Sá heppni heitir Carter Reum og hafa þau verið í ástarsambandi í eitt ár. Paris Hilton birtir fallegt myndband á Instagram þar sem sjá má þegar Reum fór á skeljarnar.
Paris Hilton var í raun fyrsta manneskjan í heiminum til að verða fræg, fyrir að vera fræg.
Hún er mjög vinsæll plötusnúður og fær til að mynda greitt eina milljón dollara fyrir hvert skipti sem hún kemur fram.
Á sínum tíma lak út kynlífsmyndband af henni og var fjallað um það í öllum miðlum heims.