Hvar á garðyrkjunámið heima? Berglind Ásgeirdóttir skrifar 22. febrúar 2021 10:00 Tæplega tvö ár eru nú liðin frá því að hagsmunafélög garðyrkju á Íslandi óskuðu formlega eftir því að samráð yrði haft um stefnu, mótun og styrkingu starfsmenntanáms í garðyrkju. Tryggja þyrfti framtíð námsins, án togstreitu milli skólastiga og að framtíðarsýn yrði skýr og fagleg. Ákvarðanir teknar í raunverulegu samráði við þá sem starfa við fagið, enda er það þar sem nemendur fara til verknáms og til starfa að námi loknu. Í desember 2020 var fundi fulltrúa Mennta- og menningarmálaráðuneytis með hagsmunaaðilum aflýst með innan við klukkustundar fyrirvara, óskað eftir þolinmæði og tíma. Til hvers? Nú berast óljósar fréttir af tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) til Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) og enn og aftur er aðkoma eða samráð við atvinnulífið ekkert. Erindum um samráð og óskum um fundi er einfaldlega ekki svarað. Það er enn óljóst hvort eina aðstaða á landinu, sem er sérstaklega útbúin og byggð til að þjóna starfsmenntanámi í garðyrkju fylgi náminu til FSu eða hvort LBHÍ eigni sér húsnæðið og landið sem fylgdi garðyrkjunáminu við sameiningu skólanna á sínum tíma. Aðstaða sem var að stórum hluta gjöf til að starfrækja þar garðyrkjunám. Aðstaða sem er m.a. byggð upp af fjárstyrkjum frá garðyrkjubændum og öðrum velunnurum garðyrkjuskólans. Á garðyrkjunám á Íslandi að vera heimilislaust? Garðyrkjunámið er kannski ekki stórt eða merkilegt í huga mennta- og menningarmálaráðuneytisins en á hvaða grunni á að byggja mikilvæg mál eins og hringrásar hagkerfi, græna innviði, kolefnisbindingu og fæðuöryggi í landinu? Garðyrkjuskólinn er fullkomlega vannýtt auðlind sem þarf að byggja upp og þróa til að þetta sérhæfða og brothætta nám fái að stækka og blómstra í takt við tíðaranda samfélagsins og stóraukna þörf fyrir kunnáttu á sviði ræktunar og umhverfismála. Ef ætlunin er að byggja upp öflugt samfélag sem hefur þekkingu og reynslu til þess að standa að rannsóknum og nýsköpun í garðyrkju þarf fyrst og fremst að sinna grunnnáminu af kostgæfni og breikka þar með þann grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er til lítils að tala um nýsköpun og rannsóknir á sviði garðyrkju ef grunnnáminu er bolað í burtu. Hvað verður um títtnefndar rannsóknir og nýsköpun ef enginn kann raunverulega að rækta? Eðlilega er mikilvægt að halda áfram garðyrkjurannsóknum eins og var einnig áður en Garðyrkjuskólinn var sameinaður LbhÍ. Þær rannsóknir var í góðu samstarfi við atvinnulíf garðyrkjunnar. Það er auðvelt er að leita samstarfs og útfæra það með mörgum mennta- og rannsóknastofnunum innan lands og utan eftir því hvað hæfir hverju verkefni. Ekki verður séð að LbhÍ verði endilega ákjósanlegasti samstarfsaðilinn um þau verkefni. Fjölmörg dæmi eru fyrir árangursríku samstarfi Garðyrkjuskólans við ýmsa aðila. Um árabil var t.d. rekið eitt fræðasetra Háskóla Íslands á Reykjum þar sem 1-2 starfsmenn voru með aðstöðu og unnu að sínum rannsóknum. Það fræðasetur var stofnað áður en Garðyrkjuskólinn rann inn í LbhÍ. Starfsfólk garðyrkjubrauta er byrjað að týnast í burtu, mannauður sem er nú þegar komin að þolmörkum og ljóst að einstök þekking, reynsla og færni mun tapast ef ekki verður gengið hratt og örugglega til verks. Hver er raunverulegur vilji ráðherra til garðyrkjunámsins? Hvers vegna er atvinnulífið hundsað? Hvenær kemur að því að kerfið þjóni þörfum fagsins en ekki þörfum kerfisins? Hversu lengi enn á að fjalla um starfsmenntanám í garðyrkju án aðkomu þeirra sem hafa menntast í faginu eða þar starfa? Við sem störfum á vettvangi garðyrkju óskum enn og aftur eftir samráði ráðuneytis til að þjóna sem best hagsmunum garðyrkjunámsins og þörfum, nemenda og atvinnulífsins. Höfundur er skrúðgarðyrkjumeistari og formaður Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Garðyrkja Háskólar Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Tæplega tvö ár eru nú liðin frá því að hagsmunafélög garðyrkju á Íslandi óskuðu formlega eftir því að samráð yrði haft um stefnu, mótun og styrkingu starfsmenntanáms í garðyrkju. Tryggja þyrfti framtíð námsins, án togstreitu milli skólastiga og að framtíðarsýn yrði skýr og fagleg. Ákvarðanir teknar í raunverulegu samráði við þá sem starfa við fagið, enda er það þar sem nemendur fara til verknáms og til starfa að námi loknu. Í desember 2020 var fundi fulltrúa Mennta- og menningarmálaráðuneytis með hagsmunaaðilum aflýst með innan við klukkustundar fyrirvara, óskað eftir þolinmæði og tíma. Til hvers? Nú berast óljósar fréttir af tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) til Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) og enn og aftur er aðkoma eða samráð við atvinnulífið ekkert. Erindum um samráð og óskum um fundi er einfaldlega ekki svarað. Það er enn óljóst hvort eina aðstaða á landinu, sem er sérstaklega útbúin og byggð til að þjóna starfsmenntanámi í garðyrkju fylgi náminu til FSu eða hvort LBHÍ eigni sér húsnæðið og landið sem fylgdi garðyrkjunáminu við sameiningu skólanna á sínum tíma. Aðstaða sem var að stórum hluta gjöf til að starfrækja þar garðyrkjunám. Aðstaða sem er m.a. byggð upp af fjárstyrkjum frá garðyrkjubændum og öðrum velunnurum garðyrkjuskólans. Á garðyrkjunám á Íslandi að vera heimilislaust? Garðyrkjunámið er kannski ekki stórt eða merkilegt í huga mennta- og menningarmálaráðuneytisins en á hvaða grunni á að byggja mikilvæg mál eins og hringrásar hagkerfi, græna innviði, kolefnisbindingu og fæðuöryggi í landinu? Garðyrkjuskólinn er fullkomlega vannýtt auðlind sem þarf að byggja upp og þróa til að þetta sérhæfða og brothætta nám fái að stækka og blómstra í takt við tíðaranda samfélagsins og stóraukna þörf fyrir kunnáttu á sviði ræktunar og umhverfismála. Ef ætlunin er að byggja upp öflugt samfélag sem hefur þekkingu og reynslu til þess að standa að rannsóknum og nýsköpun í garðyrkju þarf fyrst og fremst að sinna grunnnáminu af kostgæfni og breikka þar með þann grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er til lítils að tala um nýsköpun og rannsóknir á sviði garðyrkju ef grunnnáminu er bolað í burtu. Hvað verður um títtnefndar rannsóknir og nýsköpun ef enginn kann raunverulega að rækta? Eðlilega er mikilvægt að halda áfram garðyrkjurannsóknum eins og var einnig áður en Garðyrkjuskólinn var sameinaður LbhÍ. Þær rannsóknir var í góðu samstarfi við atvinnulíf garðyrkjunnar. Það er auðvelt er að leita samstarfs og útfæra það með mörgum mennta- og rannsóknastofnunum innan lands og utan eftir því hvað hæfir hverju verkefni. Ekki verður séð að LbhÍ verði endilega ákjósanlegasti samstarfsaðilinn um þau verkefni. Fjölmörg dæmi eru fyrir árangursríku samstarfi Garðyrkjuskólans við ýmsa aðila. Um árabil var t.d. rekið eitt fræðasetra Háskóla Íslands á Reykjum þar sem 1-2 starfsmenn voru með aðstöðu og unnu að sínum rannsóknum. Það fræðasetur var stofnað áður en Garðyrkjuskólinn rann inn í LbhÍ. Starfsfólk garðyrkjubrauta er byrjað að týnast í burtu, mannauður sem er nú þegar komin að þolmörkum og ljóst að einstök þekking, reynsla og færni mun tapast ef ekki verður gengið hratt og örugglega til verks. Hver er raunverulegur vilji ráðherra til garðyrkjunámsins? Hvers vegna er atvinnulífið hundsað? Hvenær kemur að því að kerfið þjóni þörfum fagsins en ekki þörfum kerfisins? Hversu lengi enn á að fjalla um starfsmenntanám í garðyrkju án aðkomu þeirra sem hafa menntast í faginu eða þar starfa? Við sem störfum á vettvangi garðyrkju óskum enn og aftur eftir samráði ráðuneytis til að þjóna sem best hagsmunum garðyrkjunámsins og þörfum, nemenda og atvinnulífsins. Höfundur er skrúðgarðyrkjumeistari og formaður Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun