Húsfundur án heimilis Guðmundur Snæbjörnsson skrifar 17. febrúar 2021 07:31 Félags- og barnamálaráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til breytinga á fjöleignarhúsalögum. Þær breytingar sem hann hefur boðað er ætlað að nútímavæða fjöleignarhúsalögin að fenginni reynslu undanfarinna ára og þá einkum varðandi tækninýjungar og breyttrar samfélagsmyndar frá því lögin tóku fyrst gildi. Rafræn heimild Sú breyting sem er líkleg til að hafa einna mest áhrif á daglegt líf fólks felst í heimild stjórnar húsfélags til að halda rafræna húsfundi og nota rafrænar samskiptaleiðir í samskiptum milli húseigenda. Húseigendur myndu geta fundað með nágrönnum sínum án þess að þurfa hitta þá augliti til auglitis. Sá valmöguleiki mun jafnvel standa til boða að lækka hljóðið þegar umræðan um skólplagnir fer á kreik en hingað til hafa notendur heyrnatæka einir notið þeirra fríðinda. Breytingin mun vera komin til vegna heimsfaraldursins COVID og vandkvæða við fundahald á tímum samkomutakmarkana. Hvað sem sóttvarnaráðstöfunum líður er breytingin löngu tímabær og í samræmi við aðrar breytingar í samfélaginu. Flestir kannast eflaust við að erfitt getur verið að kalla saman húsfund þrátt fyrir að fundamenn búi undir eða eigi í sama þakinu. Blönduð hús Þegar núgildandi lög um fjöleignarhús voru samþykkt á Alþingi árið 1994 var ákveðið að lögin skyldu að mestu vera ófrávíkjanleg þegar um er að ræða fjöleignarhús sem er íbúðarhúsnæði í heild eða að hluta. Ófrávíkjanlegar reglur laganna, s.s. um ákvarðanatöku eigenda, gilda þannig í blönduðum húsum, þ.e. fasteignum sem hafa bæði að geyma íbúðir og atvinnuhúsnæði, en íbúar og atvinnurekendur sjá hlutina ekki alltaf sömu augum þrátt fyrir að vera báðum umhugað um umgengni, viðhald og umhirðu fasteignarinnar. Íbúar huga mest að nauðsynlegum framkvæmdum á meðan atvinnurekendur virðast fremur huga að forsendum eigin rekstrar sem oft kallar á auknar framkvæmdir. Málsmeðferð vegna framkvæmda sem atvinnurekandi vill standa að á það til að tefjast í meðferð húsfélags með tilheyrandi kostnaði og skjalagerð. Álitamál af klassískum toga varða m.a. notkun sameignar, bílastæðamál og deilur um kostnaðarábyrgð. Þær breytingar sem ráðherra hefur boðað er ætlað að skapa tiltekna festu varðandi not blandaðra húsa í atvinnurekstri en undirliggjandi eru sjónarmið um þéttingu byggðar, loftslagsmál og þjónustu í nærumhverfi. Ef frumvarpsdrögin verða samþykkt í núverandi mynd mun eigendum fasteigna í blönduðum húsum vera heimilað að víkja frá ákvæðum laganna með setningu sérstakra húsfélagssamþykkta. Það er vandasamt að segja til um að hversu miklu leyti breytingarnar muni komast til framkvæmda í blönduðum húsum sem þegar eru byggð þegar breytingarnar taka gildi, þar sem samþykki allra húseigenda er áskilið fyrir setningu þeirra. Ef að líkum lætur munu húsbyggjendur nýrra blandaðra fjöleignarhúsa frekar neyta heimildarinnar til að samþykkja sérstakar húsfélagssamþykktir og setja með því skýrar leikreglur til framtíðar um sambúð eigenda íbúða og atvinnuhúsnæðis. Húsfélagsdeild Þá er í breytingatillögunum að finna rýmri heimild fyrir eigendur fjöleignarhúsa að mynda sér húsfélagsdeild. Verði frumvarpið samþykkt í núverandi mynd mun eigendum í ríkara mæli verða heimilt að semja um skiptingu á viðhaldi þannig að hver húsfélagsdeild annist framkvæmdir utanhúss á viðkomandi húshluta auk þess sem eigendum bílageymslna verði heimilt að stofna sérstaka húsfélagsdeild um bílageymsluna. Bílageymslur sem oft eru samtengdar fjöleignarhúsi yrði þannig heimilt að reka sem sjálfstæðar einingar sem væru að mestu leyti óháðar ákvörðunarvaldi annarra eigenda fjöleignarhússins. Þessi breyting mun ekki síst hafa þýðingu í þeim tilvikum þar sem fleiri en eitt fjöleignarhús hefur verið reist ofan á einni og sömu bílageymslunni sem jafnvel stendur á fleiri en einni lóð. Ótal álitamál geta komið upp í tengslum við rekstur, eignarhald og ábyrgð á slíkum bílageymslum sem breytingatillögunum er ætlað að ráða bót á. Breytingartillögur ráðherra hafa ekki verið lagðar fram á Alþingi og í greinarkorni þessu er einungis stiklað á stóru um hluta af því sem fram kemur í frumvarpsdrögunum. Það er hins vegar ljóst að þeim er ætlað að verða mikil réttarbót fyrir flesta eigendur séreigna í fjöleignarhúsum. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvernig og hvort frumvarpið muni taka breytingum í meðförum þingsins. Líklega mun frumvarpið fá verðskuldaða athygli og umræðu enda er fjöleignarhúsaformið og sambýli eigenda slíkra húsa hluti af þjóðarsálinni. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Rómur Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til breytinga á fjöleignarhúsalögum. Þær breytingar sem hann hefur boðað er ætlað að nútímavæða fjöleignarhúsalögin að fenginni reynslu undanfarinna ára og þá einkum varðandi tækninýjungar og breyttrar samfélagsmyndar frá því lögin tóku fyrst gildi. Rafræn heimild Sú breyting sem er líkleg til að hafa einna mest áhrif á daglegt líf fólks felst í heimild stjórnar húsfélags til að halda rafræna húsfundi og nota rafrænar samskiptaleiðir í samskiptum milli húseigenda. Húseigendur myndu geta fundað með nágrönnum sínum án þess að þurfa hitta þá augliti til auglitis. Sá valmöguleiki mun jafnvel standa til boða að lækka hljóðið þegar umræðan um skólplagnir fer á kreik en hingað til hafa notendur heyrnatæka einir notið þeirra fríðinda. Breytingin mun vera komin til vegna heimsfaraldursins COVID og vandkvæða við fundahald á tímum samkomutakmarkana. Hvað sem sóttvarnaráðstöfunum líður er breytingin löngu tímabær og í samræmi við aðrar breytingar í samfélaginu. Flestir kannast eflaust við að erfitt getur verið að kalla saman húsfund þrátt fyrir að fundamenn búi undir eða eigi í sama þakinu. Blönduð hús Þegar núgildandi lög um fjöleignarhús voru samþykkt á Alþingi árið 1994 var ákveðið að lögin skyldu að mestu vera ófrávíkjanleg þegar um er að ræða fjöleignarhús sem er íbúðarhúsnæði í heild eða að hluta. Ófrávíkjanlegar reglur laganna, s.s. um ákvarðanatöku eigenda, gilda þannig í blönduðum húsum, þ.e. fasteignum sem hafa bæði að geyma íbúðir og atvinnuhúsnæði, en íbúar og atvinnurekendur sjá hlutina ekki alltaf sömu augum þrátt fyrir að vera báðum umhugað um umgengni, viðhald og umhirðu fasteignarinnar. Íbúar huga mest að nauðsynlegum framkvæmdum á meðan atvinnurekendur virðast fremur huga að forsendum eigin rekstrar sem oft kallar á auknar framkvæmdir. Málsmeðferð vegna framkvæmda sem atvinnurekandi vill standa að á það til að tefjast í meðferð húsfélags með tilheyrandi kostnaði og skjalagerð. Álitamál af klassískum toga varða m.a. notkun sameignar, bílastæðamál og deilur um kostnaðarábyrgð. Þær breytingar sem ráðherra hefur boðað er ætlað að skapa tiltekna festu varðandi not blandaðra húsa í atvinnurekstri en undirliggjandi eru sjónarmið um þéttingu byggðar, loftslagsmál og þjónustu í nærumhverfi. Ef frumvarpsdrögin verða samþykkt í núverandi mynd mun eigendum fasteigna í blönduðum húsum vera heimilað að víkja frá ákvæðum laganna með setningu sérstakra húsfélagssamþykkta. Það er vandasamt að segja til um að hversu miklu leyti breytingarnar muni komast til framkvæmda í blönduðum húsum sem þegar eru byggð þegar breytingarnar taka gildi, þar sem samþykki allra húseigenda er áskilið fyrir setningu þeirra. Ef að líkum lætur munu húsbyggjendur nýrra blandaðra fjöleignarhúsa frekar neyta heimildarinnar til að samþykkja sérstakar húsfélagssamþykktir og setja með því skýrar leikreglur til framtíðar um sambúð eigenda íbúða og atvinnuhúsnæðis. Húsfélagsdeild Þá er í breytingatillögunum að finna rýmri heimild fyrir eigendur fjöleignarhúsa að mynda sér húsfélagsdeild. Verði frumvarpið samþykkt í núverandi mynd mun eigendum í ríkara mæli verða heimilt að semja um skiptingu á viðhaldi þannig að hver húsfélagsdeild annist framkvæmdir utanhúss á viðkomandi húshluta auk þess sem eigendum bílageymslna verði heimilt að stofna sérstaka húsfélagsdeild um bílageymsluna. Bílageymslur sem oft eru samtengdar fjöleignarhúsi yrði þannig heimilt að reka sem sjálfstæðar einingar sem væru að mestu leyti óháðar ákvörðunarvaldi annarra eigenda fjöleignarhússins. Þessi breyting mun ekki síst hafa þýðingu í þeim tilvikum þar sem fleiri en eitt fjöleignarhús hefur verið reist ofan á einni og sömu bílageymslunni sem jafnvel stendur á fleiri en einni lóð. Ótal álitamál geta komið upp í tengslum við rekstur, eignarhald og ábyrgð á slíkum bílageymslum sem breytingatillögunum er ætlað að ráða bót á. Breytingartillögur ráðherra hafa ekki verið lagðar fram á Alþingi og í greinarkorni þessu er einungis stiklað á stóru um hluta af því sem fram kemur í frumvarpsdrögunum. Það er hins vegar ljóst að þeim er ætlað að verða mikil réttarbót fyrir flesta eigendur séreigna í fjöleignarhúsum. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvernig og hvort frumvarpið muni taka breytingum í meðförum þingsins. Líklega mun frumvarpið fá verðskuldaða athygli og umræðu enda er fjöleignarhúsaformið og sambýli eigenda slíkra húsa hluti af þjóðarsálinni. Höfundur er lögmaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun