á svo grænni grein. Jón Arnór og Martin búnir að vera í efsta laginu í evrópskum körfubolta og annar þeirra í NBA. KR-ingar ættu bara sína eigin höll ef þetta væri eins og í fótboltanum.“ Þrátt fyrir að Martin vanti, sem og menn á borð við Hauk Helga Pálsson, Ægi Þór Steinarsson og fleiri. Hins vegar er Tryggvi Snær Hlinason með, sem og Elvar Már Friðriksson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Jón Axel Guðmundsson og fleiri. „Þetta er ekki alslæmt lið, langur vegur frá því þó það vanti sterka pósta,“ sagði Henry. Kjartan tók undir það og sagði að þó að leikmenn vantaði væri krafan enn sigur í báðum leikjum. Staðan í riðlinum er þannig að Ísland er með 7 stig, Slóvakía og Kósóvó 6, og Lúxemborg 5. Efstu tvö liðin komast áfram úr forkeppninni. Ísland mætir Slóvakíu 18. febrúar og Lúxemborg 21. febrúar. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti