Það er alltaf rétti tíminn Starri Reynisson skrifar 19. febrúar 2021 07:30 Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau. Sumum finnst aldrei rétti tíminn til að ræða sölu á hlut ríkisins í bönkunum, lækkun skatta, aðskilnað ríkis og kirkju eða afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis, svo nokkur dæmi séu tekin. Fá málefni hafa þó þurft að þola þessa meðferð oftar og lengur en aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er gömul tugga andstæðinga Evrópusambandsaðildar að Ísland væri að fórna fullveldi sínu með aðild. Þau rök standast ekki nokkra skoðun. Ríkin sem þegar eru aðilar að Evrópusambandinu eru öll fullvalda og taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu í krafti þess fullveldis. Það dettur varla nokkurri manneskju í hug að halda því fram að Frakkland, Þýskaland, Eistland eða Svíþjóð séu ekki fullvalda ríki, en þau eru öll stolt aðildarríki Evrópusambandsins. Aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið gerir það að verkum að við þurfum nú þegar að taka upp megnið af regluverki Evrópusambandsins en höfum ekkert um það að segja hvað felst í því regluverki. Sá samningur hefur þó aukið lífsgæði okkar til muna. Með fullri aðild að Evrópusambandinu fengjum við sæti við borðið og gætum haft áhrif á ákvarðanir sambandsins, sem snerta okkur nú þegar og styrkt þannig fullveldi Íslands ef eitthvað er. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Undanfarið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með utanríkisráðherra í fararbroddi, talað gegn aðild á þeim forsendum að Ísland gæti ekki samið um fríverslun við önnur lönd værum við aðili að Evrópusambandinu. Það er vissulega rétt að Evrópusambandsríkin hafa eftirlátið sambandinu að gera fríverslunarsamninga fyrir sína hönd, en fyrir því er góð ástæða. Evrópusambandið getur í krafti stærðar sinna gert betri, dýpri og umfangsmeiri fríverslunarsaminga en hvert og eitt Evrópuríki eitt og sér, Ísland þar með talið. Það væru sjálfsagt einhver sjónarmið sem mæltu með nálgun Sjálfstæðisflokksins ef þau væru að forgangsraða magni samninga umfram gæði. Raunin er þó sú að Evrópusambandið hefur síðustu ár og áratugi unnið hörðum höndum að því að koma upp einhverju umfangsmesta neti fríverslunarsamninga sem sést hefur og því hvort tveggja gæði og magn samninga til staðar. Með Evrópusambandsaðild fengjum við aðgang að þessu fríverslunarneti, sem er mun öflugra en nokkuð sem við gætum samið um ein. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Það er fullreynd tilraun að halda úti íslensku krónunni, örgjaldmiðli fyrir 350.000 manna hagkerfi. Á líftíma hennar hefur hún gert lítið annað en að rýrna. Vaxtamunur veldur gífurlegum kostnaði fyrir íslensk heimili á ári hverju og gengissveiflur valda gríðarlegum ófyrirsjánleika í rekstri fyrirtækja. Íslenska krónuhagkerfið er kjörlendi fyrir verðbólgu og krónan býr þannig til nauðsyn fyrir tilvist hinnar margumræddu verðtryggingar. Stærri fyrirtæki gera flest upp í erlendri mynt og efnafólk geymir margt sparifé sitt erlendis, óvissa og kostnaður íslensku krónunnar eru því eyrnamerkt almenningi og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru fáum við heilbrigðara vaxtaumhverfi, meiri gengisstöðugleika og aukin kaupmátt, auk þess sem skilyrði skapast fyrir afnámi verðtryggingar. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Ísland er hluti af Evrópu hvort sem horft er á landfræðilega, efnahagslega eða menningarlega þætti. Hagsmunir Íslands eru þannig kyrfilega samofnir hagsmunum annara Evrópulanda og við deilum þeirra hugsjónum og heimssýn. Við sem þjóð deilum grunngildum Evrópusambandsins um frelsi, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir réttarríkinu. Þær forsendur einar og sér gera það að verkum að það er alltaf rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Utanríkismál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau. Sumum finnst aldrei rétti tíminn til að ræða sölu á hlut ríkisins í bönkunum, lækkun skatta, aðskilnað ríkis og kirkju eða afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis, svo nokkur dæmi séu tekin. Fá málefni hafa þó þurft að þola þessa meðferð oftar og lengur en aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er gömul tugga andstæðinga Evrópusambandsaðildar að Ísland væri að fórna fullveldi sínu með aðild. Þau rök standast ekki nokkra skoðun. Ríkin sem þegar eru aðilar að Evrópusambandinu eru öll fullvalda og taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu í krafti þess fullveldis. Það dettur varla nokkurri manneskju í hug að halda því fram að Frakkland, Þýskaland, Eistland eða Svíþjóð séu ekki fullvalda ríki, en þau eru öll stolt aðildarríki Evrópusambandsins. Aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið gerir það að verkum að við þurfum nú þegar að taka upp megnið af regluverki Evrópusambandsins en höfum ekkert um það að segja hvað felst í því regluverki. Sá samningur hefur þó aukið lífsgæði okkar til muna. Með fullri aðild að Evrópusambandinu fengjum við sæti við borðið og gætum haft áhrif á ákvarðanir sambandsins, sem snerta okkur nú þegar og styrkt þannig fullveldi Íslands ef eitthvað er. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Undanfarið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með utanríkisráðherra í fararbroddi, talað gegn aðild á þeim forsendum að Ísland gæti ekki samið um fríverslun við önnur lönd værum við aðili að Evrópusambandinu. Það er vissulega rétt að Evrópusambandsríkin hafa eftirlátið sambandinu að gera fríverslunarsamninga fyrir sína hönd, en fyrir því er góð ástæða. Evrópusambandið getur í krafti stærðar sinna gert betri, dýpri og umfangsmeiri fríverslunarsaminga en hvert og eitt Evrópuríki eitt og sér, Ísland þar með talið. Það væru sjálfsagt einhver sjónarmið sem mæltu með nálgun Sjálfstæðisflokksins ef þau væru að forgangsraða magni samninga umfram gæði. Raunin er þó sú að Evrópusambandið hefur síðustu ár og áratugi unnið hörðum höndum að því að koma upp einhverju umfangsmesta neti fríverslunarsamninga sem sést hefur og því hvort tveggja gæði og magn samninga til staðar. Með Evrópusambandsaðild fengjum við aðgang að þessu fríverslunarneti, sem er mun öflugra en nokkuð sem við gætum samið um ein. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Það er fullreynd tilraun að halda úti íslensku krónunni, örgjaldmiðli fyrir 350.000 manna hagkerfi. Á líftíma hennar hefur hún gert lítið annað en að rýrna. Vaxtamunur veldur gífurlegum kostnaði fyrir íslensk heimili á ári hverju og gengissveiflur valda gríðarlegum ófyrirsjánleika í rekstri fyrirtækja. Íslenska krónuhagkerfið er kjörlendi fyrir verðbólgu og krónan býr þannig til nauðsyn fyrir tilvist hinnar margumræddu verðtryggingar. Stærri fyrirtæki gera flest upp í erlendri mynt og efnafólk geymir margt sparifé sitt erlendis, óvissa og kostnaður íslensku krónunnar eru því eyrnamerkt almenningi og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru fáum við heilbrigðara vaxtaumhverfi, meiri gengisstöðugleika og aukin kaupmátt, auk þess sem skilyrði skapast fyrir afnámi verðtryggingar. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Ísland er hluti af Evrópu hvort sem horft er á landfræðilega, efnahagslega eða menningarlega þætti. Hagsmunir Íslands eru þannig kyrfilega samofnir hagsmunum annara Evrópulanda og við deilum þeirra hugsjónum og heimssýn. Við sem þjóð deilum grunngildum Evrópusambandsins um frelsi, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir réttarríkinu. Þær forsendur einar og sér gera það að verkum að það er alltaf rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun