Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga vinkonu fyrrverandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2021 16:08 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest tveggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir að nauðga vinkonu sinni í janúar fyrir þremur árum. Var karlmaðurinn dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði án samþykkis við konuna. Konan hafði verið á þorrablóti með vinkonu sinni og fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fór hún heim með þeim að loknu þorrablóti þar sem meira var drukkið og sofnuðu svo allir í sófanum. Konan vaknaði svo ein á sófanum morguninn eftir í uppnámi með minningar af nauðgun. Vinkonan og fyrrverandi kærasti hafi verið komin inn í svefnherbergi. Sjálf fékk hún vinkonu sína til að skutla sér á neyðarmóttöku. Næstu daga greindi hún sínum nánustu frá atburðum og lagði svo fram kæru tveimur mánuðum síðar. Viðurkenndi að hafa klætt hana úr sokkabuxum Í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á að frásögn konunnar þess efnis að karlmaðurinn hefði klætt hana úr sokkabuxum og nærfötum. Svo hefði hann haft við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Þá var karlmaðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Konan og karlinn komu aftur fyrir dóm í Landsrétti og gáfu viðbótarskýrslur. Þar sagðist karlmaðurinn engu hafa við framburð sinn í hérað að bæta. Taldi hann konuna líkt og hann sjálfan hafa verið í slæmu ástandi. Fyrir utan sameiginlega minningu þeirra um að hann hafi gyrt niður um hana sokkabuxurnar kvaðst hann telja að framburður hennar um það sem síðar eigi að hafa átt sér stað væri tilbúningur. Loks kvaðst hann ekki hafa á því skýringar hvers vegna konan yfirgaf íbúðina í uppnámi og grátandi um morguninn. Konan lýsti líðan sinni eftir að atvik málsins áttu sér stað. Hún hefði útskrifast úr háskóla á réttum tíma og með góðar einkunnir þrátt fyrir þau neikvæðu áhrif sem atvik málsins hefðu haft á líf hennar. Hún sagðist fyrst hafa lýst atvikum með nákvæmum hætti þegar hún ræddi við réttargæslumann sinn og gaf skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá sagðist hún bæði hafa verið drukkin og í mjög miklu áfalli þegar vinkona hennar ók henni á neyðarmóttöku og lítið muna eftir samtali þeirra á leiðinni. Því væri ekki óeðlilegt að vinkonan hefði ekki skilið frásögn hennar með réttum hætti. Tvö greinileg minningarbrot Í niðurstöðu Landsréttar segir að konan hafi borið um tvö greinilega minningarbrot eftir að hún sofnaði umrædda nótt. Annars vegar að hún rumskaði við að karlmaðurinn var að klæða hana úr að neðan og hins vegar að hann var að hafa við hana samfarir. Lýsingar hennar hefðu verið skýrar og afgerandi. Ekki yrði ráðið að hún hefði gefið sér að karlmaðurinn hefði átt við hana samræði né mætti ætla að hún væri haldin ranghugmyndum um atvik. Þá hefði hún gefið trúverðugar skýringar á því að tveir mánuðir liðu frá atvikum og þar til hún lagði fram kæru í málinu. Féllst Landsréttur á niðurstöðu í héraði og dæmdi karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Konan hafði verið á þorrablóti með vinkonu sinni og fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fór hún heim með þeim að loknu þorrablóti þar sem meira var drukkið og sofnuðu svo allir í sófanum. Konan vaknaði svo ein á sófanum morguninn eftir í uppnámi með minningar af nauðgun. Vinkonan og fyrrverandi kærasti hafi verið komin inn í svefnherbergi. Sjálf fékk hún vinkonu sína til að skutla sér á neyðarmóttöku. Næstu daga greindi hún sínum nánustu frá atburðum og lagði svo fram kæru tveimur mánuðum síðar. Viðurkenndi að hafa klætt hana úr sokkabuxum Í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á að frásögn konunnar þess efnis að karlmaðurinn hefði klætt hana úr sokkabuxum og nærfötum. Svo hefði hann haft við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Þá var karlmaðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Konan og karlinn komu aftur fyrir dóm í Landsrétti og gáfu viðbótarskýrslur. Þar sagðist karlmaðurinn engu hafa við framburð sinn í hérað að bæta. Taldi hann konuna líkt og hann sjálfan hafa verið í slæmu ástandi. Fyrir utan sameiginlega minningu þeirra um að hann hafi gyrt niður um hana sokkabuxurnar kvaðst hann telja að framburður hennar um það sem síðar eigi að hafa átt sér stað væri tilbúningur. Loks kvaðst hann ekki hafa á því skýringar hvers vegna konan yfirgaf íbúðina í uppnámi og grátandi um morguninn. Konan lýsti líðan sinni eftir að atvik málsins áttu sér stað. Hún hefði útskrifast úr háskóla á réttum tíma og með góðar einkunnir þrátt fyrir þau neikvæðu áhrif sem atvik málsins hefðu haft á líf hennar. Hún sagðist fyrst hafa lýst atvikum með nákvæmum hætti þegar hún ræddi við réttargæslumann sinn og gaf skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá sagðist hún bæði hafa verið drukkin og í mjög miklu áfalli þegar vinkona hennar ók henni á neyðarmóttöku og lítið muna eftir samtali þeirra á leiðinni. Því væri ekki óeðlilegt að vinkonan hefði ekki skilið frásögn hennar með réttum hætti. Tvö greinileg minningarbrot Í niðurstöðu Landsréttar segir að konan hafi borið um tvö greinilega minningarbrot eftir að hún sofnaði umrædda nótt. Annars vegar að hún rumskaði við að karlmaðurinn var að klæða hana úr að neðan og hins vegar að hann var að hafa við hana samfarir. Lýsingar hennar hefðu verið skýrar og afgerandi. Ekki yrði ráðið að hún hefði gefið sér að karlmaðurinn hefði átt við hana samræði né mætti ætla að hún væri haldin ranghugmyndum um atvik. Þá hefði hún gefið trúverðugar skýringar á því að tveir mánuðir liðu frá atvikum og þar til hún lagði fram kæru í málinu. Féllst Landsréttur á niðurstöðu í héraði og dæmdi karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira