Clippers batt enda á sigurgöngu Utah Jazz og stórkostlegur Embiid lagði grunninn að sigri Philadelphia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2021 09:31 Joel Embiid var stórkostlegur í sigri Philadelphia 76ers í nótt. Mitchell Leff/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers batt enda á níu leikja sigurhrinu Utah Jazz og Joel Embiid skoraði 50 stig í sigri Philadelphia 76ers. Þá má einnig sjá öll úrslit næturinnar hér að neðan sem og stöðuna í deildinni. Clippers byrjaði leikinn vel og stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, fóru mikinn. Þá hjálpaði Lou Williams til með fjölda stiga af bekknum. Komst liðið frá Los Angeles mest fimmtán stigum yfir en munurinn var kominn niður í átta í hálfleik. Í Donovan Mitchell setti svo í fluggírinn í þriðja leikhluta og jafnaði metin fyrir Jazz er leikhlutinn var hálfnaður, staðan 61-61. Eftir það var mjótt á munum en Markus Morris setti niður þriggja stiga körfu fyrir Clippers í stöðunni 96-92 og jók þar með muninn í sjö stig. Fór það langleiðina með að tryggja sigurinn og Clippers vann leikinn að lokum með fjögurra stiga mun, 116-112. Kawhi skoraði 29 stig í liði Clippers og Lou Williams bætti við 19 stigum. Hjá Utah var Donovan Mitchell með 35 stig. 29 points for Kawhi power the @LAClippers at Staples Center. pic.twitter.com/p225nl7dbu— NBA (@NBA) February 20, 2021 Philadelphia 76ers vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, lokatölur 112-105. Sá leikur væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Joel Embiid setti niður 50 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa fimm stoðsendingar. 76ers tróna nú á toppi Austurdeildarinnar með 20 sigra og tíu töp. Þar á eftir koma Brooklyn Nets [19-12] og Milwaukee Bucks [17-13]. Í Vesturdeildinni eru Utah Jazz sem fyrr á toppnum en liðið hefur unnið 24 leiki og aðeins tapað sex. Þar á eftir koma liðin frá Englaborginni, Lakers í öðru sæti [22-8] og Clippers þar á eftir [22-9]. JOEL. EMBIID. TAKES. OVER. 50 points (career high) 17 boards, 2 steals, 4 blocks 17-26 FGM, 15-17 FTM@JoelEmbiid x @sixers pic.twitter.com/692R6rOzEa— NBA (@NBA) February 20, 2021 Önnur úrslit Orlando Magic 124-120 Golden State Warriors Cleveland Cavaliers 103-120 Denver NuggetsBoston Celtics 121-109 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 114-132 Phoenix SunsMemphis Grizzlies 109-95 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 98-85 Oklahoma City Thunder Minnesota Timberwolves 81-86 Toronto Raptors NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira
Clippers byrjaði leikinn vel og stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, fóru mikinn. Þá hjálpaði Lou Williams til með fjölda stiga af bekknum. Komst liðið frá Los Angeles mest fimmtán stigum yfir en munurinn var kominn niður í átta í hálfleik. Í Donovan Mitchell setti svo í fluggírinn í þriðja leikhluta og jafnaði metin fyrir Jazz er leikhlutinn var hálfnaður, staðan 61-61. Eftir það var mjótt á munum en Markus Morris setti niður þriggja stiga körfu fyrir Clippers í stöðunni 96-92 og jók þar með muninn í sjö stig. Fór það langleiðina með að tryggja sigurinn og Clippers vann leikinn að lokum með fjögurra stiga mun, 116-112. Kawhi skoraði 29 stig í liði Clippers og Lou Williams bætti við 19 stigum. Hjá Utah var Donovan Mitchell með 35 stig. 29 points for Kawhi power the @LAClippers at Staples Center. pic.twitter.com/p225nl7dbu— NBA (@NBA) February 20, 2021 Philadelphia 76ers vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, lokatölur 112-105. Sá leikur væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Joel Embiid setti niður 50 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa fimm stoðsendingar. 76ers tróna nú á toppi Austurdeildarinnar með 20 sigra og tíu töp. Þar á eftir koma Brooklyn Nets [19-12] og Milwaukee Bucks [17-13]. Í Vesturdeildinni eru Utah Jazz sem fyrr á toppnum en liðið hefur unnið 24 leiki og aðeins tapað sex. Þar á eftir koma liðin frá Englaborginni, Lakers í öðru sæti [22-8] og Clippers þar á eftir [22-9]. JOEL. EMBIID. TAKES. OVER. 50 points (career high) 17 boards, 2 steals, 4 blocks 17-26 FGM, 15-17 FTM@JoelEmbiid x @sixers pic.twitter.com/692R6rOzEa— NBA (@NBA) February 20, 2021 Önnur úrslit Orlando Magic 124-120 Golden State Warriors Cleveland Cavaliers 103-120 Denver NuggetsBoston Celtics 121-109 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 114-132 Phoenix SunsMemphis Grizzlies 109-95 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 98-85 Oklahoma City Thunder Minnesota Timberwolves 81-86 Toronto Raptors NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Sjá meira