Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2021 09:32 Brúin styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra. Í forgrunni má sjá hvar núverandi vegur hlykkjast upp á Hjallaháls. Við ströndina neðst til hægri má sjá veglínuna í átt að Teigsskógi. Vegagerðin Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna. Fimm verktakar buðu í verkið en næstlægsta boð átti Þróttur ehf. á Akranesi, upp á 2.265 milljónir króna, eða 28 milljónum hærra en boð Suðurverks. Aðrir bjóðendur voru ÞG verktakar, Ístak og Íslenskir aðalverktakar, sem áttu hæsta boð, upp á 2.946 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Horft inn Þorskafjörð. Áformað er að framkvæmdir hefjist í kringum næstu páska, um mánaðamótin mars - apríl.Egill Aðalsteinsson Verkið sem kallast Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnarstaðir – Þórisstaðir, er hluti hinnar umdeildu vegagerðar um Teigsskóg og felst í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð. Innifalið í verkinu er bygging 260 metra langrar brúar á Þorskafjörð. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði um verkið: Suðurverk hefur mikla reynslu af vegagerð á Vestfjörðum. Fyrirtækið er nýbúið að ljúka gerð Dýrafjarðarganga í samstarfi við tékkneska verktakann Metrostav og vinnur núna, sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka, að lagningu nýs vegar í Arnarfirði, milli Dynjanda og Mjólkárvirkjunar. Suðurverk hefur áður þverað firði á Vestfjarðavegi. Við norðanverðan Breiðafjörð brúaði Suðurverk bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði á árunum 2012 til 2014. Hér má sjá fréttir af þeirri vegagerð: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Dýrafjarðargöng Vegagerð Tengdar fréttir Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. 13. janúar 2021 21:51 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30. október 2018 20:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Fimm verktakar buðu í verkið en næstlægsta boð átti Þróttur ehf. á Akranesi, upp á 2.265 milljónir króna, eða 28 milljónum hærra en boð Suðurverks. Aðrir bjóðendur voru ÞG verktakar, Ístak og Íslenskir aðalverktakar, sem áttu hæsta boð, upp á 2.946 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Horft inn Þorskafjörð. Áformað er að framkvæmdir hefjist í kringum næstu páska, um mánaðamótin mars - apríl.Egill Aðalsteinsson Verkið sem kallast Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnarstaðir – Þórisstaðir, er hluti hinnar umdeildu vegagerðar um Teigsskóg og felst í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð. Innifalið í verkinu er bygging 260 metra langrar brúar á Þorskafjörð. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði um verkið: Suðurverk hefur mikla reynslu af vegagerð á Vestfjörðum. Fyrirtækið er nýbúið að ljúka gerð Dýrafjarðarganga í samstarfi við tékkneska verktakann Metrostav og vinnur núna, sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka, að lagningu nýs vegar í Arnarfirði, milli Dynjanda og Mjólkárvirkjunar. Suðurverk hefur áður þverað firði á Vestfjarðavegi. Við norðanverðan Breiðafjörð brúaði Suðurverk bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði á árunum 2012 til 2014. Hér má sjá fréttir af þeirri vegagerð:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Dýrafjarðargöng Vegagerð Tengdar fréttir Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. 13. janúar 2021 21:51 Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30. október 2018 20:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. 13. janúar 2021 21:51
Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00
Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. 30. október 2018 20:00