Loftslagshamfarir og landnotkun Ida Karólína Harris skrifar 13. febrúar 2021 19:01 Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. Þetta er ekki satt, í raun og veru erum við, Íslendingar, að losa gríðarlega mikið á höfðatölu. Það eru margir flokkar af losun, þar að meðal landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) sem er mjög mikilvægur flokkur á Íslandi. Losun og binding frá landnotkun (LULUCF) fellur ekki undir losun á beina ábyrgð stjórnvalda í landsmarkmiði okkar til Parísarsáttmálans, að mestu leyti er það gott. Annars myndu sum lönd þurfa að gera mjög lítið til að ná markmiðinu sínu vegna stórra skóga sem draga til sín CO2 þannig að nettó losun þeirra væri lítil. Ef landnotkun (LULUCF) væri ekki aðskilin frá annari losun hefði það slæm áhrif á útkomuna vegna þess að mörg þessara landa eru samt að menga gríðarlega mikið sem hefur slæm áhrif á lífríki og vistkerfi. Hér á Íslandi er sagan aðeins öðruvísi. Samkvæmt Umhverfisstofnun var losun Íslands árið 2018 rétt undir fimm þúsund kt. af CO2 ígildum ef landnotkun (LULUCF) er ekki tekin með en um leið og maður bætir henni við fer losun Íslands næstum því í fjórtán þúsund kt. af CO2 ígildum. Við á Íslandi þurfum að taka ábyrgð á allri losun okkar og gera þetta af eigin vilja, þrátt fyrir að það falli ekki undir losun á beinni ábyrgð stjórnvalda í Parísarsáttmálanum. Á Íslandi eru áætlað að það séu um 3500km2 af framræstu landi og aðeins 390km2 nýttir til ræktunar (tún og akrar). Það hefur verið ráðist í yfir 30 verkefni til að endurheimta votlendi á Íslandi og það er áætlað að það hafi aðeins tekist að endurheimta 7km2 votlendis. Náttúruverndarlög, skipulagslög og lög um mat á umhverfisáhrifum og fjórir alþjóðlegir samningar sem Ísland er aðili að fjalla um vernd og endurheimt votlendis. Það er komið að okkur, sem þjóð, að taka ábyrgð á losun okkar. Við þurfum að gera það sem þarf til þess að minnka losun á Íslandi, sama hvaða losunarflokki losunin tilheyrir og hvar bein ábyrgð liggur í alþjóðlegum samningum. Höfundur er stjórnarmeðlimur Ungra umhverfissinna og grunnskólanemi. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. Þetta er ekki satt, í raun og veru erum við, Íslendingar, að losa gríðarlega mikið á höfðatölu. Það eru margir flokkar af losun, þar að meðal landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) sem er mjög mikilvægur flokkur á Íslandi. Losun og binding frá landnotkun (LULUCF) fellur ekki undir losun á beina ábyrgð stjórnvalda í landsmarkmiði okkar til Parísarsáttmálans, að mestu leyti er það gott. Annars myndu sum lönd þurfa að gera mjög lítið til að ná markmiðinu sínu vegna stórra skóga sem draga til sín CO2 þannig að nettó losun þeirra væri lítil. Ef landnotkun (LULUCF) væri ekki aðskilin frá annari losun hefði það slæm áhrif á útkomuna vegna þess að mörg þessara landa eru samt að menga gríðarlega mikið sem hefur slæm áhrif á lífríki og vistkerfi. Hér á Íslandi er sagan aðeins öðruvísi. Samkvæmt Umhverfisstofnun var losun Íslands árið 2018 rétt undir fimm þúsund kt. af CO2 ígildum ef landnotkun (LULUCF) er ekki tekin með en um leið og maður bætir henni við fer losun Íslands næstum því í fjórtán þúsund kt. af CO2 ígildum. Við á Íslandi þurfum að taka ábyrgð á allri losun okkar og gera þetta af eigin vilja, þrátt fyrir að það falli ekki undir losun á beinni ábyrgð stjórnvalda í Parísarsáttmálanum. Á Íslandi eru áætlað að það séu um 3500km2 af framræstu landi og aðeins 390km2 nýttir til ræktunar (tún og akrar). Það hefur verið ráðist í yfir 30 verkefni til að endurheimta votlendi á Íslandi og það er áætlað að það hafi aðeins tekist að endurheimta 7km2 votlendis. Náttúruverndarlög, skipulagslög og lög um mat á umhverfisáhrifum og fjórir alþjóðlegir samningar sem Ísland er aðili að fjalla um vernd og endurheimt votlendis. Það er komið að okkur, sem þjóð, að taka ábyrgð á losun okkar. Við þurfum að gera það sem þarf til þess að minnka losun á Íslandi, sama hvaða losunarflokki losunin tilheyrir og hvar bein ábyrgð liggur í alþjóðlegum samningum. Höfundur er stjórnarmeðlimur Ungra umhverfissinna og grunnskólanemi. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar